atNorth mun opna tíunda gagnaver sitt í Finnlandi 2025 Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2023 10:49 Fyrirtækið atNorth rekur sjö gagnaver á Norðurlöndum, þar af þrjú á Íslandi. Fram undan er svo opnun nýrra gagnavera í Helsinki í Finnlandi og svo í Danmörku á þriðja og fjórða ársfjórðungi 2024, auk þess sem tíunda gagnaverið í Kouvola í Finnlandi verður tekið í notkun 2025. atNorth Félagið atNorth mun opna nýtt gagnaver í finnsku borginni Kouvola á seinni helmingi árs 2025. Í tilkynningu segir að gagnaverið, FIN04, verði tíunda gagnaver atNorth á Norðurlöndum og það fjórða í Finnlandi. Bygging versins er í samræmi við bæði vaxtar- og umhverfisstefnu atNorth með áherslu á endurnýtingu varma frá rekstri versins þannig að hann nýtist til húshitunar og annarra verkefna í nærsamfélaginu um leið og dregið er úr kolefnisspori þeirra sem nýta varmann. „Gert er ráð fyrir að fjárfesting í fullbyggðu gagnaveri á svæðinu nemi allt að tveimur milljörðum evra, eða sem svarar til ríflega 300 milljarða íslenskra króna. Í fyrsta áfanga verður orkuþörf FIN04 60 megavött (MW) en orkuþörfin mun hlaupa á nokkur hundruð megavöttum að framkvæmdum loknum. Gagnaverið kemur til með að sinna fjölbreyttum hópi viðskiptavina, svo sem alþjóðlegum fyritækjum sem reiða sig á ofurtölvuútreikninga, MSP- og framtaksfyrirtækjum, stærri fjármálafyrirtækjum, internetrisum og fyrirtækjum sem stunda flóknari rannsóknir vegna framleiðslu sinnar og gervigreind (AI) , auk stærstu upplýsingatækniþjónustufyrirtækja heims,“ segir í tilkynningunni. Endurnýta varma til húshitunar Haft er eftir Eyjólfi Magnúsi Kristinssyni, forstjóra atNorth, að staðsetningin í Kouvola styðji vöxt atNorth og hjálpi félaginu að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir ofurtölvuþjónustu. Svæðið sé sömuleiðis valið með tilliti til stefnu félagsins að endurnýta varma frá starfseminni þannig að það komi nærsamfélaginu til góða. „Þau fyrirtæki sem við eigum í viðræðum við sjá augljósan ávinning í því að flytja starfsemi til Norðurlandanna til lágmarka kolefnisspor gagnavinnslu sinnar. Á Norðurlöndum erum við áfram í fararbroddi uppbyggingar gagnaversinnviða sem standast kröfur framtíðarinnar. Þar eru líka kjöraðstæður til þess konar uppbyggingar, með því að til staðar eru allir innviðir og stuðningur við sjálfbærni um leið og loftslag hjálpar til við að draga úr kostnaði við reksturinn.“ Kouvola er í suðaustur Finnlandi, um 139 km norðaustur af Helsinki, við bakka árinnar Kymi. „Þar búa um 81 þúsund manns, en svæðið er þekkt fyrir sjálfbærnistefnu sína. Borgin stuðlar að hringrásarhagkerfi í allri sinni innviðahönnun og arkitektúr, í samræmi við þarfir nærsamfélagsins, fyrirtækja og íbúa. Endurnýting varma frá starfsemi FIN04 verður unnin í nánu samstarfi við Kouvola og orkufyrirtækið KSS Energia. Bygging FIN04 gagnaversins kemur í kjölfar nýlegra kaupa atNorth á tveimur gagnaverum og framkvæmda við gerð þess þriðja í Finnlandi, auk fyrirhugaðrar uppbyggingar á 30MW gagnaveri í Danmörku sem hefja á starfsemi í lok