Grindavíkurhöfn dýpri og mikill hugur í hafnarstjóranum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. nóvember 2023 22:27 Fáir bátar voru eftir í Grindavíkurhöfn föstudaginn 10. nóvember þegar bærinn var rýmdur. Vísir/Vilhelm Grindavíkurhöfn hefur dýpkað eftir jarðhræringar undanfarinna vikna. Bryggjurnar hafa sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra. Hafnarstjóri segir höfnina geta verið viðkvæmari fyrir flóðum en segir dýpkunina líka hafa ýmsa kosti í för með sér. Tekið verður á móti fyrsta skipi til löndunar síðan að bærinn var rýmdur á morgun. „Landið allt saman hefur sigið þannig að væntanlega hefur botninn undir höfninni líka sigið. Við sjáum það bara á sjávarfallamælum,“ segir Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, í samtali við Vísi. Eins og greint hefur verið frá er atvinnustarfsemi hægt og bítandi að hefjast að nýju í bænum. „Við teljum það alveg öruggt. Síðan hafa bryggjurnar líka sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra sirka við síðustu mælingar, það á eftir að mæla þetta aftur. Þetta er bara hluti af þessu landsigi öllu. Ég held það sé skárra að hún sígi frekar en rísi og grynnki þá ekki.“ Hvaða þýðingu hefur þessi dýpkun fyrir ykkur? „Það gæti verið að höfnin verði eilítið viðkvæmari fyrir sjávarflóðum seinna meir. En það þýðir líka að skip geti verið með meiri djúpristu heldur en áður. Það er svona góða fréttin í þessu. Við þurfum ekki að dýpka með dýrum kostnaði þessa þrjátíu sentímetra að minnsta kosti, ef að það er það er að segja. Þetta er allt með þessum fyrirvörum, ef og hefði og allt þetta.“ Fyrsta löndunin í langan tíma þjóðhátíð fyrir höfnina Á morgun er von á fyrsta skipinu til löndunar í Grindavíkurhöfn þegar Sturla GK 12 mætir í fyrramálið. „Það er ágætis frétt líka. Hún er væntanleg á morgun klukkan 07, á sama tíma og almannavarnir hafa gefið heimild til. Hún hendir inn sínum afla og verður líklega farin um hádegið.“ Sigurður segir að vonandi sé um að ræða merki um það að allt sé hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf, eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn. „Þetta er bara þjóðhátíðardagur fyrir höfnina. Þetta er mjög ánægjulegt. Fyrirtækin eru búin að bretta upp ermarnar og það er svo mikill kraftur og svona ákveðni. Núna er baráttan um að halda í fólkið, aðeins að róa sig. Það er bara þvílíkur hugur í fólki og það er alveg frábært að sjá hvað fyrirtækin eru öflug. Það er svona temmileg bjartsýn í gangi, maður reynir að stilla væntingunum í hóf líka.“ Grindavík Sjávarútvegur Hafnarmál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
„Landið allt saman hefur sigið þannig að væntanlega hefur botninn undir höfninni líka sigið. Við sjáum það bara á sjávarfallamælum,“ segir Sigurður Arnar Kristmundsson, hafnarstjóri í Grindavík, í samtali við Vísi. Eins og greint hefur verið frá er atvinnustarfsemi hægt og bítandi að hefjast að nýju í bænum. „Við teljum það alveg öruggt. Síðan hafa bryggjurnar líka sigið um tuttugu til þrjátíu sentímetra sirka við síðustu mælingar, það á eftir að mæla þetta aftur. Þetta er bara hluti af þessu landsigi öllu. Ég held það sé skárra að hún sígi frekar en rísi og grynnki þá ekki.“ Hvaða þýðingu hefur þessi dýpkun fyrir ykkur? „Það gæti verið að höfnin verði eilítið viðkvæmari fyrir sjávarflóðum seinna meir. En það þýðir líka að skip geti verið með meiri djúpristu heldur en áður. Það er svona góða fréttin í þessu. Við þurfum ekki að dýpka með dýrum kostnaði þessa þrjátíu sentímetra að minnsta kosti, ef að það er það er að segja. Þetta er allt með þessum fyrirvörum, ef og hefði og allt þetta.“ Fyrsta löndunin í langan tíma þjóðhátíð fyrir höfnina Á morgun er von á fyrsta skipinu til löndunar í Grindavíkurhöfn þegar Sturla GK 12 mætir í fyrramálið. „Það er ágætis frétt líka. Hún er væntanleg á morgun klukkan 07, á sama tíma og almannavarnir hafa gefið heimild til. Hún hendir inn sínum afla og verður líklega farin um hádegið.“ Sigurður segir að vonandi sé um að ræða merki um það að allt sé hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf, eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn. „Þetta er bara þjóðhátíðardagur fyrir höfnina. Þetta er mjög ánægjulegt. Fyrirtækin eru búin að bretta upp ermarnar og það er svo mikill kraftur og svona ákveðni. Núna er baráttan um að halda í fólkið, aðeins að róa sig. Það er bara þvílíkur hugur í fólki og það er alveg frábært að sjá hvað fyrirtækin eru öflug. Það er svona temmileg bjartsýn í gangi, maður reynir að stilla væntingunum í hóf líka.“
Grindavík Sjávarútvegur Hafnarmál Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira