Enn af Bláa lóninu Sveinn Gauti Einarsson skrifar 8. janúar 2024 14:00 Undanfarið hef ég skrifað nokkrar greinar um það sem ég tel að sé vanmat á hættu af völdum jarðhræringa á Reykjanesskaga. Ég hef bent á að óvissa sé mikil og að best sé að fara varlega þegar ákvarðanir eru teknar varðandi það hvað er leyft og hvað ekki á svæðinu þar sem jarðhræringar eiga sér nú stað á Reykjanesskaga. Það hefur ítrekað sýnt sig að áhættumat hingað til hefur gert of lítið úr hættunni og í staðinn fyrir að farið hafi verið í fyrirbyggjandi aðgerðir hefur verið brugðist við í skyndi á meðan atburðir áttu sér stað. Sem betur fer hefur hingað til ekki farið illa. Fyrir helgi gaf Veðurstofa Íslands út nýtt hættumatskort. Megin breytingarnar í uppfærðu hættumati eru að enn aukist líkur á eldgosi, en einnig að nú sé ekki lengur hætta á gasmengun á svæði 1 (Svartsengi og Bláa lónið) og svæði 4 (Grindavík). Þessi breyting olli því að hættumat fyrir Svartsengi var lækkað niður í “nokkur hætta” og forsvarsmenn Bláa lónsins ákváðu að hefja alla starfsemi á svæðinu aftur. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig sérfræðingar Veðurstofu komast að þessari niðurstöðu. Meiri líkur á eldgosi, en minni líkur á gasmengun. Ég er líklega ekki í uppáhaldi hjá rekstraraðilum Bláa lónsins en nú detta þau aldeilis í lukkupottinn. Það vill svo vel til að ég vinn m.a. við að keyra loftdreifingarlíkön og hef aðeins litið á aðstæður við Svartsengi. Við eldgos losna m.a. þung gös. Þessi þungu gös haga sér svipað og vatn, renna eftir landslagi og safnast fyrir í lægðum. Ef þungt gas berst ofan í lægð þá verður það þar þangað til vindur er nægjanlegur til að blása því í burtu. Bláa lónið og Svartsengi eru nú lægð í landslaginu. U.þ.b. 2,5 ferkílómetra svæði hefur verið girt af með varnargörðum. Gas sem berst inn fyrir varnargarðana safnast því saman við yfirborð innan varnargarðanna og kemst ekki út nema vindur sé þeim mun meiri. Af þessum þungu gösum er SO2 hættulegast. Styrkur upp á 100 ppm flokkast sem lífshættulegt magn samkvæmt sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC). CO2 í miklu magni getur einnig verið lífshættulegt. Nú skulum við gefa okkur smá forsendur. Segjum sem svo að gos komi upp á milli Hagafells og Sundhnjúks, en á því svæði hefur skjálftavirknin verið einna mest undanfarið. Gerum líka ráð fyrir því að kraftur gossins verði jafn mikill og í því síðasta, 300 m3/s og gasinnihald kvikunnar svipað og í gosinu við Litla Hrút. Miðum við að 6 m/s vindur blási úr austri eða suðaustri. Við þessar aðstæður berst gas frá gosinu undan vindi yfir Bláa lónið. Það tekur gasið um 8 mín að fara leiðina frá gosinu að Bláa lóninu. Ef við áætlum að 10% af gasinu lendi innan varnargarðanna þá er styrkur SO2 kominn í lífshættulegan styrk, 100 ppm um 10 mín eftir að eldgos hefst. Styrkurinn er kominn í tífalt magn lífshættulegs styrks, 1000 ppm um 30 mín eftir upphaf gossins. Lítið mál er að leika sér að forsendunum og láta útkomuna verða bæði betri og verri en sú sem ég kemst að. Eins er hættan af völdum gass á þessu svæði mun minni ef vindur blæs úr annarri átt, líkt og í síðasta gosi þegar gasmengunin barst á haf út og alla leið til Noregs. Vel má vera að ég sé að gera of mikið úr hættunni. Ég tel þó frekar að ennþá hættulegri aðstæður geti komið upp en þær sem ég dreg fram. Hægt er að reikna út styrk gasmengunnar á svæðinu með því að keyra fínkvarða CFD líkön. Með því er hægt að áætla nákvæmlega hversu lengi gasið er að berast á svæðið og hver styrkur þess er á hverjum tíma. Slíkt er tiltölulega lítið mál og nóg til af hæfu fólki í slíka útreikninga. Ég hef leitað töluvert af mati á gasmengun á svæðinu en hef ekkert fundið og er hræddur um að þessi áhætta hafi gleymst í hættumatinu. Ef ekki þá væri mjög fróðlegt að fá útreikninga á gasdreifingu birta. Auðvelt er að gleyma áhættunni eða gera lítið úr henni þegar ástandið dregst á langinn. Það er skiljanlegt að fólk vilji komast heim til sín og eðlilega er vilji til að tryggja vinnu starfsfólk Bláa lónsins. En við megum ekki sofna á verðinum. Líf bæði ferðamanna og heimamanna hlýtur að vera verðmætara en krónur í peningakassann. Þetta er líklega síðasta greinin frá mér um þessi mál. Þessi skrif hafa litlu skilað en þó hefur komið í ljós að mjög margir eru sammála þeirri nálgun að fara mjög varlega í að opna hættusvæði fyrir umferð fólks. Mér finnst samt mikilvægt að benda á mögulega hættu. Vonandi verður hættumatið endurskoðað sem fyrst, en ef illa fer þá verður ekki hægt að segja að enginn hafi séð þetta fyrir. Höfundur er umhverfisverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bláa lónið Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ferðamennska á Íslandi Sveinn Gauti Einarsson Tengdar fréttir Lokum Bláa lóninu Þann 9. desember 2019 hófst sprengigos á eyjunni Whakaari úti fyrir ströndum Nýja Sjálands. Gosið kom nokkuð á óvart og var töluvert af ferðamönnum á eyjunni. Fólkið á svæðinu hafði enga undankomuleið og alls létust 22 á eyjunni þennan dag. 3. nóvember 2023 12:01 Upplýsum ferðamenn Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi. 7. nóvember 2023 09:01 Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hef ég skrifað nokkrar greinar um það sem ég tel að sé vanmat á hættu af völdum jarðhræringa á Reykjanesskaga. Ég hef bent á að óvissa sé mikil og að best sé að fara varlega þegar ákvarðanir eru teknar varðandi það hvað er leyft og hvað ekki á svæðinu þar sem jarðhræringar eiga sér nú stað á Reykjanesskaga. Það hefur ítrekað sýnt sig að áhættumat hingað til hefur gert of lítið úr hættunni og í staðinn fyrir að farið hafi verið í fyrirbyggjandi aðgerðir hefur verið brugðist við í skyndi á meðan atburðir áttu sér stað. Sem betur fer hefur hingað til ekki farið illa. Fyrir helgi gaf Veðurstofa Íslands út nýtt hættumatskort. Megin breytingarnar í uppfærðu hættumati eru að enn aukist líkur á eldgosi, en einnig að nú sé ekki lengur hætta á gasmengun á svæði 1 (Svartsengi og Bláa lónið) og svæði 4 (Grindavík). Þessi breyting olli því að hættumat fyrir Svartsengi var lækkað niður í “nokkur hætta” og forsvarsmenn Bláa lónsins ákváðu að hefja alla starfsemi á svæðinu aftur. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig sérfræðingar Veðurstofu komast að þessari niðurstöðu. Meiri líkur á eldgosi, en minni líkur á gasmengun. Ég er líklega ekki í uppáhaldi hjá rekstraraðilum Bláa lónsins en nú detta þau aldeilis í lukkupottinn. Það vill svo vel til að ég vinn m.a. við að keyra loftdreifingarlíkön og hef aðeins litið á aðstæður við Svartsengi. Við eldgos losna m.a. þung gös. Þessi þungu gös haga sér svipað og vatn, renna eftir landslagi og safnast fyrir í lægðum. Ef þungt gas berst ofan í lægð þá verður það þar þangað til vindur er nægjanlegur til að blása því í burtu. Bláa lónið og Svartsengi eru nú lægð í landslaginu. U.þ.b. 2,5 ferkílómetra svæði hefur verið girt af með varnargörðum. Gas sem berst inn fyrir varnargarðana safnast því saman við yfirborð innan varnargarðanna og kemst ekki út nema vindur sé þeim mun meiri. Af þessum þungu gösum er SO2 hættulegast. Styrkur upp á 100 ppm flokkast sem lífshættulegt magn samkvæmt sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC). CO2 í miklu magni getur einnig verið lífshættulegt. Nú skulum við gefa okkur smá forsendur. Segjum sem svo að gos komi upp á milli Hagafells og Sundhnjúks, en á því svæði hefur skjálftavirknin verið einna mest undanfarið. Gerum líka ráð fyrir því að kraftur gossins verði jafn mikill og í því síðasta, 300 m3/s og gasinnihald kvikunnar svipað og í gosinu við Litla Hrút. Miðum við að 6 m/s vindur blási úr austri eða suðaustri. Við þessar aðstæður berst gas frá gosinu undan vindi yfir Bláa lónið. Það tekur gasið um 8 mín að fara leiðina frá gosinu að Bláa lóninu. Ef við áætlum að 10% af gasinu lendi innan varnargarðanna þá er styrkur SO2 kominn í lífshættulegan styrk, 100 ppm um 10 mín eftir að eldgos hefst. Styrkurinn er kominn í tífalt magn lífshættulegs styrks, 1000 ppm um 30 mín eftir upphaf gossins. Lítið mál er að leika sér að forsendunum og láta útkomuna verða bæði betri og verri en sú sem ég kemst að. Eins er hættan af völdum gass á þessu svæði mun minni ef vindur blæs úr annarri átt, líkt og í síðasta gosi þegar gasmengunin barst á haf út og alla leið til Noregs. Vel má vera að ég sé að gera of mikið úr hættunni. Ég tel þó frekar að ennþá hættulegri aðstæður geti komið upp en þær sem ég dreg fram. Hægt er að reikna út styrk gasmengunnar á svæðinu með því að keyra fínkvarða CFD líkön. Með því er hægt að áætla nákvæmlega hversu lengi gasið er að berast á svæðið og hver styrkur þess er á hverjum tíma. Slíkt er tiltölulega lítið mál og nóg til af hæfu fólki í slíka útreikninga. Ég hef leitað töluvert af mati á gasmengun á svæðinu en hef ekkert fundið og er hræddur um að þessi áhætta hafi gleymst í hættumatinu. Ef ekki þá væri mjög fróðlegt að fá útreikninga á gasdreifingu birta. Auðvelt er að gleyma áhættunni eða gera lítið úr henni þegar ástandið dregst á langinn. Það er skiljanlegt að fólk vilji komast heim til sín og eðlilega er vilji til að tryggja vinnu starfsfólk Bláa lónsins. En við megum ekki sofna á verðinum. Líf bæði ferðamanna og heimamanna hlýtur að vera verðmætara en krónur í peningakassann. Þetta er líklega síðasta greinin frá mér um þessi mál. Þessi skrif hafa litlu skilað en þó hefur komið í ljós að mjög margir eru sammála þeirri nálgun að fara mjög varlega í að opna hættusvæði fyrir umferð fólks. Mér finnst samt mikilvægt að benda á mögulega hættu. Vonandi verður hættumatið endurskoðað sem fyrst, en ef illa fer þá verður ekki hægt að segja að enginn hafi séð þetta fyrir. Höfundur er umhverfisverkfræðingur.
Lokum Bláa lóninu Þann 9. desember 2019 hófst sprengigos á eyjunni Whakaari úti fyrir ströndum Nýja Sjálands. Gosið kom nokkuð á óvart og var töluvert af ferðamönnum á eyjunni. Fólkið á svæðinu hafði enga undankomuleið og alls létust 22 á eyjunni þennan dag. 3. nóvember 2023 12:01
Upplýsum ferðamenn Á heimasíðu Bláa lónsins kemur í dag fram að óvissustigi hafi verið lýst yfir vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Þar kemur einnig fram að allar byggingar á svæðinu eigi að þola jarðskjálfta. Á heimasíðunni er ekkert minnst á hættu á eldgosi. 7. nóvember 2023 09:01
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar