Stiven vinnur aftur með Snorra: „Fyrsta sem hann gerði var að láta okkur hlaupa“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 15:00 Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands og Stiven Tobar Valencia, landsliðsmaður þekkjast vel frá fyrri tíð með Val. Vísir/Samsett mynd Stiven Tobar Valencia er bjartsýnn fyrir komandi tíma íslenska karlalandsliðsins í handbolta undir stjórn Snorra Stein Guðjónssonar sem stýrir í kvöld sínu fyrsta leik sem landsliðsþjálfari. Stiven, sem leikur með Benfica í Portúgal, þekkir vel til Snorra Steins frá fyrri tíð. Ísland tekur á móti Færeyjum í Laugardalshöll í kvöld. Um er að ræða fyrri leik liðanna sem munu síðan mætast aftur á morgun í seinni æfingarleik sínum. Hvernig lýst þér á komandi tíma með landsliðinu undir stjórn Snorra Steins? „Mér lýst bara mjög vel á þá. Ég þekki mjög vel til Snorra, veit hvernig handbolta hann vill að sín lið spili. Þá er þetta þjálfari sem þekkir einnig inn á styrkleika mína. Hann veit hvernig hann getur notað mig,“ segir Stiven Tobar. Ákveðnar áherslubreytingar hjá landsliðinu hafi komið inn með Snorra. „Fyrsta sem hann gerði var að láta okkur hlaupa. Maður sér að hann er að koma inn með sömu pælingar og hann var með hjá Val. Lætur okkur hlaupa mikið og vill að við keyrum dálítið á hraðann. Við erum með leikmenn til þess að fylgja því eftir. Það eru svona helstu breytingarnar sem ég hef tekið eftir í byrjun hans stjórnartíðar.“ Stiven hefur verið að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennsku með Benfica, einu af toppliðum Portúgal. Hann er enn að aðlagst lífinu úti, handboltanum, en lýst vel á framhaldið. „Þetta hefur verið aðeins öðruvísi en maður hafði upplifað hérna heima. Ég hafði vanist annars konar spilamennsku. Það hefur tekið sinn tíma að koma sér fyrir þarna úti, aðlagast þeim kerfum sem liðið spilar. En virkilega gaman og spennandi að fá tækifæri til þess að prófa sig áfram á þessu stigi.“ Finnur þú sem sagt fyrir miklum mun á þeim handbolta sem er spilaður úti í Portúgal, samanborið við þann handbolta sem spilaður er hér heima? „Já. Ég fæ ekki að keyra jafn mikið á hraðaupphlaupin eins og var raunin þegar að ég var hjá Val. Boltinn þarna úti er aðeins hægari.“ Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Ísland tekur á móti Færeyjum í Laugardalshöll í kvöld. Um er að ræða fyrri leik liðanna sem munu síðan mætast aftur á morgun í seinni æfingarleik sínum. Hvernig lýst þér á komandi tíma með landsliðinu undir stjórn Snorra Steins? „Mér lýst bara mjög vel á þá. Ég þekki mjög vel til Snorra, veit hvernig handbolta hann vill að sín lið spili. Þá er þetta þjálfari sem þekkir einnig inn á styrkleika mína. Hann veit hvernig hann getur notað mig,“ segir Stiven Tobar. Ákveðnar áherslubreytingar hjá landsliðinu hafi komið inn með Snorra. „Fyrsta sem hann gerði var að láta okkur hlaupa. Maður sér að hann er að koma inn með sömu pælingar og hann var með hjá Val. Lætur okkur hlaupa mikið og vill að við keyrum dálítið á hraðann. Við erum með leikmenn til þess að fylgja því eftir. Það eru svona helstu breytingarnar sem ég hef tekið eftir í byrjun hans stjórnartíðar.“ Stiven hefur verið að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennsku með Benfica, einu af toppliðum Portúgal. Hann er enn að aðlagst lífinu úti, handboltanum, en lýst vel á framhaldið. „Þetta hefur verið aðeins öðruvísi en maður hafði upplifað hérna heima. Ég hafði vanist annars konar spilamennsku. Það hefur tekið sinn tíma að koma sér fyrir þarna úti, aðlagast þeim kerfum sem liðið spilar. En virkilega gaman og spennandi að fá tækifæri til þess að prófa sig áfram á þessu stigi.“ Finnur þú sem sagt fyrir miklum mun á þeim handbolta sem er spilaður úti í Portúgal, samanborið við þann handbolta sem spilaður er hér heima? „Já. Ég fæ ekki að keyra jafn mikið á hraðaupphlaupin eins og var raunin þegar að ég var hjá Val. Boltinn þarna úti er aðeins hægari.“
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira