Viðskipti innlent

Tekur við sem fram­kvæmda­stjóri Mý­vatns­stofu

Atli Ísleifsson skrifar
Úlla Árdal.
Úlla Árdal. Aðsend

Úlla Árdal hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Mývatnsstofu og hefur hún þegar hafið störf.

Frá þessu greinir í tilkynningu en Mývatnsstofa er samnefnari atvinnu- og mannlífs í Þingeyjarsveit og sinnir markaðssetningu, upplýsingaöflun og miðlun, hagsmunagæslu og umræðuvöktun á svæðinu. 

Um Úllu segir að hún er margmiðlunarfræðingur frá Margmiðlunarskólanum og digital compositor frá Campus i12 í Svíþjóð. Hún hafi sinnt stöðu markaðs- og þróunarstjóra Mývatnsstofu síðustu þrjú árin en þar áður starfaði Úlla sem fréttamaður RÚV á Norðurlandi og á sjónvarpsstöðinni N4.

„Úlla mun sjá um daglegan rekstur Mývatnsstofu og markaðssetningu Þingeyjarsveitar til innlendra og erlendra ferðamanna ásamt því að fylgja eftir þeim verkefnum sem styðja við hvers konar uppbyggingu í sveitarfélaginu. Þá heldur Mývatnsstofa úti öflugu viðburðastarfi s.s. Vetrarhátíð við Mývatn, Mývatnsmaraþon og Jólasveinarnir í Dimmuborgum,“ segir í tilkynningunni.

Eitt af markmiðum Mývatnsstofu er að styrkja jaðartíma ferðaþjónustu á svæðinu, auka þar af leiðandi þjónustustörf og stuðla þannig að fjölgun atvinnutækifæra á heilsárs grundvelli.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×