Viðskipti innlent

Gunnar segir skilið við Kviku

Atli Ísleifsson skrifar
Gunnar Sigurðsson er hættur hjá Kviku í London.
Gunnar Sigurðsson er hættur hjá Kviku í London. Kvika

Gunnar Sigurðsson hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Kviku Securities Ltd. í London (KSL), dótturfélags Kviku banka hf. Stjórn hefur ráðið Richard Beenstock sem nýjan framkvæmdastjóra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka. Þar segir að samhliða starfslokum muni Gunnar hætta í framkvæmdastjórn samstæðu Kviku og stöðugildum í framkvæmdastjórninni jafnframt fækkað um eitt.

„Gunnar hefur leitt uppbyggingu breskrar starfsemi Kviku frá stofnun árið 2017. Hann mun sinna ákveðnum verkefnum áfram fyrir KSL og vera félaginu innan handar við framkvæmdastjóraskiptin.

Richard Beenstock. KVIKA

Richard Beenstock, sem útskrifaðist frá University of Birmingham og hefur hlotið réttindi sem löggiltur endurskoðandi, hefur yfir 20 ára starfsreynslu af breskum fjármálamörkuðum við útlána- og fjárfestingastarfsemi. Árið 2013 stofnaði Richard, ásamt fleirum, Ortus Secured Finance, fasteignalánafélag sem síðar var keypt af KSL, og var forstjóri þess þar til í september 2023,“ segir í tilkynningunni.

Rúmlega þrjátíu manns starfa í KSL og dótturfélögum. 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×