Viðskipti innlent

Simmi Vill leiðir nýtt fé­lag

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sigmar Vilhjálmsson hefur rekið Minigarðinn um árabil.
Sigmar Vilhjálmsson hefur rekið Minigarðinn um árabil. Vísir/Vilhelm

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, mun um áramótin taka við sem framkvæmdastjóri félagsins Eldum Gott ehf.. Félagið er í meirihlutaeigu Samkaupa til móts við Sigmar. 

Í tilkynningu frá Samkaupum segir að hlutverk Eldum Gott verði að þróa og breikka vörulínu félagsins með áherslu á tilbúna rétti, rétti sem hægt er að fullelda heima og á ferskvöru. 

Simmi Vill (t.v.) ásamt Gunnari Agli Sigurðssyni, forstjóri Samkaupa.

„Þetta eru spennandi tímar fyrir mig persónulega. Tækifærin eru gríðarleg innan Samkaupa, hlutdeild þeirra á markaði og staðsetningar verslana opna á mjög marga spennandi kosti. Innan Samkaupa er mikil reynsla og þekking sem skiptir höfuðmáli þegar kemur að því að færa veitingarekstur nær innkaupakörfunni í matvöruverslunum. Það er margt spennandi sem á eftir að líta dagsins ljós á næstu misserum í verslunum Samkaupa um land allt,“ er haft eftir Sigmari í tilkynningunni. 

Sigmar hefur verið yfir Minigarðinum síðustu ár en nú færir hann sig um set. Minigarðurinn er minigolf-staður og veitingastaður í Skútuvogi sem opnaði árið 2020.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×