Vilja hækka olíuverð Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2023 18:31 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Mohammed bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, í Riyadh í gær. AP/Alexei Nikolsky Ráðamenn í Rússlandi og Sádi-Arabíu hafa biðlað til annarra olíuframleiðenda í OPEC+ að draga úr framleiðslu. Olíuverð hefur lækkað töluvert að á undanförnum mánuðum en í gær hafði verðið ekki verið lægra í hálft ár. Rússar og Sádar vilja stöðva þá þróun og hækka verð á nýjan leik. Í frétt Reuters er vitnað í yfirlýsingu frá Kreml í dag, þar sem segir að alþjóðahagkerfið hefði gott af hækkun olíuverðs. Saman dæla Rússar og Sádar um fimmtungi þeirrar olíu sem dælt er úr jörðinni á hverjum degi. Þeir eru því mjög áhrifamiklir innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Þessi hópur framleiðir um fjörutíu prósent af olíu heimsins. Fregnir hafa borist af spennuþrungnum fundu OPEC+ í síðustu viku þar sem samþykkt vær að draga úr framleiðslu um 2,2 milljónir tunna á dag en áður höfðu leiðtogar aðildarríkja samþykkt að draga úr framleiðslu sem nemur um 1,3 milljónum á dag. Reuters hefur eftir greinendum að leiðtogar Afríkuríkja í OPEC hafi verið ósáttir við framleiðslusamdráttinn en talið er mögulegt að deilur í sambandinu liggi dýpra en það. Ríkismiðlar bæði Rússlands og Sádi-Arabíu hafa í dag haft eftir leiðtogum ríkjanna að þeir hafi rætt sín á milli á fundi þeirra í gær um það að aðildarríki OPEC+ fylgdu samþykktum viðmiðum. Það þykir gefa til kynna að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, þykir aðrir olíuframleiðendur ekki hafa dregið nægilega mikið úr framleiðslu. Sjá einnig: Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd Pútín fundaði í dag með Ebrahim Raisi, forseta Írans, í Kreml í Moskvu. Íran hefur fengið undanþágu frá framleiðslusamdrætti OPEC og hefur ríkið aukið framleiðslu töluvert. Vonast er til þess að Íran framleiði 3,6 milljón tunnur á dag í mars á næsta ári. Bensín og olía Rússland Sádi-Arabía Íran Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Í frétt Reuters er vitnað í yfirlýsingu frá Kreml í dag, þar sem segir að alþjóðahagkerfið hefði gott af hækkun olíuverðs. Saman dæla Rússar og Sádar um fimmtungi þeirrar olíu sem dælt er úr jörðinni á hverjum degi. Þeir eru því mjög áhrifamiklir innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda. OPEC-ríkin eru Alsír, Angóla, Austur-Kongó, Ekvador, Gabon, Írak, Íran, Katar, Kúveit, Líbía, Miðbaugs-Gínea, Nígería, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi-Arabía og Venesúela. Með Rússlandi og fulltrúum annarra ríkja þar sem olía er framleidd en tilheyra ekki OPEC er 24 ríkja hópurinn kallaður OPEC+. Þessi hópur framleiðir um fjörutíu prósent af olíu heimsins. Fregnir hafa borist af spennuþrungnum fundu OPEC+ í síðustu viku þar sem samþykkt vær að draga úr framleiðslu um 2,2 milljónir tunna á dag en áður höfðu leiðtogar aðildarríkja samþykkt að draga úr framleiðslu sem nemur um 1,3 milljónum á dag. Reuters hefur eftir greinendum að leiðtogar Afríkuríkja í OPEC hafi verið ósáttir við framleiðslusamdráttinn en talið er mögulegt að deilur í sambandinu liggi dýpra en það. Ríkismiðlar bæði Rússlands og Sádi-Arabíu hafa í dag haft eftir leiðtogum ríkjanna að þeir hafi rætt sín á milli á fundi þeirra í gær um það að aðildarríki OPEC+ fylgdu samþykktum viðmiðum. Það þykir gefa til kynna að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, þykir aðrir olíuframleiðendur ekki hafa dregið nægilega mikið úr framleiðslu. Sjá einnig: Pútín á ferð og flugi um Mið-Austurlönd Pútín fundaði í dag með Ebrahim Raisi, forseta Írans, í Kreml í Moskvu. Íran hefur fengið undanþágu frá framleiðslusamdrætti OPEC og hefur ríkið aukið framleiðslu töluvert. Vonast er til þess að Íran framleiði 3,6 milljón tunnur á dag í mars á næsta ári.
Bensín og olía Rússland Sádi-Arabía Íran Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira