Félag Sverris sem bauð 95 prósenta fasteignalán gjaldþrota Jón Þór Stefánsson skrifar 30. nóvember 2023 13:31 Sverrir Einar Eiríksson var með tíu íbúðir á Kársnesinu til sölu og bauð þær á 95 prósent láni. Vísir/Vilhelm Þak, byggingafélag ehf. er gjaldþrota. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um það í síðustu viku, og nú eru þeir sem telja sig eiga eignir, skuldir eða önnur réttindi á hendur búinu hvattir til að lýsa kröfum sínum yfir. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar og skemmtistaðarins B, var eigandi Þaks, en félagið vakti athygli árið 2017. Þá hóf það sölu á tíu íbúðum á Kársnesbraut í Kópavogi. Stærð íbúðanna voru 29 til 47 fermetrar og söluverðið á bilinu sextán til 24 milljónir króna. Fólki bauðst að fjármagna kaupin með allt að 95 prósent láni. Kaupendur þurftu því einungis að reiða fram fimm prósent kaupverðsins. Óttaðist ekki að fólk gæti ekki borgað Þegar málið var til umfjöllunar á sínum tíma var bent á að hámarkslánshlutfall stóru viðskiptabankanna væri 80 til 85 prósent. Kaupendum var boðið að taka slíkt lán og síðan viðbótarlán frá Þaki, upp á tíu til fimmtán prósent. „Þetta var nú bara hugsað sem valkostur fyrir þá sem eiga kannski erfitt með að komast inn á íbúðamarkaðinn. Þetta er auðvitað val hvers og eins hvort hann taki þetta viðbótarlán, en þetta auðveldar tvímælalaust fyrstu kaup,“ sagði Sverrir í kvöldfréttum Stöðvar 2 um lánin á sínum tíma. Hann sagðist alls ekki óttast að fólk myndi ekki geta staðið undir afborgunum. Samkvæmt útreikningum Þaks væri talsvert ódýrara að greiða af 95 prósent láni en leigu. „Ef fólk getur borgað leigu þá ætti það að geta borgað þessi lán.“ Fjármálaráðherra lítið spenntur Uppátæki byggingafélagsins vöktu athygli. Til að mynda sagði Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, að ekki væri um að ræða skynsamlega lausn. „Þetta er að minnsta kosti hættuleg þróun fyrir lántakendur. Ég held það sé mjög mikilvægt að þegar fólk kaupir sína fyrstu eign þá eigi menn eitthvað eiginfé. Það er bara mjög skynsamlegt að byrja sín kaup þannig,“ sagði Benedikt. B og Nýja vínbúðin í sviðsljósinu Líkt og áður segir er Sverrir nú eigandi Nýju vínbúðarinnar og skemmtistaðarins B, en bæði hafa verið áberandi í fréttum síðustu misseri. Í sumar var greint frá því að Neytendastofa hefði sektað Nýju vínbúðina um 750 þúsund krónur fyrir að brjóta gegn ákvörðun stofnunarinnar með því að bregðast ekki við tilmælum hennar um að gera breytingar á vefsíðu sinni. Þá kom fram að yrðu viðeigandi breytingar ekki gerðar innan fjórtán daga yrði félaginu gert a greiða 100 þúsund króna dagsektir. Á vefsíðunni var fullyrt að verð Nýju vínbúðarinnar væru allt að fjörutíu prósent ódýrari. Neytendastofa sagði að um væri að ræða villandi upplýsingar og að fullyrðingarnar væru ósannaðar. Skemmtistaðurinn B, sem er í sama húsnæði og Bankastræti Club og B5 voru áður, var sviptur starfsleyfi tímabundið í lok október. Sýslumaður afturkallaði starfsleyfið vegna tilkynninga frá lögreglu um að á staðnum hafi á tilteknum dögum verið of margir gestir. Þá hafi ungmenni undir aldri verið meðal gesta. „Við vitum upp á okkur sökina í einu tilviki að of margir hafi verið inni á staðnum og brugðumst við til að það kæmi ekki fyrir aftur. En okkur finnst hart að fá refsingu fyrir að sjá í einhverjum tilvikum ekki í gegn um fölsuð skilríki ungmenna. Okkur er enginn akkur í að hafa krakka inni á staðnum. Við mótmæltum þessari ákvörðun sýslumanns og teljum of langt gengið í sviptingu starfsleyfisins, sér í lagi ef í ljós kemur að lögreglan hafi farið offari í eftirlitsaðgerðum sínum á staðnum,“ sagði Sverrir Einar í tilkynningu vegna afturköllunarinnar. Hann hefur átt í deilum við lögregluna í máli sem varðar B. Í september senti hann lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna handtöku á sjálfum sér. Árið 2017, þegar Þak, byggingafélag var hvað mest áberandi fór fréttastofa yfir ferill Sverris. Gull og demantaviðskipti hans í Síerra Leóne báru á góma, sem og pizzustaðurinn Gamla smiðjan. Húsnæðismál Íslenskir bankar Gjaldþrot Kópavogur Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar og skemmtistaðarins B, var eigandi Þaks, en félagið vakti athygli árið 2017. Þá hóf það sölu á tíu íbúðum á Kársnesbraut í Kópavogi. Stærð íbúðanna voru 29 til 47 fermetrar og söluverðið á bilinu sextán til 24 milljónir króna. Fólki bauðst að fjármagna kaupin með allt að 95 prósent láni. Kaupendur þurftu því einungis að reiða fram fimm prósent kaupverðsins. Óttaðist ekki að fólk gæti ekki borgað Þegar málið var til umfjöllunar á sínum tíma var bent á að hámarkslánshlutfall stóru viðskiptabankanna væri 80 til 85 prósent. Kaupendum var boðið að taka slíkt lán og síðan viðbótarlán frá Þaki, upp á tíu til fimmtán prósent. „Þetta var nú bara hugsað sem valkostur fyrir þá sem eiga kannski erfitt með að komast inn á íbúðamarkaðinn. Þetta er auðvitað val hvers og eins hvort hann taki þetta viðbótarlán, en þetta auðveldar tvímælalaust fyrstu kaup,“ sagði Sverrir í kvöldfréttum Stöðvar 2 um lánin á sínum tíma. Hann sagðist alls ekki óttast að fólk myndi ekki geta staðið undir afborgunum. Samkvæmt útreikningum Þaks væri talsvert ódýrara að greiða af 95 prósent láni en leigu. „Ef fólk getur borgað leigu þá ætti það að geta borgað þessi lán.“ Fjármálaráðherra lítið spenntur Uppátæki byggingafélagsins vöktu athygli. Til að mynda sagði Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra, að ekki væri um að ræða skynsamlega lausn. „Þetta er að minnsta kosti hættuleg þróun fyrir lántakendur. Ég held það sé mjög mikilvægt að þegar fólk kaupir sína fyrstu eign þá eigi menn eitthvað eiginfé. Það er bara mjög skynsamlegt að byrja sín kaup þannig,“ sagði Benedikt. B og Nýja vínbúðin í sviðsljósinu Líkt og áður segir er Sverrir nú eigandi Nýju vínbúðarinnar og skemmtistaðarins B, en bæði hafa verið áberandi í fréttum síðustu misseri. Í sumar var greint frá því að Neytendastofa hefði sektað Nýju vínbúðina um 750 þúsund krónur fyrir að brjóta gegn ákvörðun stofnunarinnar með því að bregðast ekki við tilmælum hennar um að gera breytingar á vefsíðu sinni. Þá kom fram að yrðu viðeigandi breytingar ekki gerðar innan fjórtán daga yrði félaginu gert a greiða 100 þúsund króna dagsektir. Á vefsíðunni var fullyrt að verð Nýju vínbúðarinnar væru allt að fjörutíu prósent ódýrari. Neytendastofa sagði að um væri að ræða villandi upplýsingar og að fullyrðingarnar væru ósannaðar. Skemmtistaðurinn B, sem er í sama húsnæði og Bankastræti Club og B5 voru áður, var sviptur starfsleyfi tímabundið í lok október. Sýslumaður afturkallaði starfsleyfið vegna tilkynninga frá lögreglu um að á staðnum hafi á tilteknum dögum verið of margir gestir. Þá hafi ungmenni undir aldri verið meðal gesta. „Við vitum upp á okkur sökina í einu tilviki að of margir hafi verið inni á staðnum og brugðumst við til að það kæmi ekki fyrir aftur. En okkur finnst hart að fá refsingu fyrir að sjá í einhverjum tilvikum ekki í gegn um fölsuð skilríki ungmenna. Okkur er enginn akkur í að hafa krakka inni á staðnum. Við mótmæltum þessari ákvörðun sýslumanns og teljum of langt gengið í sviptingu starfsleyfisins, sér í lagi ef í ljós kemur að lögreglan hafi farið offari í eftirlitsaðgerðum sínum á staðnum,“ sagði Sverrir Einar í tilkynningu vegna afturköllunarinnar. Hann hefur átt í deilum við lögregluna í máli sem varðar B. Í september senti hann lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu formlega kvörtun vegna handtöku á sjálfum sér. Árið 2017, þegar Þak, byggingafélag var hvað mest áberandi fór fréttastofa yfir ferill Sverris. Gull og demantaviðskipti hans í Síerra Leóne báru á góma, sem og pizzustaðurinn Gamla smiðjan.
Húsnæðismál Íslenskir bankar Gjaldþrot Kópavogur Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira