Viðskipti innlent

Síminn sektaður um 76 milljónir

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Síminn mun skjóta málinu til dómstóla.
Síminn mun skjóta málinu til dómstóla. Vísir/Vilhelm

Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur sektað símann um 76,5 milljónir. Síminn þótti ekki hafa birt ætlaðar innherjaupplýsingar eða ákvörðun um frestun þeirra í tengslum við söluna á Mílu. Síminn mun skjóta málinu til dómstóla

Í tilkynningu Símans til Kauphallar kemur fram að félagið hafi upplýst markaðinn opinberlega að eigendabreyting á Mílu kæmi til greina auk þess sem upplýst hafi verið um að félagið myndi ræða við valda aðila.

„Hefði fjárfestum mátt vera ljóst að það væri mögulegt að Míla yrði síðar seld. Síminn er eðlilega ósammála stofnuninni að á þeim tíma hafi verið til staðar innherjaupplýsingar og telur að fjárfestum hafi verið haldið upplýstum um ferlið með fullnægjandi hætti, m.a. með opinberri tilkynningu til kauphallar þann 31. ágúst 2021,“ segir í tilkynningunni.

Síminn hafi litið svo á að engum innherjaupplýsingum hafi verið að dreifa þann 31. ágúst 2021. Ekkert bindandi tilboð hafi borist í félagið á þeim tíma og félagið því af augljósum ástæðum ekki tekið afstöðu til frestunar upplýsinga. Eins og fyrr segir ætlar Síminn að skjóta málinu til dómstóla.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×