Ósáttur við skráningu Byko eftir greiðslu með reiðufé Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2023 10:48 Ekki kemur fram úrskurði Persónuverndar í hvaða verslun Byko viðskiptavinurinn mætti. Á myndinnni má sjá verslun Byko í Breiddinni. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að byggingarvörufyrirtækinu Byko hafi verið heimilt að krefja viðskiptavin sinn um kennitölu og framvísun persónuskilríkja þegar hann ætlaði að greiða fyrir vörur með reiðufé. Viðskiptavinurinn kvartaði til Persónuverndar í september í fyrra eftir að hafa verið krafinn um að framvísa persónuskilríkjum og kennitölu til skráningar þegar hann ætlaði að kaupa vörur fyrir rúmlega 115 þúsund krónur. Viðskiptavinurinn taldi engar lagaheimildir hjá Byko fyrir vinnslunni og þeirri verklagsreglu Byko að biðja viðskiptavini um skilríki þegar þeir versluðu með reiðufé fyrir meira en fimmtíu þúsund krónur. Hann vísaði til þess að tekið væri sérstaklega fram í lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, þeirri grein sem Byko byggi vinnslu sína á, að ákvæðið eigi við um fyrirtæki og fólk sem greiði yfir tíu þúsund evrur, vel á aðra milljón króna. Mun hærri upphæð en hann hafi ætlað að versla fyrir. Þá hafi hann ekki átt í viðskiptasambandi við Byko heldur hafi verið um einstaklingsviðskipti að ræða. Byggingariðnaður tengdur skipulagðri brotastarfsemi Byko vísaði í lögin um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun fyrirtækja. Fyrirtækið væri skilgreint sem umfangsmikið á íslenskum byggingavörumarkaði og tilkynningarskyldur aðili. Slíkum aðila beri að vinna áhættumat á starfsemi sinni, samningssamböndum og einstaka viðskiptum. Þá hafi stjórnvöld sérstaklega fjallað um viðskipti með reiðufé í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þá hafi verið miðað við kaup á vöru og þjónustu fyrir þrjú hundruð þúsund krónur. Byko byggði einnig á því að byggingariðnaður hefði löngum verið álitinn áhættusamur með tilliti til skipulagðrar brotastarfsemi, svartrar atvinnustarfsemi og annars konar ólöglegs athæfis. Umfang reiðufjárviðskipta hafi verið mikið í byggingavöruverslunum og hjá fyrirtækjum í mannvirkjagerð samanborið við aðra geira atvinnulífsins. Það hafi því verið niðurstaða áhættumats hjá Byko að herða reglur um móttöku reiðufjár til að koma í veg fyrir að fyrirtækið væri notað sem vettvangur fyrir peningaþvætti. Byko hafi ákveðið að krefjast auðkenningar þegar fólk borgi fyrir vörur með meira en fimmtíu þúsund krónum í reiðufé. Þannig geti fyrirtækið tryggt rekjanleika stærri viðskipta um leið og meðalhófs væri gætt gagnvart viðskiptavinum enda feli langflest viðskipti með reiðufé í sér lægri fjárhæðir en fimmtíu þúsund krónur. Nauðsynlegt til að uppfylla skyldu sína Persónuvernd horfði í úrskurði sínum til markmiðs laganna og þess að Byko væri tilkynningaskyldur aðili. Fyrirtækið þurfi að haga starfsemi sinni og eftirlitskerfum þannig að unnt sé að greina margar lægri færslur sem tengist sama aðila eða sömu viðskiptum. Byko þurfi að fylgjast með reiðufjárviðskiptum viðskiptavina sinna, hvort sem um sé að ræða fólk í viðvarandi viðskiptasambandi eða í einstaka viðskiptum, og tengja saman greiðslur. Það verði ekki gert nema fyrirtækið viti deili á viðskiptavini. Taldi Persónuvernd vinnslu Byko hafa verið nauðsynlega til að uppfylla lagaskyldu sem hvíli á Byko. Skráning á kennitölu viðskiptavinarins hafi átt sér málefnalegan tilgang og verið nauðsynleg til að tryggja örugga persónugreiningu. Byggingariðnaður Persónuvernd Neytendur Verslun Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Viðskiptavinurinn kvartaði til Persónuverndar í september í fyrra eftir að hafa verið krafinn um að framvísa persónuskilríkjum og kennitölu til skráningar þegar hann ætlaði að kaupa vörur fyrir rúmlega 115 þúsund krónur. Viðskiptavinurinn taldi engar lagaheimildir hjá Byko fyrir vinnslunni og þeirri verklagsreglu Byko að biðja viðskiptavini um skilríki þegar þeir versluðu með reiðufé fyrir meira en fimmtíu þúsund krónur. Hann vísaði til þess að tekið væri sérstaklega fram í lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, þeirri grein sem Byko byggi vinnslu sína á, að ákvæðið eigi við um fyrirtæki og fólk sem greiði yfir tíu þúsund evrur, vel á aðra milljón króna. Mun hærri upphæð en hann hafi ætlað að versla fyrir. Þá hafi hann ekki átt í viðskiptasambandi við Byko heldur hafi verið um einstaklingsviðskipti að ræða. Byggingariðnaður tengdur skipulagðri brotastarfsemi Byko vísaði í lögin um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun fyrirtækja. Fyrirtækið væri skilgreint sem umfangsmikið á íslenskum byggingavörumarkaði og tilkynningarskyldur aðili. Slíkum aðila beri að vinna áhættumat á starfsemi sinni, samningssamböndum og einstaka viðskiptum. Þá hafi stjórnvöld sérstaklega fjallað um viðskipti með reiðufé í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þá hafi verið miðað við kaup á vöru og þjónustu fyrir þrjú hundruð þúsund krónur. Byko byggði einnig á því að byggingariðnaður hefði löngum verið álitinn áhættusamur með tilliti til skipulagðrar brotastarfsemi, svartrar atvinnustarfsemi og annars konar ólöglegs athæfis. Umfang reiðufjárviðskipta hafi verið mikið í byggingavöruverslunum og hjá fyrirtækjum í mannvirkjagerð samanborið við aðra geira atvinnulífsins. Það hafi því verið niðurstaða áhættumats hjá Byko að herða reglur um móttöku reiðufjár til að koma í veg fyrir að fyrirtækið væri notað sem vettvangur fyrir peningaþvætti. Byko hafi ákveðið að krefjast auðkenningar þegar fólk borgi fyrir vörur með meira en fimmtíu þúsund krónum í reiðufé. Þannig geti fyrirtækið tryggt rekjanleika stærri viðskipta um leið og meðalhófs væri gætt gagnvart viðskiptavinum enda feli langflest viðskipti með reiðufé í sér lægri fjárhæðir en fimmtíu þúsund krónur. Nauðsynlegt til að uppfylla skyldu sína Persónuvernd horfði í úrskurði sínum til markmiðs laganna og þess að Byko væri tilkynningaskyldur aðili. Fyrirtækið þurfi að haga starfsemi sinni og eftirlitskerfum þannig að unnt sé að greina margar lægri færslur sem tengist sama aðila eða sömu viðskiptum. Byko þurfi að fylgjast með reiðufjárviðskiptum viðskiptavina sinna, hvort sem um sé að ræða fólk í viðvarandi viðskiptasambandi eða í einstaka viðskiptum, og tengja saman greiðslur. Það verði ekki gert nema fyrirtækið viti deili á viðskiptavini. Taldi Persónuvernd vinnslu Byko hafa verið nauðsynlega til að uppfylla lagaskyldu sem hvíli á Byko. Skráning á kennitölu viðskiptavinarins hafi átt sér málefnalegan tilgang og verið nauðsynleg til að tryggja örugga persónugreiningu.
Byggingariðnaður Persónuvernd Neytendur Verslun Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira