„Sérstakt að vera allt í einu kippt út úr þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 09:31 Íslenska landsliðskonan í körfubolta, Dagný Lísa Davíðsdóttir, hefur verið að glíma við krefjandi meiðsli undanfarið tæpt ár Vísir/Arnar Halldórsson Dagný Lísa Davíðsdóttir var árið 2022 valin besti leikmaður efstu deildar kvenna í körfubolta og var hún á sama tíma reglulegur hluti af íslenska landsliðinu. Undir lok ársins 2022 meiddist hún hins vegar í leik með Fjölni. Meiðslin hafa haldið henni fjarri körfuboltavellinum og óvíst er hvenær hún snýr aftur. „Ég er enn í miðju bataferli. Þetta hefur tekið, því miður, miklu lengri tíma en búist var við upphaflega,“ segir Dagný í samtali við Vísi. „Ég bind þó vonir við að þetta sé allt á réttri leið.“ Það var í desember í deildarkeppninni á síðasta tímabili sem Dagný meiðist í leik með Fjölni gegn Haukum. Upphaflega var búist við því að hún yrði frá keppni í sex til átta vikur. „Ég sem sagt handleggsbrotna í þessum umrædda leik. Það brotnaði bein í úlnliðnum og það brot í rauninni grær á þessum sex til átta vikum sem búist var við að ég yrði fjarri keppni. En í millitíðinni kemur það í ljós að við brotið skaddast liðband í höndinni og það virðist ætla að taka heila eilífð fyrir það að gróa. Það er það sem ég er að eiga við þessa dagana.“ Dagný Lísa í leik með FJölniVÍSIR/VILHELM Óvissan hafði sín áhrif á ákvörðunina Endurhæfingarferlið hefur skiljanlega tekið á fyrir þennan öfluga leikmann. „Langt og strangt,“ eru orðin sem Dagný notar til að lýsa bataferlinu. „Það sem gerir þetta einnig sérstakara er að samningur minn við Fjölni rann sitt skeið núna í vor. Ég í rauninni tók þá ákvörðun að skrifa ekki undir nýjan samning á meðan að ég vissi í rauninni sjálf ekki hvert framhaldið væri. Hvað ég ætti langt í land. Það hefur því verið skrítið að fara í gegnum þetta bataferli samningslaus. Ekki með neinu liði alla daga eins og hefur verið raunin hjá manni áður. Þetta eru hins vegar kringumstæður sem maður bara tæklar.“ Dagný hafði unnið sér sæti í íslenska landsliðinu með frábærri spilamennsku sinni Bára Dröfn Tekst á við áskorunina með þolinmæði og jákvæðnina að vopni En hvar ertu þá stödd í bataferlinu núna? Hvað máttu og hvað máttu ekki gera? „Ég má í raun gera rosalega mikið. Má í raun gera það sem ég get þannig séð. Þessi gróandi hefur gengið mjög vel en þetta tekur þó allt sinn tíma. Þegar að líkaminn segir nei eða stopp, þá er fátt sem maður getur sagt á móti. Þessa mánuði hef ég þurft að sýna mikla þolinmæði og jákvæðni.“ Það er þó ekki víst hvenær hún getur snúið aftur inn á körfuboltavöllinn. „Mig langar ekki að ljúga einhverju að sjálfri mér. Mig langar ekki beint að ákveða einhvern einn tímapunkt á endurkomu. Ég hef náttúrulega áður, nokkrum sinnum, gert það í gegnum þetta ferli og þeir tímapunktar ollu mér síðan vonbrigðum. Þannig að ég er ekki með einhverja eina dagsetningu í huga. Það væri hins vegar rosalega gaman að komast aftur á parketið, þar sem að maður á heima, sem fyrst.“ En ég skynja hjá þér fullan hug á því að snúa aftur. „Ég get alla vega ekki sagt að ég sé búin að leggja skóna á hilluna.“ Náð að rækta önnur svið „Þessu fylgir mikið svekkelsi. Körfuboltinn er eitthvað sem hefur verið meginpartur af mínu lífi alla ævi. Auðvitað hefur það því verið sérstakt að vera allt í einu bara kippt út úr þessu.“ Á sama tíma reynir hún þó bara að njóta alls þess sem að hún hefði áður fórnað fyrir íþróttina. „Þetta eru í raun hlutir sem eru í eðli sínu rosalega einfaldir. Hlutir eins og að mæta ekki í fjölskylduboð með blautt hárið nýkomin af æfingu eða mæta seint, fara snemma og jafnvel missa af einhverju ákveðnu vegna körfuboltans. Þetta eru stundir, aðallega með fjölskyldum og vinum og önnur svið í lífinu sem maður hefur náð að rækta síðustu mánuði.“ Subway-deild kvenna Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Enski boltinn Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Enski boltinn Undrabarnið bætti 56 ára gamalt met Sport „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Íslenski boltinn „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Enski boltinn Vinnur við að slökkva elda og ætlar að slökkva í andstæðingum sínum Sport Fleiri fréttir Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Suðurnesjaslagur í bikarnum Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Sjá meira
„Ég er enn í miðju bataferli. Þetta hefur tekið, því miður, miklu lengri tíma en búist var við upphaflega,“ segir Dagný í samtali við Vísi. „Ég bind þó vonir við að þetta sé allt á réttri leið.“ Það var í desember í deildarkeppninni á síðasta tímabili sem Dagný meiðist í leik með Fjölni gegn Haukum. Upphaflega var búist við því að hún yrði frá keppni í sex til átta vikur. „Ég sem sagt handleggsbrotna í þessum umrædda leik. Það brotnaði bein í úlnliðnum og það brot í rauninni grær á þessum sex til átta vikum sem búist var við að ég yrði fjarri keppni. En í millitíðinni kemur það í ljós að við brotið skaddast liðband í höndinni og það virðist ætla að taka heila eilífð fyrir það að gróa. Það er það sem ég er að eiga við þessa dagana.“ Dagný Lísa í leik með FJölniVÍSIR/VILHELM Óvissan hafði sín áhrif á ákvörðunina Endurhæfingarferlið hefur skiljanlega tekið á fyrir þennan öfluga leikmann. „Langt og strangt,“ eru orðin sem Dagný notar til að lýsa bataferlinu. „Það sem gerir þetta einnig sérstakara er að samningur minn við Fjölni rann sitt skeið núna í vor. Ég í rauninni tók þá ákvörðun að skrifa ekki undir nýjan samning á meðan að ég vissi í rauninni sjálf ekki hvert framhaldið væri. Hvað ég ætti langt í land. Það hefur því verið skrítið að fara í gegnum þetta bataferli samningslaus. Ekki með neinu liði alla daga eins og hefur verið raunin hjá manni áður. Þetta eru hins vegar kringumstæður sem maður bara tæklar.“ Dagný hafði unnið sér sæti í íslenska landsliðinu með frábærri spilamennsku sinni Bára Dröfn Tekst á við áskorunina með þolinmæði og jákvæðnina að vopni En hvar ertu þá stödd í bataferlinu núna? Hvað máttu og hvað máttu ekki gera? „Ég má í raun gera rosalega mikið. Má í raun gera það sem ég get þannig séð. Þessi gróandi hefur gengið mjög vel en þetta tekur þó allt sinn tíma. Þegar að líkaminn segir nei eða stopp, þá er fátt sem maður getur sagt á móti. Þessa mánuði hef ég þurft að sýna mikla þolinmæði og jákvæðni.“ Það er þó ekki víst hvenær hún getur snúið aftur inn á körfuboltavöllinn. „Mig langar ekki að ljúga einhverju að sjálfri mér. Mig langar ekki beint að ákveða einhvern einn tímapunkt á endurkomu. Ég hef náttúrulega áður, nokkrum sinnum, gert það í gegnum þetta ferli og þeir tímapunktar ollu mér síðan vonbrigðum. Þannig að ég er ekki með einhverja eina dagsetningu í huga. Það væri hins vegar rosalega gaman að komast aftur á parketið, þar sem að maður á heima, sem fyrst.“ En ég skynja hjá þér fullan hug á því að snúa aftur. „Ég get alla vega ekki sagt að ég sé búin að leggja skóna á hilluna.“ Náð að rækta önnur svið „Þessu fylgir mikið svekkelsi. Körfuboltinn er eitthvað sem hefur verið meginpartur af mínu lífi alla ævi. Auðvitað hefur það því verið sérstakt að vera allt í einu bara kippt út úr þessu.“ Á sama tíma reynir hún þó bara að njóta alls þess sem að hún hefði áður fórnað fyrir íþróttina. „Þetta eru í raun hlutir sem eru í eðli sínu rosalega einfaldir. Hlutir eins og að mæta ekki í fjölskylduboð með blautt hárið nýkomin af æfingu eða mæta seint, fara snemma og jafnvel missa af einhverju ákveðnu vegna körfuboltans. Þetta eru stundir, aðallega með fjölskyldum og vinum og önnur svið í lífinu sem maður hefur náð að rækta síðustu mánuði.“
Subway-deild kvenna Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Hélt að rauð viðvörun þýddi stórsigur Liverpool-manna Enski boltinn Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Íslenski boltinn Merseyside-slagnum frestað vegna veðurs Enski boltinn Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Íslenski boltinn City kom tvisvar til baka á Selhurst Park Enski boltinn Þurftu að halda Guardiola svo hann myndi ekki hjóla í mann Enski boltinn Undrabarnið bætti 56 ára gamalt met Sport „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Íslenski boltinn „Erum stórt félag en ekki stórt lið“ Enski boltinn Vinnur við að slökkva elda og ætlar að slökkva í andstæðingum sínum Sport Fleiri fréttir Fjórar fengu enga hvíld í bikarsigri Ármanns gegn Aþenu Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Suðurnesjaslagur í bikarnum Yfir sig hrifnir af Alexander: „Þetta er ekta Keflavíkur-Kani“ LeBron og Davis með samtals 77 stig en Lakers tapaði enn og aftur Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 120-93 | Nýju mennirnir í stuði í stórsigri „Byggjum á þessu og höldum áfram að verða betri“ Njarðvíkingar bæta við sig „Eitthvað til að byggja á og halda áfram að leggja allt í þetta“ Leikurinn í Keflavík loks hafinn eftir klukkuvandræði Uppgjörið: Álftanes - Stjarnan 77-97 | Þægilegur sigur gestanna Jokic fór upp fyrir Magic Johnson í nótt Íslandsmeistarar í fallsæti boða breytingar Teitur hefði grætt næstum því eina milljón á Lengjunni Fóru um Ísland, hoppuðu yfir bíla og auglýstu pítsur Valkyrjur ekki bara í verðandi ríkisstjórn Benedikt í bann Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 94-87 | Njarðvíkingar stóðust áhlaup Grindvíkinga „Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu“ „Lið með hæfileikana til að spila í úrslitakeppni“ Uppgjörið: Valur - Haukar 97-104 | Fyrsti sigur Hauka í vetur staðreynd „Sá staður sem ég vildi mest snúa aftur til og spila áður en ég hætti“ Emil: Stundum þarf breytingar Uppgjörið: KR - ÍR 95-97 | Þriðji sigurinn í röð eftir dramatík Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Spilar báða leikina við Keflavík með bann hangandi yfir sér Stórar fréttir úr Þorlákshöfn: Tomsick snýr aftur Gaz-leikur Pavels: ÍR-ingar horfðu á þetta og ég held að þeir hafi móðgast Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Sjá meira