Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðust um áhættuflokk um lánshæfismat Jón Þór Stefánsson skrifar 29. nóvember 2023 14:48 Sextíu prósent Íslendinga stóðu í stað, en fjörutíu prósent færðust annað hvort upp eða niður í lánshæfismati. Vísir/Vilhelm Fjörutíu prósent þjóðarinnar færðist um áhættuflokk um lánshæfismat við uppfærslu á matinu hjá Creditinfo sem átti sér stað síðasta fimmtudag. Við uppfærsluna er nú litið til eldri upplýsinga um vanskil einstaklinga, en áður. Síðustu daga hafa fréttastofu borist ábendingar frá fólki sem furðar sig á uppfærslunni, vegna þess að það hefur færst niður um áhættuflokk. Lánshæfisflokkarnir eru fimmtán talsins og skiptast yfirflokkar eftir bókstöfum frá A til E og undirflokkarnir frá 1 í 3. Færist einstaklingur úr A eða B flokki, þar sem hann þykir líklegur til að vera skilvís greiðandi, niður í C, D eða E flokk þá þykir hann líklegri til að lenda í vanskilum. Í svörum Creditinfo við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að vegna aukinnar áherslu á vanskilasögu við uppfærsluna hafi orðið til þess að innan við eitt prósent þjóðarinnar hafi færst úr A eða B flokki niður í C eða neðar. Fleiri upp en niður Jafnframt kemur fram að við uppfærsluna hafi lánshæfismat 25 prósent þjóðarinnar batnað, en versnað hjá fimmtán prósentum. Sextíu prósent stóðu í stað. Flestar breytingar hafi þó litlar, hnikun um einn til tvo flokka. Samkvæmt Creditinfo er besti sögulegi mælikvarðinn á það hvort einstaklingar standi við skuldbindingar sínar í framtíð er hvort þeir hafi alltaf gert það áður. „Áhrif fyrri vanskila á lánshæfismat eru þó þannig að þau eru mest þegar þau eru nýleg en dvína svo með tímanum,“ segir í svörum fyrirtækisins. Einnig er bent á að breytingarnar á lánshæfismatinu séu gerðar í samræmi við nýja reglugerð um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust. Með tilkomu reglugerðarinnar er það lagt í hendur fjárhagsupplýsingastofu að meta hvaða upplýsingar, og þá sérstaklega upplýsingar um fyrri vanskil, hafa afgerandi þýðingu við mat á líkum þess að einstaklingar standi við skuldbindingar sínar. Nota einungis sögulegar upplýsingar sem hafa afgerandi áhrif Creditinfo heldur því fram að það leggi mikla áherslu á að nota eingöngu sögulegar upplýsingar sem hafa afgerandi áhrif á mat á því hvort staðið verði við skuldbindingar í framtíð. „Þessi breyting hefur því áhrif til hækkunar eða lækkunar á lánshæfismati eftir því hver vanskilasaga viðkomandi er. Það þýðir að lánshæfismat þeirra sem hafa alltaf staðið í skilum, yfir 93% þjóðarinnar, er líklegt til að batna á meðan lánshæfismat sumra þeirra sem hafa ekki alltaf staðið í skilum versnar.“ Áhrifin voru mest á þann hóp sem á söguleg vanskil, en til þess að falla í þann flokk þarf viðkomandi að hafa verið á vanskilaskrá á síðustu þremur árum. Creditinfo bendir á að vanskilnatíðni fólks sem er í flokknum C2 sé um tíu prósent, sem þýði að níutíu prósent einstaklinga muni ekki fara á vanskilaskrá á næstu tólf mánuðum. Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira
Síðustu daga hafa fréttastofu borist ábendingar frá fólki sem furðar sig á uppfærslunni, vegna þess að það hefur færst niður um áhættuflokk. Lánshæfisflokkarnir eru fimmtán talsins og skiptast yfirflokkar eftir bókstöfum frá A til E og undirflokkarnir frá 1 í 3. Færist einstaklingur úr A eða B flokki, þar sem hann þykir líklegur til að vera skilvís greiðandi, niður í C, D eða E flokk þá þykir hann líklegri til að lenda í vanskilum. Í svörum Creditinfo við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að vegna aukinnar áherslu á vanskilasögu við uppfærsluna hafi orðið til þess að innan við eitt prósent þjóðarinnar hafi færst úr A eða B flokki niður í C eða neðar. Fleiri upp en niður Jafnframt kemur fram að við uppfærsluna hafi lánshæfismat 25 prósent þjóðarinnar batnað, en versnað hjá fimmtán prósentum. Sextíu prósent stóðu í stað. Flestar breytingar hafi þó litlar, hnikun um einn til tvo flokka. Samkvæmt Creditinfo er besti sögulegi mælikvarðinn á það hvort einstaklingar standi við skuldbindingar sínar í framtíð er hvort þeir hafi alltaf gert það áður. „Áhrif fyrri vanskila á lánshæfismat eru þó þannig að þau eru mest þegar þau eru nýleg en dvína svo með tímanum,“ segir í svörum fyrirtækisins. Einnig er bent á að breytingarnar á lánshæfismatinu séu gerðar í samræmi við nýja reglugerð um vinnslu upplýsinga um fjárhagsmálefni og lánstraust. Með tilkomu reglugerðarinnar er það lagt í hendur fjárhagsupplýsingastofu að meta hvaða upplýsingar, og þá sérstaklega upplýsingar um fyrri vanskil, hafa afgerandi þýðingu við mat á líkum þess að einstaklingar standi við skuldbindingar sínar. Nota einungis sögulegar upplýsingar sem hafa afgerandi áhrif Creditinfo heldur því fram að það leggi mikla áherslu á að nota eingöngu sögulegar upplýsingar sem hafa afgerandi áhrif á mat á því hvort staðið verði við skuldbindingar í framtíð. „Þessi breyting hefur því áhrif til hækkunar eða lækkunar á lánshæfismati eftir því hver vanskilasaga viðkomandi er. Það þýðir að lánshæfismat þeirra sem hafa alltaf staðið í skilum, yfir 93% þjóðarinnar, er líklegt til að batna á meðan lánshæfismat sumra þeirra sem hafa ekki alltaf staðið í skilum versnar.“ Áhrifin voru mest á þann hóp sem á söguleg vanskil, en til þess að falla í þann flokk þarf viðkomandi að hafa verið á vanskilaskrá á síðustu þremur árum. Creditinfo bendir á að vanskilnatíðni fólks sem er í flokknum C2 sé um tíu prósent, sem þýði að níutíu prósent einstaklinga muni ekki fara á vanskilaskrá á næstu tólf mánuðum.
Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Neytendur Mest lesið Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Bláa lónið kaupir Hoffell og stefnir á baðlón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Sjá meira