Brjóta verði upp fákeppnisaðstöðu skipafélaganna tveggja Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. janúar 2024 18:10 Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR funduðu með borgar- og hafnaryfirvöldum í Reykjavík vegna samkeppni í flutningi og fákeppnisstöðu Eimskipa og Samskipa. Vísir/Vilhelm Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og VR funduðu í dag með borgar- og hafnaryfirvöldum í Reykjavík til að ræða samkeppnisumhverfið í Sundahöfn, í framhaldi af ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna samráðs stóru skipafélaganna tveggja. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér til fjölmiðla. Meðal þeirra sem sátu fundinn voru Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri. Þar segir að á fundinum hafi komið fram skýr pólitískur vilji borgaryfirvalda til að fylgja eftir tilmælum SKE um „að tryggt verði að nýir og minni aðilar geti fengið aðstöðu og viðeigandi þjónustu, sem geri þeim kleift að keppa, án mismununar, við stærri aðila í sjóflutningum“. Enn fremur segir að vinna sé hafin á vegum Faxaflóahafna við að breyta rekstrarlíkani Sundahafnar þannig að fleiri skipafélög hafi aðgang að hafnaraðstöðu og þjónustu. Hagsmunamál að brjóta upp fákeppnisaðstaða skipafélaganna sé brotin upp Samtökin þrjú taki höndum saman í málinu af því þau telji það stórt hagsmunamál fyrirtækja, neytenda og launþega að „fákeppnisaðstaða Eimskips og Samskipa í Sundahöfn verði brotin upp og þannig búið um hnútana að önnur skipafélög fái sanngjarnan aðgang að þjónustu og aðstöðu“ í stærstu vöruflutningahöfn landsins. Þá segir að á fundinum hafi verið bent á að flutningskostnaður væri stór áhrifaþáttur í almennu vöruverði og skipti miklu máli á tímum verðbólgu. Fram kom að vinna væri hafin á vegum hafnanna við að efla samkeppni og bæta aðgang keppinauta Samskipa og Eimskips að aðstöðu og þjónustu. Hins vegar væri það hvorki einfalt verkefni né fljótunnið. Samtökin segja fundinn hafa verið jákvæðan og að þau muni áfram vinna að því að þrýsta á stjórnvöld að bregðast við tilmælum Samkeppniseftirlitsins og tryggja virka samkeppni í vöruflutningum. Samtökin séu nú að vinna að mati á því tjóni, sem samráð stóru skipafélaganna olli fyrirtækjum og neytendum. Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Mest lesið Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Viðskipti innlent Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Viðskipti innlent Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Viðskipti innlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Arion lækkar vexti Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Íslandsbanki breytir vöxtunum Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér til fjölmiðla. Meðal þeirra sem sátu fundinn voru Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, stjórnarformaður Faxaflóahafna og Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri. Þar segir að á fundinum hafi komið fram skýr pólitískur vilji borgaryfirvalda til að fylgja eftir tilmælum SKE um „að tryggt verði að nýir og minni aðilar geti fengið aðstöðu og viðeigandi þjónustu, sem geri þeim kleift að keppa, án mismununar, við stærri aðila í sjóflutningum“. Enn fremur segir að vinna sé hafin á vegum Faxaflóahafna við að breyta rekstrarlíkani Sundahafnar þannig að fleiri skipafélög hafi aðgang að hafnaraðstöðu og þjónustu. Hagsmunamál að brjóta upp fákeppnisaðstaða skipafélaganna sé brotin upp Samtökin þrjú taki höndum saman í málinu af því þau telji það stórt hagsmunamál fyrirtækja, neytenda og launþega að „fákeppnisaðstaða Eimskips og Samskipa í Sundahöfn verði brotin upp og þannig búið um hnútana að önnur skipafélög fái sanngjarnan aðgang að þjónustu og aðstöðu“ í stærstu vöruflutningahöfn landsins. Þá segir að á fundinum hafi verið bent á að flutningskostnaður væri stór áhrifaþáttur í almennu vöruverði og skipti miklu máli á tímum verðbólgu. Fram kom að vinna væri hafin á vegum hafnanna við að efla samkeppni og bæta aðgang keppinauta Samskipa og Eimskips að aðstöðu og þjónustu. Hins vegar væri það hvorki einfalt verkefni né fljótunnið. Samtökin segja fundinn hafa verið jákvæðan og að þau muni áfram vinna að því að þrýsta á stjórnvöld að bregðast við tilmælum Samkeppniseftirlitsins og tryggja virka samkeppni í vöruflutningum. Samtökin séu nú að vinna að mati á því tjóni, sem samráð stóru skipafélaganna olli fyrirtækjum og neytendum.
Skipaflutningar Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Mest lesið Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Viðskipti innlent Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Viðskipti innlent Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Viðskipti innlent Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Viðskipti erlent Arion lækkar vexti Viðskipti innlent Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Samstarf Íslandsbanki breytir vöxtunum Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Sjá meira