Viðskipti innlent

Stefán nýr fram­kvæmda­stjóri hjá Seðla­bankanum

Atli Ísleifsson skrifar
Stefán Guðjohnsen.
Stefán Guðjohnsen. Seðlabankinn

Stefán Guðjohnsen hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs Seðlabanka Íslands en staðan var auglýst laus til umsóknar í nóvember.

Sagt er frá ráðningunni á vef Seðlabankans, en Stefán hefur frá árinu 2005 starfað sem framkvæmdastjóri Cisco á Íslandi. 

„Þar áður var hann forstöðumaður upplýsingatækni Air Atlanta Icelandic og rekstrarstjóri Borgarnets hjá Línu.net.

Stefán er með A.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík, B.Sc. í tölvuverkfræði frá CSU Chico USA og MPM í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík,“ segir á vef Seðlabankans. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×