Skerða orku til fiskverkunar og gagnavera Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. nóvember 2023 09:58 Landsvirkjun segir þurrt tiðarfar hafa haft áhrif. Vísir/Vilhelm Landsvirkjun hefur tekið ákvörðun um að skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, fiskþurrkana og gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Þetta kemur fram í tilkynningu, þar segir að afhending á víkjandi orku verði stöðvuð frá og með 1. desember og verði í gildi þar til miðlunarstaða hafi batnað. Þar segir að ástæða aðgerðanna, sem séu ótímabundnar, sé samspil erfiðs batnsbúskapar, hárrar nýtingar stórnotenda á langtímasamningum og aukinnar eftirspurnar heimila og smærri fyrirtækja, sem Landsvirkjun kappkostar að tryggja orku. Í tilkynningu sinni segir Landsvirkjun að eftirspurn eftir raforku á Íslandi hafi verið mikil á undanförnum misserum. Þar hafi farið saman sterk eftirspurn stórnotenda á sama tíma og eftirspurn heimila og smærri fyrirtækja hafi aukist. „Þegar eftirspurn er mikil er raforkukerfið viðkvæmara fyrir stöðunni í vatnsbúskapnum og líklegra að grípa þurfi til skerðinga, eins og fyrri dæmi sanna. Viðskiptavinir á borð við fiskimjölsframleiðendur og gagnaver í rafmyntagreftri sem ekki hafa gert samninga um kaup á forgangsorku verða fyrir áhrifum þegar vatnafar gefur eftir og afhending til þeirra takmörkuð í samræmi við ákvæði samninga.“ Ein haustlægð ekki nóg Landsvirkjun segir að tíðarfar á Þjórsársvæði hafi verið mjög þurrt frá byrjun júlímánaðar sem olli því að Þórisvatn fylltist ekki í haust og að niðurdráttur hafi hafist snemma á svæðinu eða upp úr miðjum september. „Önnur miðlunarlón Landsvirkjunar fylltust í sumar og Blöndulón og Hálslón fóru af yfirfalli í lok september. Fylling miðlunarforða í upphafi vatnsárs, sem byrjar 1. október, var 93%. Það samsvarar því að um 350 GWh hafi vantað í forðann í upphafi vetrar.“ Fyrir utan eina haustlægð um miðjan október hafi þessir þurkar haldið áfram á hálendinu. Niðurdráttur miðlunarlóna hafi verið mjög eindreginn og þróuin á Þjórsársvæði sambærileg þróuninni haustið 2021, sem þá reyndist viðvarandi. Líklega fram á vor Landsvirkjun segir að ljóst sé að takmarka þurfi afhendingu á víkjandi orku svo tryggja megi öryggi afhendingu í vetur til þeirra viðskiptavina sem samið hafi um slíkt. Afhending á víkjandi orku verður stöðvuð frá og með næsta föstudegi, 1. desember. Sú stöðvun verður í gildi þar til miðlunarstaða hefur batnað. „Reynslan sýnir að óverulegar breytingar verða á innrennsli yfir kaldasta tíma ársins, svo búast má við að skerðingin standi fram á vormánuði. Á meðan hún er í gildi býður Landsvirkjun ekki upp á gerð neinna nýrra samninga um afhendingu forgangsorku til stórnotenda á árinu 2024.“ Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Sjá meira
Þar segir að ástæða aðgerðanna, sem séu ótímabundnar, sé samspil erfiðs batnsbúskapar, hárrar nýtingar stórnotenda á langtímasamningum og aukinnar eftirspurnar heimila og smærri fyrirtækja, sem Landsvirkjun kappkostar að tryggja orku. Í tilkynningu sinni segir Landsvirkjun að eftirspurn eftir raforku á Íslandi hafi verið mikil á undanförnum misserum. Þar hafi farið saman sterk eftirspurn stórnotenda á sama tíma og eftirspurn heimila og smærri fyrirtækja hafi aukist. „Þegar eftirspurn er mikil er raforkukerfið viðkvæmara fyrir stöðunni í vatnsbúskapnum og líklegra að grípa þurfi til skerðinga, eins og fyrri dæmi sanna. Viðskiptavinir á borð við fiskimjölsframleiðendur og gagnaver í rafmyntagreftri sem ekki hafa gert samninga um kaup á forgangsorku verða fyrir áhrifum þegar vatnafar gefur eftir og afhending til þeirra takmörkuð í samræmi við ákvæði samninga.“ Ein haustlægð ekki nóg Landsvirkjun segir að tíðarfar á Þjórsársvæði hafi verið mjög þurrt frá byrjun júlímánaðar sem olli því að Þórisvatn fylltist ekki í haust og að niðurdráttur hafi hafist snemma á svæðinu eða upp úr miðjum september. „Önnur miðlunarlón Landsvirkjunar fylltust í sumar og Blöndulón og Hálslón fóru af yfirfalli í lok september. Fylling miðlunarforða í upphafi vatnsárs, sem byrjar 1. október, var 93%. Það samsvarar því að um 350 GWh hafi vantað í forðann í upphafi vetrar.“ Fyrir utan eina haustlægð um miðjan október hafi þessir þurkar haldið áfram á hálendinu. Niðurdráttur miðlunarlóna hafi verið mjög eindreginn og þróuin á Þjórsársvæði sambærileg þróuninni haustið 2021, sem þá reyndist viðvarandi. Líklega fram á vor Landsvirkjun segir að ljóst sé að takmarka þurfi afhendingu á víkjandi orku svo tryggja megi öryggi afhendingu í vetur til þeirra viðskiptavina sem samið hafi um slíkt. Afhending á víkjandi orku verður stöðvuð frá og með næsta föstudegi, 1. desember. Sú stöðvun verður í gildi þar til miðlunarstaða hefur batnað. „Reynslan sýnir að óverulegar breytingar verða á innrennsli yfir kaldasta tíma ársins, svo búast má við að skerðingin standi fram á vormánuði. Á meðan hún er í gildi býður Landsvirkjun ekki upp á gerð neinna nýrra samninga um afhendingu forgangsorku til stórnotenda á árinu 2024.“
Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Sjá meira