42 ára gamall sonur Íslendinga í EM-hópi Dana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2023 08:30 Hans Óttar Lindberg er markahæsti leikmaðurinn í sögu þýsku bundesligunnar. Getty/City-Press Íslenski Daninn Hans Óttar Lindberg er á leiðinni á enn eitt stórmótið með danska landsliðinu í handbolta en hann er í EM-hópi Nikolaj Jacobsen sem tilkynntur var í gær. Jacobsen valdi nítján leikmenn í hópinn fyrir Evrópumótið í janúar en sextán leikmenn eru á skýrslu í hverjum leik. Tveir aðrir örvhentir hornamenn eru í hópnum eða þeir Johan Hansen og Niclas Kirkeløkke. Í hópnum eru auðvitað hetjur eins og Niklas Landin, Mikkel Hansen og Mathias Gidsel en danska landsliðið hefur unnið þrenn gullverðlaun og alls fimm verðlaun á síðustu sex stórmótum. Danska liðið hefur hins vegar ekki orðið Evrópumeistari í meira en tíu ár eða síðan liðið vann EM 2012. Það er ljóst á öllu að það eru engir aldursfordómar hjá danska landsliðsþjálfaranum. Lindberg er fæddur árið 1981 og heldur því upp á 43 ára afmælið sitt á næsta ári. Þetta verður nítjánda stórmót Lindberg með danska landsliðinu þar níunda Evrópumótið hans. Lindberg spilar í þýsku deildinni með Füchse Berlin og er nú ellefti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 84 mörk í 15 leikjum. Hann hefur spilað með Füchse frá árinu 2016 í sumar fer hann aftur heim til Danmerkur og spilar með HØJ Elite á næstu leiktíð. Hann sló í vor markamet Suður-Kóreumannsins Yoon Kyung-shin í þýsku bundesligunni og bætir nú við metið í hverjum leik. Á dögunum varð hann sá fyrsti til að skora þrjú þúsund mörk í bestu deild í heimi. Lindberg á íslenska foreldra en hann fékk að velja hvort hann vildi vera skráður sem Íslendingur eða fá löglegt danskt ríkisfang. Foreldrar Hans eru Sigríður Guðjónsdóttir og Tómas Erling Lindberg Hansson, bæði úr Hafnarfirði. Faðir hans á þó færeyska foreldra og þaðan er ættarnafnið komið. „Foreldrar mínir þrýstu aldrei á mig og sögðu að ég mætti velja sjálfur. Þau sögðu mér að það væru ýmsir kostir við það að vera Íslendingur, til dæmis að fá bílprófið sautján ára. En ég er Dani og þess vegna valdi ég það. Foreldrar mínir studdu mína ákvörðun," sagði Hans Óttar Lindberg í viðtali við Vísi á sínum tíma. Hann hefur spilað með danska landsliðinu frá 2003 eða í meira en tvo áratugi. Fyrsta stórmót hans var HM í Þýskalandi 2007. Hann hefur orðið bæði heimsmeistari og Evrópumeistari með danska landsliðinu og alls unnið níu stórmótaverðlaun þar af fern gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Hans Lindberg er eins og er annar leikjahæstur (289) og fimmti markahæstur (784) í sögu danska landsliðsins. Danski EM-hópurinn: Markmenn Niklas Landin, Aalborg Håndbold Emil Nielsen, FC Barcelona Hornamenn Magnus Landin, THW Kiel Emil Jakobsen, Flensburg-Handewitt Hans Lindberg, Füchse Berlin Johan Hansen, Flensburg-Handewitt Niclas Kirkeløkke, Rhein-Neckar Löwen Línumenn Magnus Saugstrup, Magdeburg Simon Hald, Aalborg Håndbold Lukas Jørgensen, Flensburg-Handewitt Skyttur og leikstjórnendur Mikkel Hansen, Aalborg Håndbold Simon Pytlick, Flensburg-Handewitt Rasmus Lauge, Bjerringbro-Silkeborg Mads Mensah Larsen, Flensburg-Handewitt Aaron Mensing, GOG Michael Damgaard, Magdeburg Mathias Gidsel, Füchse Berlin Emil Madsen, GOG Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold View this post on Instagram A post shared by LIQUI MOLY HBL (@liquimoly_hbl) EM 2024 í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Jacobsen valdi nítján leikmenn í hópinn fyrir Evrópumótið í janúar en sextán leikmenn eru á skýrslu í hverjum leik. Tveir aðrir örvhentir hornamenn eru í hópnum eða þeir Johan Hansen og Niclas Kirkeløkke. Í hópnum eru auðvitað hetjur eins og Niklas Landin, Mikkel Hansen og Mathias Gidsel en danska landsliðið hefur unnið þrenn gullverðlaun og alls fimm verðlaun á síðustu sex stórmótum. Danska liðið hefur hins vegar ekki orðið Evrópumeistari í meira en tíu ár eða síðan liðið vann EM 2012. Það er ljóst á öllu að það eru engir aldursfordómar hjá danska landsliðsþjálfaranum. Lindberg er fæddur árið 1981 og heldur því upp á 43 ára afmælið sitt á næsta ári. Þetta verður nítjánda stórmót Lindberg með danska landsliðinu þar níunda Evrópumótið hans. Lindberg spilar í þýsku deildinni með Füchse Berlin og er nú ellefti markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar með 84 mörk í 15 leikjum. Hann hefur spilað með Füchse frá árinu 2016 í sumar fer hann aftur heim til Danmerkur og spilar með HØJ Elite á næstu leiktíð. Hann sló í vor markamet Suður-Kóreumannsins Yoon Kyung-shin í þýsku bundesligunni og bætir nú við metið í hverjum leik. Á dögunum varð hann sá fyrsti til að skora þrjú þúsund mörk í bestu deild í heimi. Lindberg á íslenska foreldra en hann fékk að velja hvort hann vildi vera skráður sem Íslendingur eða fá löglegt danskt ríkisfang. Foreldrar Hans eru Sigríður Guðjónsdóttir og Tómas Erling Lindberg Hansson, bæði úr Hafnarfirði. Faðir hans á þó færeyska foreldra og þaðan er ættarnafnið komið. „Foreldrar mínir þrýstu aldrei á mig og sögðu að ég mætti velja sjálfur. Þau sögðu mér að það væru ýmsir kostir við það að vera Íslendingur, til dæmis að fá bílprófið sautján ára. En ég er Dani og þess vegna valdi ég það. Foreldrar mínir studdu mína ákvörðun," sagði Hans Óttar Lindberg í viðtali við Vísi á sínum tíma. Hann hefur spilað með danska landsliðinu frá 2003 eða í meira en tvo áratugi. Fyrsta stórmót hans var HM í Þýskalandi 2007. Hann hefur orðið bæði heimsmeistari og Evrópumeistari með danska landsliðinu og alls unnið níu stórmótaverðlaun þar af fern gullverðlaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Hans Lindberg er eins og er annar leikjahæstur (289) og fimmti markahæstur (784) í sögu danska landsliðsins. Danski EM-hópurinn: Markmenn Niklas Landin, Aalborg Håndbold Emil Nielsen, FC Barcelona Hornamenn Magnus Landin, THW Kiel Emil Jakobsen, Flensburg-Handewitt Hans Lindberg, Füchse Berlin Johan Hansen, Flensburg-Handewitt Niclas Kirkeløkke, Rhein-Neckar Löwen Línumenn Magnus Saugstrup, Magdeburg Simon Hald, Aalborg Håndbold Lukas Jørgensen, Flensburg-Handewitt Skyttur og leikstjórnendur Mikkel Hansen, Aalborg Håndbold Simon Pytlick, Flensburg-Handewitt Rasmus Lauge, Bjerringbro-Silkeborg Mads Mensah Larsen, Flensburg-Handewitt Aaron Mensing, GOG Michael Damgaard, Magdeburg Mathias Gidsel, Füchse Berlin Emil Madsen, GOG Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold View this post on Instagram A post shared by LIQUI MOLY HBL (@liquimoly_hbl)
Danski EM-hópurinn: Markmenn Niklas Landin, Aalborg Håndbold Emil Nielsen, FC Barcelona Hornamenn Magnus Landin, THW Kiel Emil Jakobsen, Flensburg-Handewitt Hans Lindberg, Füchse Berlin Johan Hansen, Flensburg-Handewitt Niclas Kirkeløkke, Rhein-Neckar Löwen Línumenn Magnus Saugstrup, Magdeburg Simon Hald, Aalborg Håndbold Lukas Jørgensen, Flensburg-Handewitt Skyttur og leikstjórnendur Mikkel Hansen, Aalborg Håndbold Simon Pytlick, Flensburg-Handewitt Rasmus Lauge, Bjerringbro-Silkeborg Mads Mensah Larsen, Flensburg-Handewitt Aaron Mensing, GOG Michael Damgaard, Magdeburg Mathias Gidsel, Füchse Berlin Emil Madsen, GOG Henrik Møllgaard, Aalborg Håndbold
EM 2024 í handbolta Þýski handboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira