Væntingar um vaxtatoppinn „klárlega að koma niður“ vegna óvissunnar
![Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri en peningastefnunefnd Seðlabankans kynnir næstu vaxtaákvörðun sína miðvikudaginn 22. nóvember.](https://www.visir.is/i/07F5585B9892EF8C40AC2E49A157168628EB14367653569A389CEB30102FC53C_713x0.jpg)
Jarðhræringar og óvissan um framvindu mála á Reykjanesskaga hafa slökkt í öllum væntingum skuldabréfafjárfesta um mögulega vaxtahækkun þegar peningastefnunefnd Seðlabankans kemur saman í næstu viku. Ávöxtunarkrafa styttri ríkisskuldabréfa hefur lækkað skarpt síðustu daga samtímis því að undirliggjandi raunvextir eru að koma niður, að sögn sjóðstjóra á markaði, en útlit er fyrir að fjármögnunarþörf ríkissjóðs eigi eftir að aukast talsvert frá fyrri áætlun vegna meiri hallareksturs.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/4D1E09638D2BEF120D67836A51F04D96BBE8DA90777FE8C8623A2EDE39C7EEBD_308x200.jpg)
Skuldabréfafjárfestar enn með augun á verðbólguáhættu vegna kjarasamninga
Grunnur skuldabréfabréfamarkaður, með nánast engri þátttöku frá erlendum fjárfestum, þýðir að ekki er hægt að draga of sterkar ályktanir af skammtímahreyfingum á verðbólguálaginu, að sögn seðlabankastjóra. Með meiri vissu um þróun verðbólgu og vaxta er sennilegt að áhrifin verði lík því að „lemja á tómatsósuflösku“ þegar fjárfestar fari að koma allir inn í einu á skuldabréfamarkaðinn.