Allir starfsmennirnir fá milljón í jólabónus Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. desember 2023 18:19 Pratik Kumar stofnaði App Dynamic árið 2011 en góður gangur hefur verið á fyrirtækinu undanfarin ár. App Dynamic Íslenska tækni- og hugbúnaðarfyrirtækið App Dynamic hyggst greiða öllum starfsmönnum sínum milljón krónur í jólabónus þetta árið. Ólíklegt má telja að nokkurt annað íslenskt fyrirtæki toppi þessa vænu jólagjöf. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá jólabónus App Dynamic. Velta fyrirtækisins nam 1,4 milljarði árið 2022 og var hagnaður um 585 milljónir króna. Í nýlegri frétt VB kom fram að tíu ársverk voru unnin í fyrra og fyrir það greiddar 129 milljónir króna sem svarar til rúmlega 1,1 milljón króna í laun. App Dynamic tók skrefið frá hugbúnaðarfyrirtæki yfir í tæknifyrirtæki á árinu þegar það hannaði sinn eigin vélbúnað frá grunni í fyrsta sinn fyrir komandi flaggskip sitt, AirServer Connect 3. Sonur verksmiðjueigenda heillaðist af Íslandi Pratik Kumar, framkvæmdastjóri App Dynamic, stofnaði fyrirtækið árið 2011. Fyrirtækið var fyrst með aðstöðu í nítjándu hæð turnsins á Smáratorgi en er í dag til húsa í Katrínartúni 2, betur þekkt sem Höfðatorg. Pratik er af indversku bergi brotinn og kom til Íslands árið 1999, aðeins 22 ára gamall. Í viðtali við Vísi árið 2011 lýsti hann því hvernig hann endaði hér á landi. „Eins og allir Indverjar vildi ég reyna fyrir mér í Bandaríkjunum. Foreldrar mínir áttu nokkrar verksmiðjur í Nýju-Delí og hjá þeim starfa 150 manns. Mig skorti ekkert og ég þurfti ekki að fara. En eftir háskólanám í verkfræði langaði mig ekki til að vinna fyrir föður minn og framleiða íhluti fyrir bíla. Mér fannst menntunin nýtast á öðrum vettvangi og ákvað að reyna fyrir mér annars staðar,“ sagði Pratik í viðtalinu. Hann skráði sig í skiptinemaprógram sem gerði honum kleift að velja úr nokkrum löndum. Ísland varð fyrir valinu og þegar hann kom til landsins bauðst honum að vinna hjá tölvufyrirtækinu Oz, þá eitt mest spennandi tæknifyrirtæki landsins. Pratik ílengdist á Íslandi, er með íslenskan ríkisborgararétt og hefur stofnað til fjölskyldu. Eftir að hafa unnið hjá Arion banka ákvað hann að slá til og stofna App Dynamic og árangurinn lét ekki á sér standa. Eins og hann orðaði það í viðtalinu 2011: „Bandaríkin heilla ekki lengur.“ Tækni Jól Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Alltaf þörf á góðum forritum „Hugbúnaðurinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli enda var mikil þörf á honum. Við fáum nú tíu þúsund heimsóknir á vefsíðu okkar á dag í stað sjötíu,“ segir Pratik Kumar, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. Pratik hefur verið búsettur hér í meira en áratug, hóf störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oz og er íslenskur ríkisborgari. 12. maí 2011 05:00 Vill hjálpa fólki að auðgast Forsvarsmenn tölvuleikjafyrirtækja sem búa til forrit fyrir Apple-vörur eiga ekki að eyða tíma sínum í að búa til forrit sem seljast lítið eða ekkert og gera síðan allt til að fá viðtal við sig í fjölmiðlum og láta eins og leikurinn sé að gera það gott,“ segir Pratik Kumar, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. 21. apríl 2011 04:15 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Viðskiptablaðið greindi fyrst frá jólabónus App Dynamic. Velta fyrirtækisins nam 1,4 milljarði árið 2022 og var hagnaður um 585 milljónir króna. Í nýlegri frétt VB kom fram að tíu ársverk voru unnin í fyrra og fyrir það greiddar 129 milljónir króna sem svarar til rúmlega 1,1 milljón króna í laun. App Dynamic tók skrefið frá hugbúnaðarfyrirtæki yfir í tæknifyrirtæki á árinu þegar það hannaði sinn eigin vélbúnað frá grunni í fyrsta sinn fyrir komandi flaggskip sitt, AirServer Connect 3. Sonur verksmiðjueigenda heillaðist af Íslandi Pratik Kumar, framkvæmdastjóri App Dynamic, stofnaði fyrirtækið árið 2011. Fyrirtækið var fyrst með aðstöðu í nítjándu hæð turnsins á Smáratorgi en er í dag til húsa í Katrínartúni 2, betur þekkt sem Höfðatorg. Pratik er af indversku bergi brotinn og kom til Íslands árið 1999, aðeins 22 ára gamall. Í viðtali við Vísi árið 2011 lýsti hann því hvernig hann endaði hér á landi. „Eins og allir Indverjar vildi ég reyna fyrir mér í Bandaríkjunum. Foreldrar mínir áttu nokkrar verksmiðjur í Nýju-Delí og hjá þeim starfa 150 manns. Mig skorti ekkert og ég þurfti ekki að fara. En eftir háskólanám í verkfræði langaði mig ekki til að vinna fyrir föður minn og framleiða íhluti fyrir bíla. Mér fannst menntunin nýtast á öðrum vettvangi og ákvað að reyna fyrir mér annars staðar,“ sagði Pratik í viðtalinu. Hann skráði sig í skiptinemaprógram sem gerði honum kleift að velja úr nokkrum löndum. Ísland varð fyrir valinu og þegar hann kom til landsins bauðst honum að vinna hjá tölvufyrirtækinu Oz, þá eitt mest spennandi tæknifyrirtæki landsins. Pratik ílengdist á Íslandi, er með íslenskan ríkisborgararétt og hefur stofnað til fjölskyldu. Eftir að hafa unnið hjá Arion banka ákvað hann að slá til og stofna App Dynamic og árangurinn lét ekki á sér standa. Eins og hann orðaði það í viðtalinu 2011: „Bandaríkin heilla ekki lengur.“
Tækni Jól Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Alltaf þörf á góðum forritum „Hugbúnaðurinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli enda var mikil þörf á honum. Við fáum nú tíu þúsund heimsóknir á vefsíðu okkar á dag í stað sjötíu,“ segir Pratik Kumar, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. Pratik hefur verið búsettur hér í meira en áratug, hóf störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oz og er íslenskur ríkisborgari. 12. maí 2011 05:00 Vill hjálpa fólki að auðgast Forsvarsmenn tölvuleikjafyrirtækja sem búa til forrit fyrir Apple-vörur eiga ekki að eyða tíma sínum í að búa til forrit sem seljast lítið eða ekkert og gera síðan allt til að fá viðtal við sig í fjölmiðlum og láta eins og leikurinn sé að gera það gott,“ segir Pratik Kumar, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. 21. apríl 2011 04:15 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Alltaf þörf á góðum forritum „Hugbúnaðurinn hefur vakið gríðarlega mikla athygli enda var mikil þörf á honum. Við fáum nú tíu þúsund heimsóknir á vefsíðu okkar á dag í stað sjötíu,“ segir Pratik Kumar, stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. Pratik hefur verið búsettur hér í meira en áratug, hóf störf hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Oz og er íslenskur ríkisborgari. 12. maí 2011 05:00
Vill hjálpa fólki að auðgast Forsvarsmenn tölvuleikjafyrirtækja sem búa til forrit fyrir Apple-vörur eiga ekki að eyða tíma sínum í að búa til forrit sem seljast lítið eða ekkert og gera síðan allt til að fá viðtal við sig í fjölmiðlum og láta eins og leikurinn sé að gera það gott,“ segir Pratik Kumar, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins App Dynamic. 21. apríl 2011 04:15