árs 2024. Á þessu ári lauk fyrirtækið einnig við kaup á Gompute, og bætti með því ofurtölvuskýjalausn við þjónustuframboð sitt auk viðbótaraðstöðu í Svíþjóð,“ segir í tilkynningu atNorth. Finnland Orkumál Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Í tilkynningu segir að gagnaverið, FIN04, verði tíunda gagnaver atNorth á Norðurlöndum og það fjórða í Finnlandi. Bygging versins er í samræmi við bæði vaxtar- og umhverfisstefnu atNorth með áherslu á endurnýtingu varma frá rekstri versins þannig að hann nýtist til húshitunar og annarra verkefna í nærsamfélaginu um leið og dregið er úr kolefnisspori þeirra sem nýta varmann. „Gert er ráð fyrir að fjárfesting í fullbyggðu gagnaveri á svæðinu nemi allt að tveimur milljörðum evra, eða sem svarar til ríflega 300 milljarða íslenskra króna. Í fyrsta áfanga verður orkuþörf FIN04 60 megavött (MW) en orkuþörfin mun hlaupa á nokkur hundruð megavöttum að framkvæmdum loknum. Gagnaverið kemur til með að sinna fjölbreyttum hópi viðskiptavina, svo sem alþjóðlegum fyritækjum sem reiða sig á ofurtölvuútreikninga, MSP- og framtaksfyrirtækjum, stærri fjármálafyrirtækjum, internetrisum og fyrirtækjum sem stunda flóknari rannsóknir vegna framleiðslu sinnar og gervigreind (AI) , auk stærstu upplýsingatækniþjónustufyrirtækja heims,“ segir í tilkynningunni. Endurnýta varma til húshitunar Haft er eftir Eyjólfi Magnúsi Kristinssyni, forstjóra atNorth, að staðsetningin í Kouvola styðji vöxt atNorth og hjálpi félaginu að mæta ört vaxandi eftirspurn eftir ofurtölvuþjónustu. Svæðið sé sömuleiðis valið með tilliti til stefnu félagsins að endurnýta varma frá starfseminni þannig að það komi nærsamfélaginu til góða. „Þau fyrirtæki sem við eigum í viðræðum við sjá augljósan ávinning í því að flytja starfsemi til Norðurlandanna til lágmarka kolefnisspor gagnavinnslu sinnar. Á Norðurlöndum erum við áfram í fararbroddi uppbyggingar gagnaversinnviða sem standast kröfur framtíðarinnar. Þar eru líka kjöraðstæður til þess konar uppbyggingar, með því að til staðar eru allir innviðir og stuðningur við sjálfbærni um leið og loftslag hjálpar til við að draga úr kostnaði við reksturinn.“ Kouvola er í suðaustur Finnlandi, um 139 km norðaustur af Helsinki, við bakka árinnar Kymi. „Þar búa um 81 þúsund manns, en svæðið er þekkt fyrir sjálfbærnistefnu sína. Borgin stuðlar að hringrásarhagkerfi í allri sinni innviðahönnun og arkitektúr, í samræmi við þarfir nærsamfélagsins, fyrirtækja og íbúa. Endurnýting varma frá starfsemi FIN04 verður unnin í nánu samstarfi við Kouvola og orkufyrirtækið KSS Energia. Bygging FIN04 gagnaversins kemur í kjölfar nýlegra kaupa atNorth á tveimur gagnaverum og framkvæmda við gerð þess þriðja í Finnlandi, auk fyrirhugaðrar uppbyggingar á 30MW gagnaveri í Danmörku sem hefja á starfsemi í lok árs 2024. Á þessu ári lauk fyrirtækið einnig við kaup á Gompute, og bætti með því ofurtölvuskýjalausn við þjónustuframboð sitt auk viðbótaraðstöðu í Svíþjóð,“ segir í tilkynningu atNorth.
Finnland Orkumál Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira