Þýðingarmikið að sjá líf kvikna í Grindavík Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 28. nóvember 2023 17:01 Þeir Jóhann Vignir Gunnarsson og Tómas Þór Eiríksson segja frábært að sjá líf aftur í bænum. Vísir/Einar Tómas Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Arctic Saga, og Jóhann Vignir Gunnarsson sem sér um markaðsmál hjá Þorbirni hf. í Grindavík mættu til vinnu í fiskvinnslu í Grindavík í dag. Þeir segja flesta jákvæða en skjálfta í mörgum. „Við vorum bara að starta vinnslunni aftur, þannig að við ákváðum að koma hérna með fólk og byrja að pakka saltfisk sem var ópakkaður, þannig að það var mjög jákvætt skref fyrir okkur að koma aftur inn í Grindavík,“ segir Tómas Þór. Jóhann Vignir segir að á venjulegum degi væru 60 til 70 starfsmenn að störfum hjá Þorbirni. Í dag hafi verið tuttugu manns en í mun bætast á morgun og býst hann við að afköst verði um 60 prósent af því sem gengur og gerist. Hvaða þýðingu hefur það að geta komið hingað aftur og byrjað að vinna? „Bara gríðarlega mikla. Þetta er mjög jákvætt og bara frábært fyrir alla, bæði fyrir okkur og starfsfólkið, og fyrir Grindavík, að sjá að það sé komið svona smá líf í bæinn aftur,“ segir Tómas. Er fólk ekkert uggandi yfir því að koma aftur að vinna? „Það er misjafnt. Flestir eru bara mjög jákvæðir en það er skjálfti í mörgum ennþá. En við hljótum að hrista það úr því,“ segir Jóhann. Draumur að mæta svo snemma Þeir segjast ekki hafa átt von á því að koma svo snemma aftur í bæinn. Fyrst hafi þeir búist við því að það yrði ekki fyrr en með vorinu. Tómas segir það algjöran draum að mæta svo snemma. Jóhann segir alveg ljóst að hann muni búa aftur í Grindavík að þessu öllu loknu. Líður öllum fjölskyldumeðlimum eins? „Það er misjafnt. Það þarf aðeins að vinna úr því og sjá svo til hvað gerist. Ég ætla að koma til baka.“ Nýjustu tíðindi af Þorbirni eru þau að nýtt skip fyrirtækisins var sjósett á Spáni í gær. Tómas Þór segir fyrirtækið alveg ákveðið í að skipið muni sigla til hafnar í Grindavík í vor. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Sjá meira
„Við vorum bara að starta vinnslunni aftur, þannig að við ákváðum að koma hérna með fólk og byrja að pakka saltfisk sem var ópakkaður, þannig að það var mjög jákvætt skref fyrir okkur að koma aftur inn í Grindavík,“ segir Tómas Þór. Jóhann Vignir segir að á venjulegum degi væru 60 til 70 starfsmenn að störfum hjá Þorbirni. Í dag hafi verið tuttugu manns en í mun bætast á morgun og býst hann við að afköst verði um 60 prósent af því sem gengur og gerist. Hvaða þýðingu hefur það að geta komið hingað aftur og byrjað að vinna? „Bara gríðarlega mikla. Þetta er mjög jákvætt og bara frábært fyrir alla, bæði fyrir okkur og starfsfólkið, og fyrir Grindavík, að sjá að það sé komið svona smá líf í bæinn aftur,“ segir Tómas. Er fólk ekkert uggandi yfir því að koma aftur að vinna? „Það er misjafnt. Flestir eru bara mjög jákvæðir en það er skjálfti í mörgum ennþá. En við hljótum að hrista það úr því,“ segir Jóhann. Draumur að mæta svo snemma Þeir segjast ekki hafa átt von á því að koma svo snemma aftur í bæinn. Fyrst hafi þeir búist við því að það yrði ekki fyrr en með vorinu. Tómas segir það algjöran draum að mæta svo snemma. Jóhann segir alveg ljóst að hann muni búa aftur í Grindavík að þessu öllu loknu. Líður öllum fjölskyldumeðlimum eins? „Það er misjafnt. Það þarf aðeins að vinna úr því og sjá svo til hvað gerist. Ég ætla að koma til baka.“ Nýjustu tíðindi af Þorbirni eru þau að nýtt skip fyrirtækisins var sjósett á Spáni í gær. Tómas Þór segir fyrirtækið alveg ákveðið í að skipið muni sigla til hafnar í Grindavík í vor.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyf og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Sjá meira
Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53