„Körfuboltaleikur í kvöld en ekki tilfinningalegur rússíbani“ Aron Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2023 14:49 Grannaslagur Grindavíkur og Keflavíkur er á dagskrá Subway deildar karla í körfubolta í dag Vísir/Samsett mynd Pétur Ingvarsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta segir það vissulega sérstaka tilfinningu að vera halda inn í útileik gegn nágrönnunum frá Grindavík þar sem að leikurinn verður spilaður í Smáranum í Kópavogi. Grindavík tekur á móti Keflavík í fyrri leik kvöldsins í Subway deild karla af tveimur klukkan hálf sex en sökum rýmingar sem staðið var að í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga verður leikurinn leikinn í Kópavogi. „Leikur kvöldsins er með sérstakara formerki þar sem að við erum að fara í Kópavoginn að keppa við granna okkar frá Grindavík. Þetta verður því öðruvísi en vanalega,“ sagði Pétur í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttatíma Bylgjunnar. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn Það væntanlega gefur þessu enn sérstakari blæ. Að vera í Smáranum? „Já akkúrat. Ég er svo sem vanur því að vera þarna í Smáranum en ekki leikmennirnir mínir. Þetta er í sjálfu sér ekki hreinræktaður heimavöllur fyrir Grindvíkinga og því ekki kjöraðstæður fyrir þá. Við reynum að nýta okkur það.“ Pétur á von á því að Grindvíkingar muni styðja vel við bakið á sínum mönnum í Smáranum í kvöld en á sama tíma vonar hann að stuðningsmenn Keflavíkur láti sitt ekki eftir liggja. „Vonandi mæta einhverjir Keflvíkingar líka og styðja okkur. Þessi deild er bara svo jöfn. Ef þú tapar einum leik þá ertu kominn við botn deildarinnar. Að sama skapi ef þú vinnur einn leik, þá ertu kominn við topp deildarinnar. Bæði er mikið undir fyrir bæði lið og út frá því hversu jöfn deildin er þá er þetta gífurlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Þá er Grindavík er á fljúgandi siglingu um þessar mundir, búið að vinna fjóra leiki í röð.“ Frá því að Grindvíkingum var gert að yfirgefa heimabæ sinn á dögunum vegna óvissuástands sökum jarðhræringa á Reykjanesskaganum hefur liðið leikið einn leik í Smáranum. Sá leikur hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir marga en nú á Pétur von á meiri körfuboltaleik. Aðstæður utan vallar muni ekki hafa eins mikið að segja í kvöld. „Ég á síður von á því. Þeirra tilfinninga leikur var síðasti leikur. Nú eru þeir kannski komnir aðeins meira niður á jörðina. Þetta eru fimm leikmenn að reyna skora á hitt liðið og passa að þeir skori ekki á móti. Þetta verður körfuboltaleikur í kvöld en ekki svona tilfinningalegur rússíbani fyrir liðin, þá aðallega Grindvíkinga.“ Ótrúleg spenna Þá man Pétur ekki eftir eins jafnri deildarkeppni líkt og við erum að sjá núna þar sem að eftir leiki kvöldsins munu aðeins tvö stig skilja á milli liðsins í fyrsta sæti og liðsins í áttunda sæti. „Það væri náttúrulega miklu skemmtilegra ef við værum að vinna alla okkar leiki en deildin er bara jöfn og þó farin að skiptast svolítið. Það eru þarna þrjú lið sem eru klárlega komin í botnbaráttuna. Svo eru hin níu liðin bara að berjast í toppbaráttunni og um það hverjir enda í miðjumoðinu. Ég man allavegana ekki eftir svona spennandi deildarkeppni og fylgist ég með mörgum íþróttum. Ég man bara ekki eftir því að þetta hafi verið svona ótrúlega jafnt. Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Grindavík tekur á móti Keflavík í fyrri leik kvöldsins í Subway deild karla af tveimur klukkan hálf sex en sökum rýmingar sem staðið var að í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga verður leikurinn leikinn í Kópavogi. „Leikur kvöldsins er með sérstakara formerki þar sem að við erum að fara í Kópavoginn að keppa við granna okkar frá Grindavík. Þetta verður því öðruvísi en vanalega,“ sagði Pétur í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttatíma Bylgjunnar. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn Það væntanlega gefur þessu enn sérstakari blæ. Að vera í Smáranum? „Já akkúrat. Ég er svo sem vanur því að vera þarna í Smáranum en ekki leikmennirnir mínir. Þetta er í sjálfu sér ekki hreinræktaður heimavöllur fyrir Grindvíkinga og því ekki kjöraðstæður fyrir þá. Við reynum að nýta okkur það.“ Pétur á von á því að Grindvíkingar muni styðja vel við bakið á sínum mönnum í Smáranum í kvöld en á sama tíma vonar hann að stuðningsmenn Keflavíkur láti sitt ekki eftir liggja. „Vonandi mæta einhverjir Keflvíkingar líka og styðja okkur. Þessi deild er bara svo jöfn. Ef þú tapar einum leik þá ertu kominn við botn deildarinnar. Að sama skapi ef þú vinnur einn leik, þá ertu kominn við topp deildarinnar. Bæði er mikið undir fyrir bæði lið og út frá því hversu jöfn deildin er þá er þetta gífurlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Þá er Grindavík er á fljúgandi siglingu um þessar mundir, búið að vinna fjóra leiki í röð.“ Frá því að Grindvíkingum var gert að yfirgefa heimabæ sinn á dögunum vegna óvissuástands sökum jarðhræringa á Reykjanesskaganum hefur liðið leikið einn leik í Smáranum. Sá leikur hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir marga en nú á Pétur von á meiri körfuboltaleik. Aðstæður utan vallar muni ekki hafa eins mikið að segja í kvöld. „Ég á síður von á því. Þeirra tilfinninga leikur var síðasti leikur. Nú eru þeir kannski komnir aðeins meira niður á jörðina. Þetta eru fimm leikmenn að reyna skora á hitt liðið og passa að þeir skori ekki á móti. Þetta verður körfuboltaleikur í kvöld en ekki svona tilfinningalegur rússíbani fyrir liðin, þá aðallega Grindvíkinga.“ Ótrúleg spenna Þá man Pétur ekki eftir eins jafnri deildarkeppni líkt og við erum að sjá núna þar sem að eftir leiki kvöldsins munu aðeins tvö stig skilja á milli liðsins í fyrsta sæti og liðsins í áttunda sæti. „Það væri náttúrulega miklu skemmtilegra ef við værum að vinna alla okkar leiki en deildin er bara jöfn og þó farin að skiptast svolítið. Það eru þarna þrjú lið sem eru klárlega komin í botnbaráttuna. Svo eru hin níu liðin bara að berjast í toppbaráttunni og um það hverjir enda í miðjumoðinu. Ég man allavegana ekki eftir svona spennandi deildarkeppni og fylgist ég með mörgum íþróttum. Ég man bara ekki eftir því að þetta hafi verið svona ótrúlega jafnt.
Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira