Handbolti

Bikarmeistararnir í erfiðri stöðu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Tryggvi Þórisson, leikmaður IK Sävehof
Tryggvi Þórisson, leikmaður IK Sävehof handbolti.is / Guðmundur Svansson

Ríkjandi bikarmeistarar Sävehof töpuðu fyrir Ystads, 30-26, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum í sænsku bikarkeppninni í handbolta. Tryggvi Þórisson lék með Sävehof en komst ekki á blað. 

Sävehof er þó enn í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með sex sigra í fyrstu átta leikjunum. Andstæðingar þeirra, Ystads, hefur ekki vegnað eins vel og er í níunda sæti deildarinnar. Tapið er því nokkuð óvænt fyrir Sävehof sem urðu bikarmeistar á síðasta tímabili. 

Á sama tíma lék kvennalið Sävehof gegn Íslendaliðinu Skara í úrvalsdeild Svíþjóðar í handbolta. Þar fór Sävehof með öruggan þrettán marka sigur, 22-35. Allar íslensku stelpurnar lögðu sitt af mörkum fyrir Skara, Jóhanna Sigurðardóttir skoraði fjögur en Katrín Tinna og Aldís Ásta skoruðu báðar eitt mark. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×