App Dynamic flytur upp á nítjándu hæð Turnsins Haraldur Guðmundsson skrifar 9. apríl 2014 07:00 Pratik Kumar stofnaði App Dynamic árið 2011. Vísir/Valli Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið App Dynamic hefur samið við Eik fasteignafélag um leigu á hluta nítjándu hæðar Turnsins í Kópavogi þar sem veitingastaðurinn Turninn nítjánda var áður. „Fyrirtækið er að stækka og húsnæðið mun gera okkur kleift að bæta við starfsfólki,“ segir Pratik Kumar, framkvæmdastjóri og stofnandi App Dynamic. Fyrirtækið var stofnað árið 2011 og hefur síðan þá þróað ýmis snjallforrit fyrir vefverslun Apple, App Store. Vinsælasta vara fyrirtækisins heitir AirServer en um ein og hálf milljón manna notar forritið á hverjum degi. Það gerir notendum kleift að streyma tónlist, myndbönd eða öðru efni úr Apple og PC-tölvum í þráðlaus tæki sem nota iOS-stýrikerfi Apple, eins og Ipad og Iphone. Einnig er hægt að snúa dæminu við og skoða gögn úr spjaldtölvum og símum Apple í hefðbundnum tölvum. AirServer hefur fengið jákvæða umfjöllun í erlendum miðlum á borð við Wall Street Journal, Macworld og Wired. Netmiðillinn TUAW, sem fjallar um vörur og forrit fyrir tæki Apple, valdi nýjustu útgáfu hugbúnaðarins, AirServer 5.0, sem eitt af tíu bestu snjallforritum síðasta árs. Bandarísku háskólarnir MIT, Harvard og Stanford eru að sögn Pratiks á meðal viðskiptavina fyrirtækisins. „Við erum enn að þróa vörur fyrir Apple en AirServer er nú okkar langvinsælasta vara en það er forrit sem þarf að greiða sérstaklega fyrir og er ekki selt í vefverslun Apple. Vinsældirnar eru slíkar að við þurfum nú að stækka og nú höfum við pláss til að bæta við fólki.“ Tólf manns starfa nú á skrifstofu fyrirtækisins í Hlíðarsmára í Kópavogi en stefnt er að flutningum í Turninn fyrir maílok. „Við höfum auglýst eftir fólki í dagblöðum en við erum mjög kröfuhörð enda er þetta mjög flókin tækni. Við þurfum mjög hæfa forritara en því miður höfum við verið í vandræðum með að finna þá hér á landi,“ segir Pratik. Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið App Dynamic hefur samið við Eik fasteignafélag um leigu á hluta nítjándu hæðar Turnsins í Kópavogi þar sem veitingastaðurinn Turninn nítjánda var áður. „Fyrirtækið er að stækka og húsnæðið mun gera okkur kleift að bæta við starfsfólki,“ segir Pratik Kumar, framkvæmdastjóri og stofnandi App Dynamic. Fyrirtækið var stofnað árið 2011 og hefur síðan þá þróað ýmis snjallforrit fyrir vefverslun Apple, App Store. Vinsælasta vara fyrirtækisins heitir AirServer en um ein og hálf milljón manna notar forritið á hverjum degi. Það gerir notendum kleift að streyma tónlist, myndbönd eða öðru efni úr Apple og PC-tölvum í þráðlaus tæki sem nota iOS-stýrikerfi Apple, eins og Ipad og Iphone. Einnig er hægt að snúa dæminu við og skoða gögn úr spjaldtölvum og símum Apple í hefðbundnum tölvum. AirServer hefur fengið jákvæða umfjöllun í erlendum miðlum á borð við Wall Street Journal, Macworld og Wired. Netmiðillinn TUAW, sem fjallar um vörur og forrit fyrir tæki Apple, valdi nýjustu útgáfu hugbúnaðarins, AirServer 5.0, sem eitt af tíu bestu snjallforritum síðasta árs. Bandarísku háskólarnir MIT, Harvard og Stanford eru að sögn Pratiks á meðal viðskiptavina fyrirtækisins. „Við erum enn að þróa vörur fyrir Apple en AirServer er nú okkar langvinsælasta vara en það er forrit sem þarf að greiða sérstaklega fyrir og er ekki selt í vefverslun Apple. Vinsældirnar eru slíkar að við þurfum nú að stækka og nú höfum við pláss til að bæta við fólki.“ Tólf manns starfa nú á skrifstofu fyrirtækisins í Hlíðarsmára í Kópavogi en stefnt er að flutningum í Turninn fyrir maílok. „Við höfum auglýst eftir fólki í dagblöðum en við erum mjög kröfuhörð enda er þetta mjög flókin tækni. Við þurfum mjög hæfa forritara en því miður höfum við verið í vandræðum með að finna þá hér á landi,“ segir Pratik.
Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira