Mate svekktur: Ef einhverjum líkar það ekki þá þarf hann bara að spila í öðru landi Sæbjörn Þór Þorbergsson Steinke skrifar 3. nóvember 2023 21:43 Maté Dalmay var eðlilega svekktur eftir tap sinna manna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Ég er svekktur, en ekki með að hafa tapað,“ sagði Mate Dalmay, þjálfari Hauka, eftir tap liðsins gegn Keflavík í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. „Ég er svekktur hvernig við erum allan þennan leik. Annað hvort erum við alltof linir og seinir úti um allt, eða við erum agressífir og gjörsamlega heilalausir.“ Heilalausir að hvaða leyti? „Bara „bailum“ þá út, spilum kannski góða sókn í 20 sekúndur, þá klikkar einhver á einhverri skiptingu, við eltum vitlausan mann, stígum ekki nógu hátt á Remy Martin, förum ekki með gabbhreyfingunni hjá Igor Maric. Það voru svo mörg augnablik hérna í seinni hálfleik. Við dripplum tvisvar í Halldór Garðar í seinni hálfleiknum og biðjum um eitthvað. Ég er mjög svekktur hvað við erum „soft“ eða vitlausir til skiptis.“ Haukar náðu að jafna leikinn í lokaleikhlutanum eftir að hafa hafið hann sextán stigum undir. „Auðvitað horfi ég á lokamínúturnar. Það sem við erum að framkvæma í lokin er ekki gott. Ég teikna eitthvað upp, það svíngengur, en svo eru menn að snúa í vitlausa átt og gera eitthvað allt annað en það sem gekk upp.“ „Ég held það sé af því ég er með rosalega marga sem hafa ekki spilað á Íslandi. Hér má halda og „hand-check-a“. Mínir menn fórna höndum og væla og láta ýta sér út úr öllu. Plús það að ungu strákarnir sem eru að fá að spila hérna á erfiðum útivelli eru „soft“, láta ýta sér út úr öllu, horfa ekki á körfuna. Menn þurfa aðeins að átta sig á því hvernig línan er hérna. Hún er öðruvísi en í háskólaboltanum, hún er öðruvísi en í öðrum löndum. Ef einhverjum líkar það ekki þá þarf hann bara að spila í einhverju öðru landi.“ Mate sjálfur er ekki ósáttur við línuna í dómgæslunni. „Ég elska íslenskan körfubolta. Mér finnst gaman að sjá þetta. Við tókum loksins þátt í þessu í fjórða leikhluta, enda komst Keflavík þá ekki neitt. Einu körfurnar sem þeir fengu voru eftir sóknarfráköst eða „bail-out“ vítaskot. Þegar við héldum svolítið í þá og tókum þátt í fætingnum sem er leyfður hérna. Maður sá strax þegar dómararnir mættu, þetta eru reynslumiklir dómarar, við erum í Keflavík, við vissum að það mætti „hand-check-a“ hérna í kvöld. Ég sagði strákunum það. En við náum ekki að hlaupa rassgat í 32 mínútur af því að mönnum finnst það óþægilegt.“ „Benda alltaf á einhverjar FIBA-reglur og segja mér að tala við einhverja þrotamenn þar“ Mate talaði um að Keflavík hefði átt að fá fimm óíþróttamannslegar villur (U-villur) í leiknum. „Þeir útskýrðu fyrir mér að þetta væri hagnaðarregla,“ sagði Mate um atvik í lok fyrri hálfleiks þegar brotið var á hans manni en ekki dæmt. „Ég veit ekki alveg hver hagnaður er þegar það er verið er að reyna hægja á okkur og negla mann á opnu gólfi. Jalen fékk sniðskot, en það er líka erfitt að spila þegar þú ert kominn með eina U-villu og kominn með 3-4 villur. Þetta eru einhverjar áherslur, þeir benda alltaf á einhverjar FIBA-reglur og segja mér að tala við einhverja þrotamenn þar,“ sagði Mate. Hann hefur ekki áhyggjur af því að vera 2-3 eftir fimm leiki. „Við hefðum getað unnið þennan leik og hefðum getað unnið í Þorlákshöfn þrátt fyrir að spila ömurlega. Ég hef áhyggjur af því hvað við spilum stuttan kafla eins og okkur sé ekki alveg sama í vörn,“ sagði þjálfarinn að lokum. Subway-deild karla Haukar Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Haukar 89-86 | Keflvíkingar stóðu áhlaupið af sér Keflavík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-86. Keflvíkingar voru búnr að kasta frá sér 15 stiga forskoti, en gerðu nóg til að landa sigrinum. 3. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
„Ég er svekktur hvernig við erum allan þennan leik. Annað hvort erum við alltof linir og seinir úti um allt, eða við erum agressífir og gjörsamlega heilalausir.“ Heilalausir að hvaða leyti? „Bara „bailum“ þá út, spilum kannski góða sókn í 20 sekúndur, þá klikkar einhver á einhverri skiptingu, við eltum vitlausan mann, stígum ekki nógu hátt á Remy Martin, förum ekki með gabbhreyfingunni hjá Igor Maric. Það voru svo mörg augnablik hérna í seinni hálfleik. Við dripplum tvisvar í Halldór Garðar í seinni hálfleiknum og biðjum um eitthvað. Ég er mjög svekktur hvað við erum „soft“ eða vitlausir til skiptis.“ Haukar náðu að jafna leikinn í lokaleikhlutanum eftir að hafa hafið hann sextán stigum undir. „Auðvitað horfi ég á lokamínúturnar. Það sem við erum að framkvæma í lokin er ekki gott. Ég teikna eitthvað upp, það svíngengur, en svo eru menn að snúa í vitlausa átt og gera eitthvað allt annað en það sem gekk upp.“ „Ég held það sé af því ég er með rosalega marga sem hafa ekki spilað á Íslandi. Hér má halda og „hand-check-a“. Mínir menn fórna höndum og væla og láta ýta sér út úr öllu. Plús það að ungu strákarnir sem eru að fá að spila hérna á erfiðum útivelli eru „soft“, láta ýta sér út úr öllu, horfa ekki á körfuna. Menn þurfa aðeins að átta sig á því hvernig línan er hérna. Hún er öðruvísi en í háskólaboltanum, hún er öðruvísi en í öðrum löndum. Ef einhverjum líkar það ekki þá þarf hann bara að spila í einhverju öðru landi.“ Mate sjálfur er ekki ósáttur við línuna í dómgæslunni. „Ég elska íslenskan körfubolta. Mér finnst gaman að sjá þetta. Við tókum loksins þátt í þessu í fjórða leikhluta, enda komst Keflavík þá ekki neitt. Einu körfurnar sem þeir fengu voru eftir sóknarfráköst eða „bail-out“ vítaskot. Þegar við héldum svolítið í þá og tókum þátt í fætingnum sem er leyfður hérna. Maður sá strax þegar dómararnir mættu, þetta eru reynslumiklir dómarar, við erum í Keflavík, við vissum að það mætti „hand-check-a“ hérna í kvöld. Ég sagði strákunum það. En við náum ekki að hlaupa rassgat í 32 mínútur af því að mönnum finnst það óþægilegt.“ „Benda alltaf á einhverjar FIBA-reglur og segja mér að tala við einhverja þrotamenn þar“ Mate talaði um að Keflavík hefði átt að fá fimm óíþróttamannslegar villur (U-villur) í leiknum. „Þeir útskýrðu fyrir mér að þetta væri hagnaðarregla,“ sagði Mate um atvik í lok fyrri hálfleiks þegar brotið var á hans manni en ekki dæmt. „Ég veit ekki alveg hver hagnaður er þegar það er verið er að reyna hægja á okkur og negla mann á opnu gólfi. Jalen fékk sniðskot, en það er líka erfitt að spila þegar þú ert kominn með eina U-villu og kominn með 3-4 villur. Þetta eru einhverjar áherslur, þeir benda alltaf á einhverjar FIBA-reglur og segja mér að tala við einhverja þrotamenn þar,“ sagði Mate. Hann hefur ekki áhyggjur af því að vera 2-3 eftir fimm leiki. „Við hefðum getað unnið þennan leik og hefðum getað unnið í Þorlákshöfn þrátt fyrir að spila ömurlega. Ég hef áhyggjur af því hvað við spilum stuttan kafla eins og okkur sé ekki alveg sama í vörn,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Subway-deild karla Haukar Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Haukar 89-86 | Keflvíkingar stóðu áhlaupið af sér Keflavík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-86. Keflvíkingar voru búnr að kasta frá sér 15 stiga forskoti, en gerðu nóg til að landa sigrinum. 3. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Haukar 89-86 | Keflvíkingar stóðu áhlaupið af sér Keflavík vann nauman þriggja stiga sigur er liðið tók á móti Haukum í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 89-86. Keflvíkingar voru búnr að kasta frá sér 15 stiga forskoti, en gerðu nóg til að landa sigrinum. 3. nóvember 2023 21:00