Viðskipti innlent

Kemur til Heimkaupa frá Krónunni

Atli Ísleifsson skrifar
Lára Björg Ágústsdóttir.
Lára Björg Ágústsdóttir. Heimkaup

Lára Björg Ágústsdóttir hefur verið ráðin sem vöruflokkastjóri hjá Heimkaupum og hefur þegar hafið störf. Hún kemur til félagsins frá Krónunni. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heimkaupum. Þar segir að Lára hafi yfir tuttugu ára reynslu á smásölumarkaði við fjölbreytt störf. 

„Hún sinnti sölu- og kynningamálum fyrir Karl K. Karlsson í þrjú ár og sambærilegum störfum fyrir Forval í tvö ár. Þá starfaði Lára Björg í átta ár hjá Halldóri Jónssyni við bæði sölu- og kynningarmál. Þar áður starfaði hún hjá heildversluninni Terma sem lagerstjóri og við kynningarmál.

Lára Björg kemur til Heimkaupa frá Krónunni þar sem hún starfaði við vörustýringu í alls þrjú ár,“ segir í tilkynningunni. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×