Breytt afkomuspá vegna jarðhræringa: Hlutir hafi verið teknir úr samhengi Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2023 18:50 Birgir Jónsson, forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play hefur tilkynnt að afkomuspá fyrir árið eigi ekki lengur við. Jarðhræringar á Reykjanesskaga og áhrif þeirra á eftirspurn til skemmri tíma orsaki það. „Jarðhræringarnar og líkur á eldgosi á Reykjanesskaga síðustu vikur hafa rataði í fyrirsagnir um víða veröld. Jarðhræringarnar hafa ekki haft áhrif á flugáætlun Play og Ísland er líkt og áður öruggur áfangastaður fyrir ferðamenn að heimsækja,“ segir í tilkynningu Play til Kauphallar eftir lokun markaða í dag. Atburðirnir hafi þó haft þau áhrif að eftirspurnin eftir ferðum til Íslands, sem bókaðar eru með skömmum fyrirvara, hafi verið minni og það muni hafa áhrif á afkomu félagsins. Þessir þættir geri það að verkum að afkomuspá ársins, sem birt var í september og aftur í þriðja ársfjórðungsuppgjöri félagsins í október, eigi ekki lengur við. Lausafjárstaða félagsins verði ívið lægri en búist var við en engu að síður heilbrigð. Play hafi ráðist í ýmsar aðgerðir til að takmarka framangreind neikvæð áhrif á rekstur félagsins og lausafjárstöðu og aðlagast þessum breyttu aðstæðum, þar á meðal með því að breyta flugáætlun og framboði til að mæta minni eftirspurn á komandi vikum og mánuðum. Hlutir hafi verið teknir úr samhengi „Við munum nota sveigjanleikann í okkar rekstri til að mæta þessum nýju áskorunum og starfsmenn PLAY hafa þegar hafið þá vinnu. Á síðustu tveimur vikum höfum við séð fyrirferðarmikinn fréttaflutning á heimsvísu þar sem hlutir hafa á köflum verið teknir úr samhengi. Þetta hefur haft áhrif á eftirspurn, og sérstaklega á eftirspurn eftir flugferðum til Íslands á aðventunni og á nýju ári,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, í tilkynningunni. Það hafi þó verið skýr teikn á lofti síðustu daga dögum sem gefi til kynna að eftirspurnin sé að taka við sér á ný. Aukningin muni þó ekki reynast nægjanleg til að bæta upp þau áhrif sem atburðir síðustu vikna hafa haft til skamms tíma. „Á þessum óvissutímum er hugur okkar hjá Grindvíkingum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Margir af starfsmönnum PLAY eiga heimili í Grindavík eða rætur þangað að rekja og hefur PLAY boðið þeim starfsmönnum aðstoð til að bregðast við þessum erfiðu tímum. Við vonum að þessi staða leysist sem allra fyrst svo Grindvíkingar geti andað léttar og horft fram á veginn.“ Play Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
„Jarðhræringarnar og líkur á eldgosi á Reykjanesskaga síðustu vikur hafa rataði í fyrirsagnir um víða veröld. Jarðhræringarnar hafa ekki haft áhrif á flugáætlun Play og Ísland er líkt og áður öruggur áfangastaður fyrir ferðamenn að heimsækja,“ segir í tilkynningu Play til Kauphallar eftir lokun markaða í dag. Atburðirnir hafi þó haft þau áhrif að eftirspurnin eftir ferðum til Íslands, sem bókaðar eru með skömmum fyrirvara, hafi verið minni og það muni hafa áhrif á afkomu félagsins. Þessir þættir geri það að verkum að afkomuspá ársins, sem birt var í september og aftur í þriðja ársfjórðungsuppgjöri félagsins í október, eigi ekki lengur við. Lausafjárstaða félagsins verði ívið lægri en búist var við en engu að síður heilbrigð. Play hafi ráðist í ýmsar aðgerðir til að takmarka framangreind neikvæð áhrif á rekstur félagsins og lausafjárstöðu og aðlagast þessum breyttu aðstæðum, þar á meðal með því að breyta flugáætlun og framboði til að mæta minni eftirspurn á komandi vikum og mánuðum. Hlutir hafi verið teknir úr samhengi „Við munum nota sveigjanleikann í okkar rekstri til að mæta þessum nýju áskorunum og starfsmenn PLAY hafa þegar hafið þá vinnu. Á síðustu tveimur vikum höfum við séð fyrirferðarmikinn fréttaflutning á heimsvísu þar sem hlutir hafa á köflum verið teknir úr samhengi. Þetta hefur haft áhrif á eftirspurn, og sérstaklega á eftirspurn eftir flugferðum til Íslands á aðventunni og á nýju ári,“ er haft eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, í tilkynningunni. Það hafi þó verið skýr teikn á lofti síðustu daga dögum sem gefi til kynna að eftirspurnin sé að taka við sér á ný. Aukningin muni þó ekki reynast nægjanleg til að bæta upp þau áhrif sem atburðir síðustu vikna hafa haft til skamms tíma. „Á þessum óvissutímum er hugur okkar hjá Grindvíkingum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Margir af starfsmönnum PLAY eiga heimili í Grindavík eða rætur þangað að rekja og hefur PLAY boðið þeim starfsmönnum aðstoð til að bregðast við þessum erfiðu tímum. Við vonum að þessi staða leysist sem allra fyrst svo Grindvíkingar geti andað léttar og horft fram á veginn.“
Play Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira