Sýn og Árvakur hljóta mest Jón Þór Stefánsson skrifar 4. nóvember 2023 14:37 Árvakur rekur Morgunblaðið og Mbl.is. Sýn er með Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Vísir/Egill/Vilhelm Sýn og Árvakur hljóta hvort um sig rúmlega 107 milljónir króna í rekstarstuðning úr styrktarsjóði til einkarekinna fjölmiðla. Það eru hæstu styrkirnir sem veittir voru í ár. Sýn rekur fjölmiðla á borð við Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Árvakur er með Morgunblaðið, Mbl.is og K100. Næst hæsta styrkinn fær Sameinaða útgáfufélagið, sem rekur Heimildina, sem hlýtur tæplega 55 milljónir króna. Þar á eftir er Myllusetur, sem er með Viðskiptablaðið, og fær rétttæpar 34 milljónir. Alls fengu 25 fjölmiðlaveitur rekstrarstuðning þetta árið, en 470 milljónir voru til úthlutunar. Fram kemur að þremur umsóknum hafi verið synjað þar sem þær uppfylltu ekki skilyrði fyrir rekstrarstuðningi. Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla ákvað þetta. Anna Mjöll Karlsdóttir lögfræðingur er formaður nefndarinnar. Athygli vekur að Fjölmiðlatorgið, sem rekur DV og Hringbraut, fékk ekki styrk úr sjóðnum. Í samtali við Vísi útskýrir Björn Þorfinnsson, ábyrgðarmaður félagsins og ritstjóri DV, að stjórn félagsins hafi metið það svo að sækja ekki um styrkinn þetta árið. Það verði þó að öllum líkindum gert á næsta ári. Fjölmiðlatorgið keypti DV og aðra miðla í sinni eigu af Torgi sem varð gjaldþrota í lok mars á þessu ári. Með gjaldþrotinu hvarf Fréttablaðið úr íslensku fjölmiðlaflórunni. Úthlutunarlistinn er eftirfarandi: Árvakur hf. 107,155,187 Birtíngur útgáfufélag ehf. 20,032,898 Bændasamtök Íslands 20,816,416 Eigin herra ehf. 3,103,234 Elísa Guðrún ehf. 5,931,816 Eyjasýn ehf. 2,367,395 Fótbolti ehf. 7,678,544 Fröken ehf. 10,974,262 Hönnunarhúsið ehf. 1,600,769 Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. 4,020,746 MD Reykjavík ehf. 7,855,101 Mosfellingur ehf. 2,107,530 Myllusetur ehf. 33,997,545 Nýprent ehf. 5,950,249 Prentmet Oddi ehf. 4,836,300 Saganet – Útvarp Saga ehf. 4,732,544 Sameinaða útgáfufélagið ehf. 54,701,442 Skessuhorn ehf. 15,826,217 Sólartún ehf. 16,119,419 Steinprent ehf. 2,616,804 Sýn hf. 107,155,187 Tunnan prentþjónusta ehf. 3,801,810 Útgáfufélag Austurlands ehf. 7,460,416 Útgáfufélagið ehf. 6,713,182 Víkurfréttir ehf. 12,962,661 Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Sýn Rekstur hins opinbera Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Sýn rekur fjölmiðla á borð við Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Árvakur er með Morgunblaðið, Mbl.is og K100. Næst hæsta styrkinn fær Sameinaða útgáfufélagið, sem rekur Heimildina, sem hlýtur tæplega 55 milljónir króna. Þar á eftir er Myllusetur, sem er með Viðskiptablaðið, og fær rétttæpar 34 milljónir. Alls fengu 25 fjölmiðlaveitur rekstrarstuðning þetta árið, en 470 milljónir voru til úthlutunar. Fram kemur að þremur umsóknum hafi verið synjað þar sem þær uppfylltu ekki skilyrði fyrir rekstrarstuðningi. Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla ákvað þetta. Anna Mjöll Karlsdóttir lögfræðingur er formaður nefndarinnar. Athygli vekur að Fjölmiðlatorgið, sem rekur DV og Hringbraut, fékk ekki styrk úr sjóðnum. Í samtali við Vísi útskýrir Björn Þorfinnsson, ábyrgðarmaður félagsins og ritstjóri DV, að stjórn félagsins hafi metið það svo að sækja ekki um styrkinn þetta árið. Það verði þó að öllum líkindum gert á næsta ári. Fjölmiðlatorgið keypti DV og aðra miðla í sinni eigu af Torgi sem varð gjaldþrota í lok mars á þessu ári. Með gjaldþrotinu hvarf Fréttablaðið úr íslensku fjölmiðlaflórunni. Úthlutunarlistinn er eftirfarandi: Árvakur hf. 107,155,187 Birtíngur útgáfufélag ehf. 20,032,898 Bændasamtök Íslands 20,816,416 Eigin herra ehf. 3,103,234 Elísa Guðrún ehf. 5,931,816 Eyjasýn ehf. 2,367,395 Fótbolti ehf. 7,678,544 Fröken ehf. 10,974,262 Hönnunarhúsið ehf. 1,600,769 Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. 4,020,746 MD Reykjavík ehf. 7,855,101 Mosfellingur ehf. 2,107,530 Myllusetur ehf. 33,997,545 Nýprent ehf. 5,950,249 Prentmet Oddi ehf. 4,836,300 Saganet – Útvarp Saga ehf. 4,732,544 Sameinaða útgáfufélagið ehf. 54,701,442 Skessuhorn ehf. 15,826,217 Sólartún ehf. 16,119,419 Steinprent ehf. 2,616,804 Sýn hf. 107,155,187 Tunnan prentþjónusta ehf. 3,801,810 Útgáfufélag Austurlands ehf. 7,460,416 Útgáfufélagið ehf. 6,713,182 Víkurfréttir ehf. 12,962,661 Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Sýn Rekstur hins opinbera Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun