Facebook án auglýsinga með nýrri áskriftarleið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. október 2023 14:10 Mark Zuckerberg og Meta tilkynna nýja áskriftarleið. Getty Meta mun nú bjóða upp á mánaðarlega áskriftarleið þar sem notendur geta greitt til að nota samfélagsmiðlana Facebook og Instagram án auglýsinga. Enn verður boðið upp á ókeypis aðgang að miðlunum með auglýsingum. Í tilkynningu frá Meta í dag kemur fram að þetta sé gert til að koma til móts við nýtt regluverk Evrópusambandsins sem bannar notkun persónuupplýsinga notenda án samþykkis þeirra. Upplýsingar fólks á þessari nýju áskriftarleið yrðu ekki notaðar í auglýsingaskyni. Áskriftarleiðin mun kosta 10 evrur í vafra og 13 evrur á snjalltækjum. Það samsvarar 1470 og 1912 krónum. Auglýsingasala er lang stærsta tekjulind Meta, og flestra annarra samfélagsmiðlafyrirtækja. Evrópusambandið sektaði Meta um 1,2 milljarða evra í maí, vegna þess að starfsmenn fyrirtækisins fluttu persónuupplýsingar notenda yfir á vefþjóna fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Meta greindi frá áætlun sinni um slíka áskrift fyrr á árinu. Þangað til mars á næsta ári mun ein áskrift ná yfir öll tengd tæki en frá og með þá mun það kosta 6 evrur aukalega fyrir hvert tæki til viðbótar. „Sá valkostur að geta keypt auglýsingalausa þjónustu í gegnum áskriftarleið mætir kröfum evrópskra eftirlitsaðila ásamt því að veita viðskiptavinum val og gerir Meta kleift að þjónusta áfram við öll í ESB, EES og Sviss,“ segir í tilkynningu frá Meta. Meta Facebook Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. 22. maí 2023 10:09 Twitter-líki Meta ekki aðgengilegt í Evrópu Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína. 6. júlí 2023 09:09 Fimmtán hundruð krónur fyrir Facebook án auglýsinga Forsvarsmenn Meta, áður Facebook, íhuga að bjóða notendum Instagram og Facebook í Evrópu að borga tæplega fimmtán hundruð krónur fyrir áskrift. Í staðinn myndi fyrirtækið ekki nota persónuupplýsingar samfélagsmiðlanotenda til að sýna notendunum auglýsingar. 3. október 2023 14:08 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Í tilkynningu frá Meta í dag kemur fram að þetta sé gert til að koma til móts við nýtt regluverk Evrópusambandsins sem bannar notkun persónuupplýsinga notenda án samþykkis þeirra. Upplýsingar fólks á þessari nýju áskriftarleið yrðu ekki notaðar í auglýsingaskyni. Áskriftarleiðin mun kosta 10 evrur í vafra og 13 evrur á snjalltækjum. Það samsvarar 1470 og 1912 krónum. Auglýsingasala er lang stærsta tekjulind Meta, og flestra annarra samfélagsmiðlafyrirtækja. Evrópusambandið sektaði Meta um 1,2 milljarða evra í maí, vegna þess að starfsmenn fyrirtækisins fluttu persónuupplýsingar notenda yfir á vefþjóna fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Meta greindi frá áætlun sinni um slíka áskrift fyrr á árinu. Þangað til mars á næsta ári mun ein áskrift ná yfir öll tengd tæki en frá og með þá mun það kosta 6 evrur aukalega fyrir hvert tæki til viðbótar. „Sá valkostur að geta keypt auglýsingalausa þjónustu í gegnum áskriftarleið mætir kröfum evrópskra eftirlitsaðila ásamt því að veita viðskiptavinum val og gerir Meta kleift að þjónusta áfram við öll í ESB, EES og Sviss,“ segir í tilkynningu frá Meta.
Meta Facebook Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. 22. maí 2023 10:09 Twitter-líki Meta ekki aðgengilegt í Evrópu Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína. 6. júlí 2023 09:09 Fimmtán hundruð krónur fyrir Facebook án auglýsinga Forsvarsmenn Meta, áður Facebook, íhuga að bjóða notendum Instagram og Facebook í Evrópu að borga tæplega fimmtán hundruð krónur fyrir áskrift. Í staðinn myndi fyrirtækið ekki nota persónuupplýsingar samfélagsmiðlanotenda til að sýna notendunum auglýsingar. 3. október 2023 14:08 Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
ESB sektar Meta um 183 milljarða króna Evrópusambandið hefur sektað Meta, móðurfélag Facebook, um 1,3 milljarða bandaríkjadala, um 183 milljarða króna, fyrir að hafa sent persónuupplýsingar evrópskra notenda til Bandaríkjanna. 22. maí 2023 10:09
Twitter-líki Meta ekki aðgengilegt í Evrópu Nýja samfélagsmiðlaforritið Threads sem á að keppa við Twitter verður ekki aðgengilegt í Evrópu í fyrirsjáanlegri framtíð. Ástæðan er strangar persónuverndarreglur sem gilda í Evrópusambandinu en Threads safnar alls kyns persónuupplýsingum um notendur sína. 6. júlí 2023 09:09
Fimmtán hundruð krónur fyrir Facebook án auglýsinga Forsvarsmenn Meta, áður Facebook, íhuga að bjóða notendum Instagram og Facebook í Evrópu að borga tæplega fimmtán hundruð krónur fyrir áskrift. Í staðinn myndi fyrirtækið ekki nota persónuupplýsingar samfélagsmiðlanotenda til að sýna notendunum auglýsingar. 3. október 2023 14:08