Unity segir upp 1800 manns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. janúar 2024 10:33 Davíð Helgason í Unity ásamt Isabellu Lu Warburg eiginkonu sinni. Davíð stofnaði Unity og var um tíma forstjóri fyrirtækisins áður en hann flutti heim til Íslands. Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Software hefur sagt upp 1800 starfsmönnum eða sem nemur um fjórðungi starfsfólks. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna. Davíð Helgason stofnaði Unity Technologies ásamt Þjóðverjanum Joachim Ante og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Viðskiptablaðið vísar í umfjöllun Wall Street Journal þar sem fram kemur að uppsagnirnar séu vegna vandræða fyrirtækisins frá því í haust. Þá voru kynntar verðbreytingar til viðskipta en Unity ætlaði að sér að rukka bæði notendur og tölvuleikjaframleiðendur við uppsetningu leikja í símum. Tölvuleikjaframleiðendur greiða Unity nú þegar leyfisgjald til að nota hugbúnað fyrirtækisins. Verð á bréfum í Unity hækkuðu um þrjú prósent við tilkynningu um hópuppsögn og hefur hækkað um tuttugu prósent undanfarinn mánuð. Davíð Helgason var um tíma á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi vegna virðis hlutar hans í Unity. Hann féll af listanum sem birtur var í apríl síðastliðnum vegna þess að verð á bréfum í Unity hafði hrapað um 68 prósent árið á undan. Davíð hefur beint spjótum sínum að fjárfestingum í loftslagsmálum undanfarin misseri, meðal annars með því að koma á fót vísisjóði á sviði loftslagsmála. Leikjavísir Bandaríkin Tengdar fréttir Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01 Félagi Davíðs barst tilboð um samruna Stjórn Unity Software, sem Davíð Helgason stofnaði, barst á þriðjudag samrunatilboð frá hugbúnaðarfyrirtækinu AppLovin. Þrjú prósent hlutur Davíðs í Unity er metinn á 73 milljarða króna í viðskiptunum og hann færi með 1,7 prósent hlut í sameinuðu félagi, ef til samrunans kemur. 11. ágúst 2022 10:39 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Davíð Helgason stofnaði Unity Technologies ásamt Þjóðverjanum Joachim Ante og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Viðskiptablaðið vísar í umfjöllun Wall Street Journal þar sem fram kemur að uppsagnirnar séu vegna vandræða fyrirtækisins frá því í haust. Þá voru kynntar verðbreytingar til viðskipta en Unity ætlaði að sér að rukka bæði notendur og tölvuleikjaframleiðendur við uppsetningu leikja í símum. Tölvuleikjaframleiðendur greiða Unity nú þegar leyfisgjald til að nota hugbúnað fyrirtækisins. Verð á bréfum í Unity hækkuðu um þrjú prósent við tilkynningu um hópuppsögn og hefur hækkað um tuttugu prósent undanfarinn mánuð. Davíð Helgason var um tíma á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi vegna virðis hlutar hans í Unity. Hann féll af listanum sem birtur var í apríl síðastliðnum vegna þess að verð á bréfum í Unity hafði hrapað um 68 prósent árið á undan. Davíð hefur beint spjótum sínum að fjárfestingum í loftslagsmálum undanfarin misseri, meðal annars með því að koma á fót vísisjóði á sviði loftslagsmála.
Leikjavísir Bandaríkin Tengdar fréttir Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01 Félagi Davíðs barst tilboð um samruna Stjórn Unity Software, sem Davíð Helgason stofnaði, barst á þriðjudag samrunatilboð frá hugbúnaðarfyrirtækinu AppLovin. Þrjú prósent hlutur Davíðs í Unity er metinn á 73 milljarða króna í viðskiptunum og hann færi með 1,7 prósent hlut í sameinuðu félagi, ef til samrunans kemur. 11. ágúst 2022 10:39 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga heldur einfalda hvata „Það sem er svo mikilvægt er að fólk fari að átta sig á er að hringrásarhagkerfið er nýsköpun í raunheimum þar sem tíminn er naumur og við þurfum að fá sem flesta til að hlaupa hratt. Það vantar ekki fleiri styrki eða meiri peninga. Það er nóg til af þeim og nóg til af hugmyndum. En það þarf leiðandi aðila til að eiga verkefnin og því þarf að búa til einfalda og almenna hvata svo að sem flestir geti hlaupið af stað,“ segir Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir. 25. janúar 2023 07:01
Félagi Davíðs barst tilboð um samruna Stjórn Unity Software, sem Davíð Helgason stofnaði, barst á þriðjudag samrunatilboð frá hugbúnaðarfyrirtækinu AppLovin. Þrjú prósent hlutur Davíðs í Unity er metinn á 73 milljarða króna í viðskiptunum og hann færi með 1,7 prósent hlut í sameinuðu félagi, ef til samrunans kemur. 11. ágúst 2022 10:39