Körfubolti

Stólarnir óttast ekki dóms­­mál: „Eru með tapað mál í höndunum“

Aron Guðmundsson skrifar
Jacob Calloway í leik með Val á sínum tíma. Hann er nú mættur á Sauðárkrók frá Kósóvó og hyggst hefja nýjan kafla á sínum ferli.
Jacob Calloway í leik með Val á sínum tíma. Hann er nú mættur á Sauðárkrók frá Kósóvó og hyggst hefja nýjan kafla á sínum ferli. Vísir/Bára Dröfn

For­­­maður körfu­knatt­­­leiks­­­deildar Tinda­­­stóls missir ekki svefn þrátt fyrir hótanir KB Peja frá Kós­ó­vó þess efnis að fara með mál, tengt fé­lags­­skiptum Banda­­­ríkja­­­mannsins Jacob Call­oway til Tinda­stóls, fyrir dóm­­­stóla. Call­oway er mættur á Sauð­ár­krók þar sem að hann hyggst hefja nýjan kafla á sínum körfu­­­bolta­­­ferli.

Á dögunum var greint frá því að Call­oway, sem varð á sínum tíma Ís­lands­meistari með liði Vals, væri að mæta aftur til landsins og ganga til liðs við Ís­lands­meistara Tinda­stól frá KB Peja.

Pa­vel Er­molinskij, þjálfari Tinda­stóls, þekkir vel til leik­mannsins en þeir spiluðu saman hjá Val á sínum tíma. Í sam­tali við Vísi sagði hann frá því hvernig Call­oway hefði sett sig í sam­band við sig og sagðist Banda­ríkja­maðurinn vera að losna undan samningi sínum við KB Peja.

Þessar vendingar komu á full­komnum tíma fyrir Tinda­stól sem var í leit að styrkingu í leik­manna­hóp sinn.

Það leið hins vegar ekki að löngu þar til KB Peja sendi frá sér yfir­lýsingu. Þar var greint frá því að Call­oway hefði í skyndi yfir­gefið fé­lagið og farið frá Kós­ó­vó án þess að ná sam­komu­lagi um brott­hvarf sitt.

Í niður­lagi yfir­lýsingar fé­lagsins segist það ætla að leita réttar síns.

Dagur Þór Bald­vins­son er for­maður körfu­knatt­leiks­deildar Tinda­stóls. Call­oway er mættur á Sauð­ár­krók, þó án þess að vera kominn með leikheimild en for­ráða­menn fé­lagsins eru ró­legir yfir stöðu mála.

„Um­boðs­maður Call­oway er að vinna í þessum málum. Fé­lagið braut hans samning náttúru­lega bara al­gjör­lega. Hann er með allan rétt sín megin. Við erum bara að vinna í þessu,“ segor Dagir að­spurður um stöðu mála varðandi leik­manninn.

Þið eruð ekki hræddir um að fé­lags­skiptin falli upp fyrir?

„Ég hef ekki trú á því nei. En það kemur bara í ljós.“

Hve­nær bindið þið vonir við að Call­oway geti hafið leik með liðinu?

„Þetta tekur nú alltaf ein­hvern tíma. Venju­legt ferli í svona málum tekur yfir­leitt tvær til þrjár vikur. Það þarf bara að koma í ljós hvernig þetta gengur.“

Þannig þið eruð ekki að missa svefn yfir þessu máli?

„Nei, nei. Þeir mega alveg fara með þetta fyrir dóm­stól. Þeir eru með tapað mál í höndunum því þeir eru búnir að brjóta allan samninginn hans.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×