Formúla 1

Hamilton segir liðs­­stjóra Red Bull fara með rangt mál

Aron Guðmundsson skrifar
Saga um samskipti Hamilton og Red Bull Racing hefur átt sviðið í aðdraganda síðustu keppnishelggar Formúlu 1
Saga um samskipti Hamilton og Red Bull Racing hefur átt sviðið í aðdraganda síðustu keppnishelggar Formúlu 1 Vísir/Getty

Sjöfaldi Formúlu 1 heimsmeistarinn Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes, segir Christian Horner, liðsstjóra Red Bull Racing, fara með rangt mál er hann segir Hamilton hafa sett sig í samband við forráðamenn Red Bull Racing og viðrað hugmyndir um að ganga til liðs við liðið.

Sagan um þreifingar milli Red Bull Ra­cing og Lewis Hamilton hefur átt sviðið í For­múlu 1 heiminum í að­draganda síðustu keppnis­helgar yfir­standandi tíma­bils í Abu Dhabi.

Red Bull Ra­cing og Mercedes eru risarnir tveir sem hafa ráðið lögum og lofum í For­múlu 1 heiminum undan­farin ár og því vakti það skiljan­lega mikla at­hygli þegar að breski miðillinn Daily Mail birti við­tal sitt við Christian Horn­er, liðs­stjóra fyrr­nefnda liðsins, þar sem að hann hélt því fram full­trúar Hamilton hefðu sett sig í sam­band við Red Bull Ra­cing og að þar hefði verið at­hugað hvort öku­manns­sæti væri á lausu hjá liðinu.

Hamilton er einn besti öku­maður For­múlu 1 frá upp­hafi og er, á­samt Michael Schumacher, sem hefur unnið flesta heims­meistara­titla í flokki öku­manna. Hamilton hefur einnig eldað grátt silfur í gegnum tíðina með ríkjandi heims­meistaranum Max Ver­stappen sem er aðal­öku­maður Red Bull Ra­cing.

Eftir að við­tal Daily Mail við Christian Horn­er fór á flug sá Hamilton sig til­neyddan til þess að stíga fram og svara full­yrðingum hans.

Vissu­lega hafi verið sam­skipti milli Red Bull Ra­cing og Lewis Hamilton en að öku­maðurinn hafi ekki verið sá sem steig fyrsta skrefið að þeim sam­skiptum.

„Ég hafði ekki sam­band við þá,“ sagði Hamilton í við­tali fyrir keppnis­helgina í Abu Dhabi. „Christian hafði sam­band við mig. Ég hef kannað þetta hjá öllum í mínu teymi. Það hefur enginn talað við full­trúa Red Bull Ra­cing. Þeir hafa hins vegar haft sam­band við okkur.“

Sá skilaboð í gömlum síma

Hamilton heldur því fram að Horn­er hafði sent sér texta­skila­boð í gamla símann sinn sem inni­hélt eldra síma­númer í hans eigu. Hamilton segist ekki hafa séð þau skila­boð fyrr en nokkrum mánuðum eftir að þau bárust er hann kveikti á gamla símanum sínum.

„Þá sá ég hundruð skila­boða birtast. Eitt þeirra var frá Christian þar sem að hann sagðist vilja hitta mig og ræða við mig eftir tíma­bilið.“

Hamilton, sem skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við Mercedes fyrr á árinu, segir það vera til­hneiginguna hjá mörgum að kasta nafni hans inn í um­ræðuna því það veki alltaf at­hygli.

„Ef þú ert ein­mana, ert ekki að fá mikla at­hygli. Nefndu mig þá á nafn, það væri hið full­komna fyrir þig í stöðunni.“

Hann segir skiljan­legt að öku­menn vilji aka bíl Red Bull, sem sé einn mesti yfir­burðar bíll seinni tíma í For­múlu 1. Hins vegar sjái hann spennu og ríku­legt að­dráttar­afl fyrir sig að reyna koma Mercedes aftur á toppinn í móta­röðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×