Sjokk að fá þessar fréttir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2023 08:30 Elín Klara Þorkelsdóttir varð fyrir miklu áfalli þegar kom í ljós að liðband í ökkla var slitið. Vísir/Sigurjón Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út. Ísland tekur loksins þátt á stórmóti eftir ellefu ára bið og leikstjórnandinn Elín Klara var búinn að vinna sér inn flott hlutverk í liðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hún fékk hins vegar þær ömurlegu fréttir í gær að HM draumurinn væri úti. Elín meiddist á æfingu með Haukum í síðustu viku og gat ekki tekið þátt í síðasta leik liðsins. Hún hélt þó að hún myndi ná sér fyrir HM. Hann fór i níutíu gráður „Ég er bara að hoppa og lenda jafnfætis. Svo lendi ég hrikalega illa á vinstri fætinum. Hann fer eiginlega alveg í níutíu gráður,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. „Ég hélt að þetta væri bara tognun, svona týpísk ökklatognun. Því miður var það ekki svo,“ sagði Elín Klara. „Ég hef alveg oft lent í því að snúa ökklann og þetta var aðeins verri tilfinning,“ sagði Elín Klara en hvernig hefur þá vikan verið hjá henni. Sjokk að fá þessar fréttir „Ég er búin að vera í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfurum og fór síðan í myndatöku í morgun. Það var bara létt sjokk að fá þessar fréttir. Ég var engan vegin að búast við þessu,“ sagði Elín Klara. „Við vorum að fara út á morgun og þetta eru því ömurlegar fréttir,“ sagði Elín Klara sem bjóst við því kvöldið fyrir myndatökuna að hún væri að fara út. Elín fékk það staðfest að liðband væri slitið í ökklanum. Fylgist spennt með heima „Ég var bara í sjokki í morgun yfir þessu. Ég var búin að búa mig undir það að fara út og svo fær maður það í andlitið: Það er ekki að gerast. Þetta er rosalega skrýtin tilfinning en ég hef fulla trú á stelpunum. Ég verð bara heima spennt að fylgjast með þeim,“ sagði Elín Klara en verður það ekki erfitt að sitja fyrir framan sjónvarpið þegar flautað verður í fyrsta leik Íslands á HM á móti Slóveníu? „Það verður mjög erfið tilfinning en aftur á móti verður gaman að fylgjast með stelpunum,“ sagði Elín Klara. Þetta er mikil áfall fyrir Elínu Klöru en ekki síst fyrir íslenska liðið. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur kallað Kötlu Maríu Magnúsdóttur frá Selfossi í hennar stað. Katla er annar af tveimur leikmönnum íslenska hópsins sem spilar ekki í efstu deild en hin er liðsfélagi hennar Perla Ruth Albertsdóttir. Það má sjá allt viðtalið við Elínu Klöru hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Elínu Klöru Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Sjá meira
Ísland tekur loksins þátt á stórmóti eftir ellefu ára bið og leikstjórnandinn Elín Klara var búinn að vinna sér inn flott hlutverk í liðinu þrátt fyrir ungan aldur. Hún fékk hins vegar þær ömurlegu fréttir í gær að HM draumurinn væri úti. Elín meiddist á æfingu með Haukum í síðustu viku og gat ekki tekið þátt í síðasta leik liðsins. Hún hélt þó að hún myndi ná sér fyrir HM. Hann fór i níutíu gráður „Ég er bara að hoppa og lenda jafnfætis. Svo lendi ég hrikalega illa á vinstri fætinum. Hann fer eiginlega alveg í níutíu gráður,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir í viðtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. „Ég hélt að þetta væri bara tognun, svona týpísk ökklatognun. Því miður var það ekki svo,“ sagði Elín Klara. „Ég hef alveg oft lent í því að snúa ökklann og þetta var aðeins verri tilfinning,“ sagði Elín Klara en hvernig hefur þá vikan verið hjá henni. Sjokk að fá þessar fréttir „Ég er búin að vera í endurhæfingu hjá sjúkraþjálfurum og fór síðan í myndatöku í morgun. Það var bara létt sjokk að fá þessar fréttir. Ég var engan vegin að búast við þessu,“ sagði Elín Klara. „Við vorum að fara út á morgun og þetta eru því ömurlegar fréttir,“ sagði Elín Klara sem bjóst við því kvöldið fyrir myndatökuna að hún væri að fara út. Elín fékk það staðfest að liðband væri slitið í ökklanum. Fylgist spennt með heima „Ég var bara í sjokki í morgun yfir þessu. Ég var búin að búa mig undir það að fara út og svo fær maður það í andlitið: Það er ekki að gerast. Þetta er rosalega skrýtin tilfinning en ég hef fulla trú á stelpunum. Ég verð bara heima spennt að fylgjast með þeim,“ sagði Elín Klara en verður það ekki erfitt að sitja fyrir framan sjónvarpið þegar flautað verður í fyrsta leik Íslands á HM á móti Slóveníu? „Það verður mjög erfið tilfinning en aftur á móti verður gaman að fylgjast með stelpunum,“ sagði Elín Klara. Þetta er mikil áfall fyrir Elínu Klöru en ekki síst fyrir íslenska liðið. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari hefur kallað Kötlu Maríu Magnúsdóttur frá Selfossi í hennar stað. Katla er annar af tveimur leikmönnum íslenska hópsins sem spilar ekki í efstu deild en hin er liðsfélagi hennar Perla Ruth Albertsdóttir. Það má sjá allt viðtalið við Elínu Klöru hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Elínu Klöru
Landslið kvenna í handbolta HM karla í handbolta 2023 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Sjá meira