Ýmsar ástæður fyrir lokun en launin stóra vandamálið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2024 15:22 María Rún Hafliðadóttir er forstjóri Gleðipinna. María Rún Hafliðadóttir, forstjóri Gleðipinna sem rekur Íslensku hamborgarafabrikkuna, segir erfitt að loka veitingastað með tíu ára sögu. Launakostnaður geri veitingahúsarekstur afar erfiðan. Vísir greindi frá því í gær að Íslensku hamborgarafabrikkunni í Kringlunni hefði verið lokað. Í haust ákvað sjálfstæður rekstraraðili keðjunnar á Akureyri að endurnýja ekki leigusamning og hætta rekstri. Eftir stendur útibúið á Höfðatorgi. „Við setjum fókusinn á Höfðatorg. Flaggskipið okkar,“ segir María Rún. Hún segir ákvörðunina að loka í Kringlunni ekki hafa átt sér langan aðdraganda. „Þetta gerðist með mjög stuttum fyrirvara. En við höfum haft áhyggjur af staðnum síðan í upphafi síðasta árs,“ segir María Rún. Reksturinn hafi verið erfiður og megi rekja til ýmissa þátta. Hún nefnir afleiðingar Covid-19 faraldursins, nóróveirusýkingu sem kom upp á veitingastaðnum síðasta sumar og þá sé staðsetningin í Kringlunni ekki beint í alfaraleið. „Höfðatorgið er miklu sterkari eining. Það er betra að fókusa á einn stað.“ Til viðbótar við tvö útibú Íslensku hamborgarafabrikkunnar er Grillhúsið í leit að nýjum eigendum. Veitingahúsarekstur virðist samkvæmt þessu berjast nokkuð í bökkum. María segir launakostnaðinn stærsta bitann. Þau séu víða yfir fimmtíu prósent rekstrarkostnaðar. Þegar laun hafi verið greidd eigi eftir að kaupa inn vörur, greiða húsaleigu auk ýmiss annars kostnaðar. „Það eru allir veitingastaðir að berjast við það sama. Að halda launakostnaði í lagi til að reksturinn beri sig. Það er bara svoleiðis.“ María segir starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf en reynt verði að útvega þeim sem vilji vinnu á öðrum veitingastöðum Gleðipinna. Útibúinu á Höfðatorgi en líka Aktu taktu eða American Style. Reykjavík Veitingastaðir Kringlan Tengdar fréttir Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25 Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26 „Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. 3. janúar 2023 21:30 Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Íslensku hamborgarafabrikkunni í Kringlunni hefði verið lokað. Í haust ákvað sjálfstæður rekstraraðili keðjunnar á Akureyri að endurnýja ekki leigusamning og hætta rekstri. Eftir stendur útibúið á Höfðatorgi. „Við setjum fókusinn á Höfðatorg. Flaggskipið okkar,“ segir María Rún. Hún segir ákvörðunina að loka í Kringlunni ekki hafa átt sér langan aðdraganda. „Þetta gerðist með mjög stuttum fyrirvara. En við höfum haft áhyggjur af staðnum síðan í upphafi síðasta árs,“ segir María Rún. Reksturinn hafi verið erfiður og megi rekja til ýmissa þátta. Hún nefnir afleiðingar Covid-19 faraldursins, nóróveirusýkingu sem kom upp á veitingastaðnum síðasta sumar og þá sé staðsetningin í Kringlunni ekki beint í alfaraleið. „Höfðatorgið er miklu sterkari eining. Það er betra að fókusa á einn stað.“ Til viðbótar við tvö útibú Íslensku hamborgarafabrikkunnar er Grillhúsið í leit að nýjum eigendum. Veitingahúsarekstur virðist samkvæmt þessu berjast nokkuð í bökkum. María segir launakostnaðinn stærsta bitann. Þau séu víða yfir fimmtíu prósent rekstrarkostnaðar. Þegar laun hafi verið greidd eigi eftir að kaupa inn vörur, greiða húsaleigu auk ýmiss annars kostnaðar. „Það eru allir veitingastaðir að berjast við það sama. Að halda launakostnaði í lagi til að reksturinn beri sig. Það er bara svoleiðis.“ María segir starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf en reynt verði að útvega þeim sem vilji vinnu á öðrum veitingastöðum Gleðipinna. Útibúinu á Höfðatorgi en líka Aktu taktu eða American Style.
Reykjavík Veitingastaðir Kringlan Tengdar fréttir Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25 Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26 „Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. 3. janúar 2023 21:30 Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Hamborgarafabrikkunni skellt í lás á Akureyri Hamborgarafabrikkan hefur ákveðið að loka útibúi sínu á Akureyri. Húsaleigusamningur rennur út um áramótin sem framkvæmdastjóri veitingastaðarins segir meginástæðu lokunar. 13. desember 2023 11:25
Nóró lokaniðurstaðan og endurgreiða veikum gestum Talið er að umfangsmikil hópsýking sem upp kom hjá starfsfólki og gestum á veitingastað Hamborgarafabrikkunnar í Kringlunni hafi verið af völdum nóróveiru. Þetta er niðurstaða embættis sóttvarnalæknis en nokkuð hefur verið á reiki hvort um nóróveirusýkingu hafi verið að ræða eða bakteríu sem veldur líkum einkennum og hefur greinst í álíka hópsýkingum. 19. júlí 2023 19:26
„Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. 3. janúar 2023 21:30