Viðskipti innlent

Greiðslukortagátt Rapyd liggur niðri vegna netárásar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Greiðslukortaþjónusta Rapyd liggur niðri.
Greiðslukortaþjónusta Rapyd liggur niðri. Jeffrey Greenberg/Universal Images Group via Getty Images)

Greiðslukortagátt Rapyd liggur nú niðri. Ekki er hægt að greiða með greiðslukortum í posum víða og í netverslun. Samkvæmt forstjóra Rapyd á Íslandi er ástæðan rakin til netárásar.

Garðar Stefánsson, forstjóri Rapyd á Íslandi, segir í svari til fréttastofu að truflanir hafi orðið á netsambandi vegna netárásar sem hafi haft áhrif á sum af greiðslukerfum Rapyd. Meðal þjónustuaðila sem hafa orðið fyrir áhrifum af þessu er miðaþjónustan Tix.is og bensínstöðvar Orkunnar.

„Teymi Rapyd á Íslandi vinnur hörðum höndum að lagfæringu á þeim kerfum sem urðu fyrir áhrifum. Rétt er að taka fram að öryggi gagna viðskiptavina og annarra eru ekki í hættu. Við vonumst til að þetta komist í lag sem fyrst.“

VIðskiptavinir Orkunnar hafa fengið villumeldingu í dag. Vísir/Bjarki




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×