Viðskipti innlent

Pylsumeistarinn flytur yfir götuna

Lovísa Arnardóttir skrifar
Pylsumeistarinn hefur verið í Hrísateig um árabil en flytur nú yfir götuna í Laugalæk.
Pylsumeistarinn hefur verið í Hrísateig um árabil en flytur nú yfir götuna í Laugalæk.

Pylsumeistarinn í Laugardal í Reykjavík flytur nú í húsnæði hinum megin við götuna. Verslunin hefur um árabil verið rekin í litlu rými við Hrísateig en flytur nú yfir götuna.

Verslunin opnar í rými þar sem áður var rekin verslunin Frú Lauga við Laugalæk. Tilkynnt var um flutninginn í vikunni.

Frú Laugu var lokað í sumar eftir að fyrirtækið fór í þrot en verslunin hafði um árabil verið rekin í rýminu. Þar voru seldar ýmsar lífrænar vörur og ýmislegt beint frá bónda. Verslunin opnaði fyrst árið 2009. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×