Viðskipti innlent

Verð­bólga hjaðnar um 0,1 prósentu­stig

Bjarki Sigurðsson skrifar
Verð á matvöru hækkaði um eitt prósent.
Verð á matvöru hækkaði um eitt prósent. Hagar

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,6 prósent milli mánaða. Er verðbólga því 7,9 prósent á ársgrundvelli og hjaðnar um 0,1 prósentustig milli mánaða. 

Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. Þar segir að verð á matvöru hafi hækkað um eitt prósent, kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði um tvö prósent og verð fyrir tómstundir og menningu um eitt prósent. 

Skýring Seðlabankans á hvað verðbólga er:

Verðbólga er skilgreind sem viðvarandi hækkun almenns verðlags og er mæld sem tólf mánaða breyting vísitölu neysluverðs. Sú vísitala mælir meðalverð á vörum og þjónustu sem heimili á Íslandi kaupa í hverjum mánuði. Verðbólga felur í sér að verðgildi og kaupmáttur peninga minnkar, þ.e.a.s. minna magn vöru og þjónustu fæst fyrir hverja krónu.

Grunnvogir í vísitölu neysluverðs eru uppfærðar einu sinni á ári. Nú er unnið að því að færa uppfærsluna til þannig að frá og með 2024 fari hún fram í janúar ár hvert í stað apríl eins og áður. Endurnýjun grunnsins veldur sem slík ekki breytingum á vísitölunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×