Körfubolti

Kjartan Atli: Þetta er rosalega klár hópur

Dagur Lárusson skrifar
Kjartan Atli kallar leiðbeiningar inn á völlinn
Kjartan Atli kallar leiðbeiningar inn á völlinn Vísir / Anton Brink

Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, var ánægður eftir sigur síns liðs gegn Njarðvík á heimavelli í kvöld en með sigrinum náði Álftanes að stöðva sigurgöngu Njarðvíkur í deildinni.

„Þetta er sigur á mjög góðu liði, ekkert flóknara en svo,“ byrjaði Kjartan Atli að segja.

„Þetta var góður leikur, góður sigur og ég er mjög ánægður með liðið í kvöld,“ hélt Kjartan áfram að segja.

Kjartan var spurður út í það hvað honum fannst ganga sérstaklega vel hjá sínu liði í kvöld.

„Mér fannst við vera að ráðast á þá á skipulagðan hátt og vörnin small enn einu sinnu og því vorum við að gera fína hluti á báðum endum vallarins. Strákarnir finna leiðir, þetta er rosalega klár hópur sem ég er með hérna og þeir fá hindranir á sig hér á gólfinu sem þeir yfirstíga trekk í trekk.“

Kjartan talaði einnig um karakterinn í liðinu.

„Við fáum áhlaup á okkur í nánast hverjum einasta leik, eins og gegn Tindastól og gegn nánast öllum liðum en þeir standast það, það sýnir karakter,“ endaði Kjartan Atli Kjartansson að segja eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×