Viðskipti innlent

Gömlu húsa­kynni Húrra glædd nýju lífi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Djammið á gamla Húrra er ekki á bak og burt.
Djammið á gamla Húrra er ekki á bak og burt. Vísir/Vilhelm

Skemmtistaðurinn Húrra fær endurnýjun lífdaga von bráðar en rekstrarstjóri skemmtistaðarins Bravó hyggst opna þar nýjan stað, sem ber nafnið Radar. Áhersla verður lögð á raftónlist og þá tekur Bravó einnig breytingum. Nýi staðurinn opnar í nóvember.

„Bravó hefur síðastliðin ár verið í veldisvexti sem höfuðstaður electro tónlistar af öllum gerðum í Reykjavík. Hægt væri að segja hann minnsta-stærsta klúbb Evrópu miðað við þau tónlistarlegu þrekvirki sem unnin hafa verið þar inni. En, núna eru tímamót á Bravó! Núverandi rekstarstjóri Bravó, og drifkraftur í senunni, Klaudia Gawryluk og vinir, munu opna nýjan miklu stærri stað, í gömlu húsakynnum Húrra, Tryggvagötu 22 og munu þau taka við tónlistarkefli Bravó og halda áfram á harðahlaupum,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Bravó.

Hljóðkerfi og annað tónlistartengt fer af Bravó og yfir á nýja staðinn og Bravó mun í kjölfarið taka breytingum. Opnunartímar munu breytast og mun Bravó loka fyrr heldur en áður. Áhersla verður lögð á bjór og drykki „með sérvöldum kvöldum meira í takt við vinylspilara heldur en hárri bassatíðni,“ eins og segir enn fremur.

Eigendur staðarins segjast spenntir fyrir því að geta boðið raftónlistarmönnum upp á alvöru klúbb á borð við það sem þekkist víða í Evrópu. Fengnir verði tónlistarmenn frá hinum og þessum löndum sem hingað til hafa ekki geta spilað í Reykjavík.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×