Framleiðsla á rifostum slær öll met á Sauðárkróki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. desember 2023 20:30 Framleiðslan af rifostum verður tæplega tvö þúsund tonn þegar árið er liðið hjá MS á Sauðárkróki ef allt gengur eftir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framleiðsla á rifostum hjá Mjólkursamsölunni á Sauðárkróki hefur slegið öll met í ár en framleiðslan verður tæplega tvö þúsund tonn þegar árið er liðið. Osturinn fer meira og minna ofan á pizzur landsmanna. Rifostadeildin í mjólkurstöðinni eins og hún er alltaf kölluð af heimamönnum hefur verið starfrækt frá því í 2009 en hún var áður til húsa hjá Osta- og smjörsölunni í Reykjavík. Í deildinni á Sauðárkróki er framleiddur nánast allur rifostur í landinu, bæði fyrir smásölumarkaðinn og til veitingahúsa. „Þetta verður svona átján hundruð til átján hundruð og fimmtíu tonn á þessu ári og það hefur verið stöðug aukning frá byrjun. Það er rosalega mikið en það hefur verið svona 70 til 80 tonna aukning á hverju ári hjá okkur,” segir Jón Þór Jósepsson, framleiðslustjóri hjá MS á Sauðárkróki. „Þetta magn segir dálítið til um hvernig neysluhefð okkar Íslendinga er pínu að breytast. Neysla á pizzum hefur stóraukist og svo framvegis,” bætir Jón Þór við. Jón Þór Jósepsson, framleiðslustjóri hjá MS á Sauðárkróki, sem er að gera góða hluti með sínu fólki á starfsstöð MS á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig osta er Jón Þór og hans starfsfólk að nota í rifostana? „Það er notað í þetta að svona stærstum hluta pizza moserella frá Egilsstöðum, bæði 17% og 21 og svo erum við að blanda saman við þetta ostum, sem við framleiðum hérna sjálfir.” Og Jón Þór er bjartsýnn með sölu á rifostunum og öðrum ostum á nýju ári, sem framleiddir eru á Sauðárkróki. „Það verður bara áfram uppgangur í ostunum, já, já, það er það. Það er söluaukning, við erum náttúrulega með mikið af ferðamönnum í landinu og það þarf að sinna þeim. Þannig að ég sé ekkert fram á annað en að það verði mikill uppgangur.” Í deildinni á Sauðárkróki er framleiddur nánast allur rifostur í landinu, bæði fyrir smásölumarkaðinn og til veitingahúsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skagafjörður Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Rifostadeildin í mjólkurstöðinni eins og hún er alltaf kölluð af heimamönnum hefur verið starfrækt frá því í 2009 en hún var áður til húsa hjá Osta- og smjörsölunni í Reykjavík. Í deildinni á Sauðárkróki er framleiddur nánast allur rifostur í landinu, bæði fyrir smásölumarkaðinn og til veitingahúsa. „Þetta verður svona átján hundruð til átján hundruð og fimmtíu tonn á þessu ári og það hefur verið stöðug aukning frá byrjun. Það er rosalega mikið en það hefur verið svona 70 til 80 tonna aukning á hverju ári hjá okkur,” segir Jón Þór Jósepsson, framleiðslustjóri hjá MS á Sauðárkróki. „Þetta magn segir dálítið til um hvernig neysluhefð okkar Íslendinga er pínu að breytast. Neysla á pizzum hefur stóraukist og svo framvegis,” bætir Jón Þór við. Jón Þór Jósepsson, framleiðslustjóri hjá MS á Sauðárkróki, sem er að gera góða hluti með sínu fólki á starfsstöð MS á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig osta er Jón Þór og hans starfsfólk að nota í rifostana? „Það er notað í þetta að svona stærstum hluta pizza moserella frá Egilsstöðum, bæði 17% og 21 og svo erum við að blanda saman við þetta ostum, sem við framleiðum hérna sjálfir.” Og Jón Þór er bjartsýnn með sölu á rifostunum og öðrum ostum á nýju ári, sem framleiddir eru á Sauðárkróki. „Það verður bara áfram uppgangur í ostunum, já, já, það er það. Það er söluaukning, við erum náttúrulega með mikið af ferðamönnum í landinu og það þarf að sinna þeim. Þannig að ég sé ekkert fram á annað en að það verði mikill uppgangur.” Í deildinni á Sauðárkróki er framleiddur nánast allur rifostur í landinu, bæði fyrir smásölumarkaðinn og til veitingahúsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skagafjörður Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira