Innherji

Spá tölu­verðum rekstrarbata hjá VÍS

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Nýtt verðmat Jakobsson Capital á VÍS tekur ekki tillit til sameiningar við Fossa fjárfestingabanka í ljósi þess að ársreikningur sameinaðs félags hefur ekki verið birtur.
Nýtt verðmat Jakobsson Capital á VÍS tekur ekki tillit til sameiningar við Fossa fjárfestingabanka í ljósi þess að ársreikningur sameinaðs félags hefur ekki verið birtur. Vísir/Vilhelm

Greiningafyrirtækið Jakobsson Capital reiknar með töluverðum rekstrarbata hjá VÍS á árinu 2024. „Það er gert ráð fyrir lægra kostnaðarhlutfalli en töluverður kostnaður var í ár vegna sameiningar og annarra einskiptisliða. Sömuleiðis ætti toppi hagsveiflunnar að verða náð. Allt útlit er fyrir að það hægist á verðbólgunni sem mun hjálpa til við að lækka tjónahlutfallið. Iðgjöld dagsins í dag eru til að tryggja tjón framtíðar,“ segir í verðmati.


Tengdar fréttir

Mikill meirihluti hluthafa VÍS samþykkti kaup á Fossum

Mikill meirihluti hluthafa VÍS hefur samþykkt tillögu stjórnar tryggingafélagsins að kaupa Fossa fjárfestingabanka. Þriðji stærsti hluthafi félagsins, lífeyrissjóðurinn Gildi, hafði lagst gegn kaupunum í aðdraganda fundarins.

Stjórn VÍS reynir að útskýra verðmiða Fossa fyrir hluthöfum

Stjórn Vátryggingafélags Íslands hefur komið því á framfæri við hluthafa að verðmatið á Fossum fjárfestingabanka taki hvorki tillit til samlegðaráhrifa né þess að hlutirnir sem eigendur Fossa í sínar hendur séu óframseljanlegir í 36 mánuði frá afhendingu. 

Sam­legð af sam­run­a VÍS og Foss­a nemi allt að 750 millj­ón­um á ári

Áætlað er að samlegð af samruna VÍS og Fossum fjárfestingabanka nemi 650-750 milljónum króna á ári og komi inn að fulla eftir árið 2025. Gert er ráð fyrir að langtíma arðsemismarkmið hækki úr 1,5 krónum á hlut í yfir 2,5 krónur á hlut vegna samlegðar og möguleika til að hraða uppbyggingu fjárfestingarbanka og eignastýringar, samkvæmt áætlunum stjórnenda félaganna.

For­stjóri SKEL ekki á þeirri skoðun að verð­miði Fossa sé of hár

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL fjárfestingafélags, sem er næststærsti hluthafi VÍS, segist ekki vera á þeirri skoðun að fjárfestingabankinn Fossar sé verðmetinn of hátt í fyrirhuguðum samruna við tryggingafélagið. Hann telur að „strategísk tækifæri“ geti falist í sameiningu félaganna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×