Segir Ísland geta komið á óvart á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. janúar 2024 15:01 Simon Pytlick varð heimsmeistari með danska landsliðinu fyrir ári síðan og ætlar sér einnig gull á EM. EPA-EFE/Adam Warzawa Danski heimsmeistarinn Simon Pytlick segir í viðtali á vef EHF, handknattleikssambands Evrópu, að það sé skýrt markmið Dana að vinna EM í handbolta sem hefst í Þýskalandi í næstu viku. Pytlick og félagar í danska landsliðinu hafa unnið HM síðustu þrjú skipti í röð. Árangurinn á EM hefur hins vegar ekki verið eins góður, þó að liðið hafi unnið bronsverðlaun á mótinu fyrir tveimur árum, en Danir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012. Pytlick var spurður að því hvaða lið önnur en Danmörk væru mögulegir kandídatar varðandi gullverðlaunin í ár og minntist þá á að Ísland gæti komið á óvart á mótinu. „Það er ótrúlegur fjöldi liða sem gæti keppt við okkur um Evrópumeistaratitilinn. Þýskaland er stór áskorun í ár, sérstaklega þar sem liðið er á heimavelli. Eins og vanalega er Frakkland með topplið, sem og Spánn og Svíþjóð. Og ég held að Noregur sé líka í góðu formi. Svo eru alltaf lið þarna sem maður veit ekki alveg hvernig standa. Það verða örugglega einhver lið sem koma á óvart, en það er erfitt að segja hver þeirra. Kannski að Ísland gæti farið langt á þessu móti. En hin liðin sem ég nefndi eru pottþétt lið sem geta barist um gullverðlaunin,“ sagði Pytlick. Spila í sömu höll og Íslendingar Danir spila í F-riðli á EM, í sömu höll og Íslendingar eða Ólympíuhöllinni í München. Þeir byrja á að mæta Tékklandi 11. janúar, svo Grikklandi og loks Portúgal, en spila ekki á sömu dögum og íslenska liðið. Tvö lið komast upp úr hverjum riðli í milliriðla. Danir færu í milliriðil tvö og gætu því í fyrsta lagi mætt Íslandi í undanúrslitum mótsins, kæmust bæði lið þangað, en tvö efstu lið úr hvorum milliriðli komast þangað. EM erfiðara en HM Pytlick er staðráðinn í að komast alla leið á sína fyrsta Evrópumeistaramóti, líkt og hann gerði á HM fyrir ári síðan: „Ég hlakka mikið til að spila í lokakeppni EM. Ég hef heyrt frá þeim sem hafa farið á mörg mót að það sé erfiðara að spila á EM en á HM. Ég hlakka mikið til að prófa það. Markmiðið er hundrað prósent að vinna EM, um það er enginn vafi. Hins vegar gerum við okkur grein fyrir því að það er löng leið að því að standa uppi á pallinum með gull um hálsinn. Þetta verður erfið áskorun, maður þarf að hafa heppnina með sér og vera nógu góður til að fagna EM-gulli,“ sagði Pytlick. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Pytlick og félagar í danska landsliðinu hafa unnið HM síðustu þrjú skipti í röð. Árangurinn á EM hefur hins vegar ekki verið eins góður, þó að liðið hafi unnið bronsverðlaun á mótinu fyrir tveimur árum, en Danir urðu síðast Evrópumeistarar árið 2012. Pytlick var spurður að því hvaða lið önnur en Danmörk væru mögulegir kandídatar varðandi gullverðlaunin í ár og minntist þá á að Ísland gæti komið á óvart á mótinu. „Það er ótrúlegur fjöldi liða sem gæti keppt við okkur um Evrópumeistaratitilinn. Þýskaland er stór áskorun í ár, sérstaklega þar sem liðið er á heimavelli. Eins og vanalega er Frakkland með topplið, sem og Spánn og Svíþjóð. Og ég held að Noregur sé líka í góðu formi. Svo eru alltaf lið þarna sem maður veit ekki alveg hvernig standa. Það verða örugglega einhver lið sem koma á óvart, en það er erfitt að segja hver þeirra. Kannski að Ísland gæti farið langt á þessu móti. En hin liðin sem ég nefndi eru pottþétt lið sem geta barist um gullverðlaunin,“ sagði Pytlick. Spila í sömu höll og Íslendingar Danir spila í F-riðli á EM, í sömu höll og Íslendingar eða Ólympíuhöllinni í München. Þeir byrja á að mæta Tékklandi 11. janúar, svo Grikklandi og loks Portúgal, en spila ekki á sömu dögum og íslenska liðið. Tvö lið komast upp úr hverjum riðli í milliriðla. Danir færu í milliriðil tvö og gætu því í fyrsta lagi mætt Íslandi í undanúrslitum mótsins, kæmust bæði lið þangað, en tvö efstu lið úr hvorum milliriðli komast þangað. EM erfiðara en HM Pytlick er staðráðinn í að komast alla leið á sína fyrsta Evrópumeistaramóti, líkt og hann gerði á HM fyrir ári síðan: „Ég hlakka mikið til að spila í lokakeppni EM. Ég hef heyrt frá þeim sem hafa farið á mörg mót að það sé erfiðara að spila á EM en á HM. Ég hlakka mikið til að prófa það. Markmiðið er hundrað prósent að vinna EM, um það er enginn vafi. Hins vegar gerum við okkur grein fyrir því að það er löng leið að því að standa uppi á pallinum með gull um hálsinn. Þetta verður erfið áskorun, maður þarf að hafa heppnina með sér og vera nógu góður til að fagna EM-gulli,“ sagði Pytlick.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira