Viðskipti innlent

Ráðnir fram­kvæmda­stjórar hjá Wise

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnar Már Magnússon og Stefán Þór Stefánsson.
Ragnar Már Magnússon og Stefán Þór Stefánsson. Aðsend

Upplýsingatæknifyrirtækið Wise hefur tilkynnt um breytingar á framkvæmdastjórn en fyrirtækið hefur ráðið Ragnar Má Magnússon inn sem framkvæmdastjóra ráðgjafasviðs.

Á sama tíma tekur Stefán Þór Stefánsson að sér nýtt hlutverk innan Wise og verður framkvæmdastjóri nýstofnaðs sölu- og markaðssviðs þar sem hann mun meðal annars halda utan um alla erlenda sölu og stýra verkefnum tengdum samstarfsaðilum Wise.

Í tilkynningu kemur fram að Ragnar hafi yfir tuttugu ára reynslu á sviði upplýsingatækni og meðal annars byggt upp greiningardeildir, stýrt hugbúnaðarþróun og leitt stafræn umbreytingarverkefni. 

„Á meðal fyrirtækja sem Ragnar hefur áður starfað hjá eru Össur og Advania. 

Ragnar er með meistaragráðu í stjórnun með áherslu á þjónandi forystu frá Háskólanum á Bifröst ásamt því að vera með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×