Vill að Grindavíkurliðin spili sína heimaleiki inn í Grindavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2023 10:31 Grindvíkingar skemmtu sér saman í Smáranum í fyrstu heimaleikjum liðanna en nú væri auðvitað best að komst aftur heim til Grindavíkur. Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar þurftu að flýja bæinn sinn fyrir tæpum mánuði síðan vegna jarðhræringa undir bænum. Bærinn nánast rifnaði í sundur og kvikugangurinn lá undir bænum. Það var því ljóst að körfuboltalið bæjarins voru ekkert að fara spila sína heimaleiki í Grindavík. Grindvíkingar fengu aðstöðu í Smáranum og bæði karla- og kvennalið félagsins hefur spilað heimaleiki sína þar síðan. Nú hefur ástandið skánað mikið í Grindavík og þótt að fólkið sé ekki flutt heim þá eru fyrirtækin farin að opna dyrnar aftur og það er aftur líf í bænum. Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, er Grindvíkingur og hún vildi koma einu á framfæri í þættinum í gær. „Pældu í því hvað það væri skemmtileg ef við myndum bara spila inn í Grindavík. Nú eru allir byrjaðir að vinna þarna og öll fyrirtæki eru byrjuð. Bláa lónið er að fara opna,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Ég er á því að Grindavík eigi bara að spila sína leiki inn í Grindavík. Ég sé bara engan mun á þessu,“ sagði Ingibjörg. Klippa: Körfuboltakvöld: Ingibjörg vill að Grindavíkurliðin spili heima í Grindavík „Íþróttahúsið er heilt,“ skaut Hörður Unnsteinsson inn í. „Ef KKÍ myndi bara vinna með Grindavík. Segjum bara að þeir taki bara laugardaga og sunnudaga. Það er opið þarna frá sjö til fimm og spilum bara klukkan tvö og fimm sitt hvorn daginn. Sköpum bara einhverjar nýjar breyttar hefðir í breyttu umhverfi,“ sagði Ingibjörg af mikill ástríðu. „Þetta væri ofboðslega gaman. Það mæta allir og massa stemmning. Búin til þvílíkan heimavöll, allir í börger á undan. Ég held að þetta yrði bara fullt hús af fólki og allir grilla og eitthvað. Ég fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta,“ sagði Ingibjörg. „Við þurfum að fara með þetta til almannavarna og vita hvað þeir segja,“ sagði Hörður. Það má sjá þau ræða þetta hér fyrir ofan. Ingibjörg lék sjálf á sínum tíma 177 deildarleiki með Grindavík og er stoðsendingahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins í efstu deild. Hún er einnig sjöunda leikjahæst og níunda stigahæst hjá Grindavík. Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Bærinn nánast rifnaði í sundur og kvikugangurinn lá undir bænum. Það var því ljóst að körfuboltalið bæjarins voru ekkert að fara spila sína heimaleiki í Grindavík. Grindvíkingar fengu aðstöðu í Smáranum og bæði karla- og kvennalið félagsins hefur spilað heimaleiki sína þar síðan. Nú hefur ástandið skánað mikið í Grindavík og þótt að fólkið sé ekki flutt heim þá eru fyrirtækin farin að opna dyrnar aftur og það er aftur líf í bænum. Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur Körfuboltakvölds, er Grindvíkingur og hún vildi koma einu á framfæri í þættinum í gær. „Pældu í því hvað það væri skemmtileg ef við myndum bara spila inn í Grindavík. Nú eru allir byrjaðir að vinna þarna og öll fyrirtæki eru byrjuð. Bláa lónið er að fara opna,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Ég er á því að Grindavík eigi bara að spila sína leiki inn í Grindavík. Ég sé bara engan mun á þessu,“ sagði Ingibjörg. Klippa: Körfuboltakvöld: Ingibjörg vill að Grindavíkurliðin spili heima í Grindavík „Íþróttahúsið er heilt,“ skaut Hörður Unnsteinsson inn í. „Ef KKÍ myndi bara vinna með Grindavík. Segjum bara að þeir taki bara laugardaga og sunnudaga. Það er opið þarna frá sjö til fimm og spilum bara klukkan tvö og fimm sitt hvorn daginn. Sköpum bara einhverjar nýjar breyttar hefðir í breyttu umhverfi,“ sagði Ingibjörg af mikill ástríðu. „Þetta væri ofboðslega gaman. Það mæta allir og massa stemmning. Búin til þvílíkan heimavöll, allir í börger á undan. Ég held að þetta yrði bara fullt hús af fólki og allir grilla og eitthvað. Ég fæ bara gæsahúð að hugsa um þetta,“ sagði Ingibjörg. „Við þurfum að fara með þetta til almannavarna og vita hvað þeir segja,“ sagði Hörður. Það má sjá þau ræða þetta hér fyrir ofan. Ingibjörg lék sjálf á sínum tíma 177 deildarleiki með Grindavík og er stoðsendingahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins í efstu deild. Hún er einnig sjöunda leikjahæst og níunda stigahæst hjá Grindavík.
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira