Körfubolti

LeBron tjáir sig um á­stand sonarins eftir hjartaaðgerðina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bronny James er með meðfæddan en meðhöndlanlegan hjartagalla.
Bronny James er með meðfæddan en meðhöndlanlegan hjartagalla. getty/Ronald Martinez

LeBron James hefur tjáð sig um stöðuna á syni sínum, Bronny, eftir að hann gekkst undir hjartaaðgerð.

Bronny fór í hjartastopp á æfingu með University of South Carolina í sumar og fór í kjölfarið í hjartaaðgerð.

Eftir tap Los Angeles Lakers gegn Miami Heat í NBA-deildinni í nótt sagði LeBron að Bronny myndi fara í skoðun í lok nóvember. Ef hún kæmi vel út og allt gengi samkvæmt áætlun gæti hann byrjað að æfa og jafnvel spila með USC á þessu tímabili.

„Það er stórt augnablik seinna í mánuðinum til að sjá hvort við getum haldið fram á veginn. Ef hann fær grænt ljós verður þess ekki langt að bíða að hann snúið aftur á parketið með liðsfélögum sínum og byrji að æfa með það fyrir augum að spila,“ sagði LeBron.

Bronny, sem er átján ára, er á sínu fyrsta ári við USC. Hann þykir efnilegur körfuboltamaður og því hefur verið spáð að hann gæti verið valinn í nýliðavali NBA. LeBron hefur sagst vera spenntur fyrir því að spila með syni sínum í deild þeirra bestu. LeBron verður 39 ára 30. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×