Marel rauk upp áður en lokað var fyrir viðskipti Árni Sæberg skrifar 24. nóvember 2023 10:24 Árni Sigurðsson er starfandi forstjóri Marel. Marel Lokað var fyrir viðskipti með hlutabréf í Marel í morgun. Gengi bréfanna rauk upp um tæplega þrjátíu prósent í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var um óskuldbindandi viljayfirlýsingu um kaup á öllu hlutafé félagins. Opnað hefur verið fyrir viðskiptin á ný. Í tilkynningu Marels til Kauphallar í morgun sagði að félaginu hefði borist óskuldbindandi viljayfirlýsing varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu. „Í viljayfirlýsingunni kemur skýrt fram að ekki sé um að ræða lagalega bindandi skuldbindingu og að verði valkvætt yfirtökutilboð lagt fram á síðari stigum, yrði slíkt tilboð háð margvíslegum skilyrðum. Viljayfirlýsingunni fylgdi óafturkallanleg yfirlýsing Eyris Invest hf., eiganda 24,7% hlutafjár í Marel, um samþykki Eyris Invest hf. verði tilboð lagt fram í tengslum við viljayfirlýsinguna,“ sagði í tilkynningunni. Fjárfestar biðu ekki boðanna í morgun og á fyrstu mínútunum eftir opnun markaðar var gengi bréfa í félaginu komið upp um þrjátíu prósent. Þegar þessi frétt var skrifuð hafði gengið farið upp um 28,57 prósent en á vef Kauphallarinnar sagði einfaldlega „suspended or halted“ eða „frestað eða stöðvað“ á síðu Marels í morgun. Heimild til að stöðva viðskipti vegna mikilla sveifla Í lögum um markaði fyrir fjármálagerninga segir að rekstraraðila markaðar, sem starfrækir markaðstorg fjármálagerninga eða skipulegt markaðstorg, sé heimilt að stöðva tímabundið viðskipti með fjármálagerning eða taka hann úr viðskiptum, uppfylli hann ekki lengur reglur markaðstorgsins. Þá segir einnig í lögunum að skipulegur markaður skuli vera fær um að stöðva tímabundið eða takmarka viðskipti þegar verðsveiflur verða á fjármálagerningi, á stuttu tímabili, á þeim markaði eða tengdum markaði og geta í undantekningartilvikum fellt niður, breytt eða leiðrétt viðskipti. Telja verður að stöðvun viðskipta með bréf í Marel sé til komin af síðarnefndri heimild laganna. Ekki hefur náðst í Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar, við vinnslu fréttarinnar. Hollendingurinn lokar líka Bréf í Marel eru einnig til kaupa og sölu í kauphöllinni í Amsterdam í Hollandi. Þar hefur gengi bréfanna hækkað um 29,2 prósent í dag. Þar hafði engin ákvörðun verið tekin um stöðvun viðskipta með bréfin þegar þessi frétt var skrifuð en eftir að tilkynning barst um hver stæði að baki tilboðinu var lokað fyrir viðskipti. Síðan þá hefur aftur verið opnað fyrir viðskipti með bréf í Marel bæði hér heima og í Hollandi. Kaup og sala fyrirtækja Marel Kauphöllin Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Í tilkynningu Marels til Kauphallar í morgun sagði að félaginu hefði borist óskuldbindandi viljayfirlýsing varðandi mögulegt tilboð í öll hlutabréf í félaginu. „Í viljayfirlýsingunni kemur skýrt fram að ekki sé um að ræða lagalega bindandi skuldbindingu og að verði valkvætt yfirtökutilboð lagt fram á síðari stigum, yrði slíkt tilboð háð margvíslegum skilyrðum. Viljayfirlýsingunni fylgdi óafturkallanleg yfirlýsing Eyris Invest hf., eiganda 24,7% hlutafjár í Marel, um samþykki Eyris Invest hf. verði tilboð lagt fram í tengslum við viljayfirlýsinguna,“ sagði í tilkynningunni. Fjárfestar biðu ekki boðanna í morgun og á fyrstu mínútunum eftir opnun markaðar var gengi bréfa í félaginu komið upp um þrjátíu prósent. Þegar þessi frétt var skrifuð hafði gengið farið upp um 28,57 prósent en á vef Kauphallarinnar sagði einfaldlega „suspended or halted“ eða „frestað eða stöðvað“ á síðu Marels í morgun. Heimild til að stöðva viðskipti vegna mikilla sveifla Í lögum um markaði fyrir fjármálagerninga segir að rekstraraðila markaðar, sem starfrækir markaðstorg fjármálagerninga eða skipulegt markaðstorg, sé heimilt að stöðva tímabundið viðskipti með fjármálagerning eða taka hann úr viðskiptum, uppfylli hann ekki lengur reglur markaðstorgsins. Þá segir einnig í lögunum að skipulegur markaður skuli vera fær um að stöðva tímabundið eða takmarka viðskipti þegar verðsveiflur verða á fjármálagerningi, á stuttu tímabili, á þeim markaði eða tengdum markaði og geta í undantekningartilvikum fellt niður, breytt eða leiðrétt viðskipti. Telja verður að stöðvun viðskipta með bréf í Marel sé til komin af síðarnefndri heimild laganna. Ekki hefur náðst í Magnús Harðarson, forstjóra Kauphallarinnar, við vinnslu fréttarinnar. Hollendingurinn lokar líka Bréf í Marel eru einnig til kaupa og sölu í kauphöllinni í Amsterdam í Hollandi. Þar hefur gengi bréfanna hækkað um 29,2 prósent í dag. Þar hafði engin ákvörðun verið tekin um stöðvun viðskipta með bréfin þegar þessi frétt var skrifuð en eftir að tilkynning barst um hver stæði að baki tilboðinu var lokað fyrir viðskipti. Síðan þá hefur aftur verið opnað fyrir viðskipti með bréf í Marel bæði hér heima og í Hollandi.
Kaup og sala fyrirtækja Marel Kauphöllin Mest lesið Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira