Viðskipti innlent

Play skilar hagnaði eftir skatt í fyrsta sinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Birgir Jónsson, forstjóri Play. Vísir/Vilhelm

Flug­fé­lagið Play skilaði hagnaði upp á 5,2 milljónir banda­ríkja­dala, eða því sem nemur 724 milljónum ís­lenskra króna á þar­iðja árs­fjórðungi 2023. Í saman­burði tapaði fé­lagið 2,9 milljónum banda­ríkja­dala, 404 milljónum króna á sama tíma­bili í fyrra. For­stjóri fé­lagsins segist stoltur af árangrinum en um sé að ræða fyrsta skiptið sem fé­lagið skili hagnaði eftir skatt.

Þetta kemur fram í til­kynningu. Þar kemur fram að heildar­tekjur á þriðja árs­fjórðungi hafi aukist um 84 prósent saman­borið við þriðja árs­fjórðung 2022. Heildar­tekjurnar fóru úr 59,9 milljónum banda­ríkja­dala eða 8,3 milljörðum ís­lenskra króna, á þriðja árs­fjórðungi 2022 í 110,2 milljónir banda­ríkja­dala, 15,3 milljarða ís­lenskra króna, á þriðja árs­fjórðungi 2023.

Þá nær tí­faldaðist rekstrar­hagnaður á milli ára. Hann fór úr 1,3 milljónum banda­ríkja­dala, 181 milljón króna á þriðja árs­fjórðungi 2022 í 12,9 milljónir banda­ríkja­dala, nær 1,8 milljarða króna, á þriðja árs­fjórðungi 2023.

Sló eigið far­þega­met

Þá sló Play eigið far­þega­met á þriðja árs­fjórðungi þegar það flaug 191.577 far­þegum í júlí. Sæta­nýting mældist 91,1 prósent en fé­lagið var með á­ætlunar­flug til 33 á­fanga­staða í þriðja árs­fjórðungi.

Stund­vísi fé­lagsins var 85,1 prósent og sæta­nýtingin 88,4 prósent á þriðja árs­fjórðungi. Hliðar­tekjur héldu sömu­leiðis á­fram að aukast. Þær hafa aukist um 150 prósent á­fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tíma­bil í fyrra og hliðar­tekjur á hvern far­þega aukist um 35 prósent.

Tekjur á hvern sætiskíló­metra (RASK) jukust um 9 prósent á milli ára og voru 6,1 dollara­sent á þriðja árs­fjórðungi. Kostnaður á hvern sætiskíló­metra án elds­neysi­kostnaðaðar (CASK Ex-Fuel) var 3,4 dollara­sent en heildar CASK lækkaði um 2 prósent á milli ára og var 5,3 dollara­sent.

Hand­bært fé fé­lagsins undir lok þriðja árs­fjórðungs nam 39,2 milljónum banda­ríkja­dölum, 5,4 milljörðum króna, þar á meðal bundið fé. Fé­lagið hefur engar vaxta­berandi skuldir. Eininga­tekjur eru í á­fram­haldandi vexti á komandi mánuðum.

Við­skipta­módelið að virka

Birgir Jóns­son segir starfs­fólk Play stolt af árangrinum á þriðja árs­fjórðungi. Sér­stak­lega því að Play hafi skilað um 720 milljón króna hagnaði, sem sé í fyrsta sinn sem fé­lagið skilar hagnaði eftir skatta.

„Rekstr­ar­hagnaður tí­faldaðist frá sama fjórðungi á síðasta ári, tekj­ur juk­ust um 84% og far­þega­hóp­ur­inn stækkaði um 74%. Þetta eru merki­­leg­ar stað­reynd­ir og skýr vitn­is­b­urður um að við­skipta­­mód­el PLAY er að virka vel og þess að fé­lagið hef­ur á að skipa gríðar­lega hæfu teymi fag­­fólks á öll­um sviðum,“ segir Birgir.

„Play hef­ur vaxið gríðar­lega mikið síðustu miss­eri enda höf­um stækkað flug­­flota okk­ar mikið, bætt fjöl­­mörg­um á­fanga­­stöðum við leiða­kerfið og ráðið og þjálfað mörg hundruð frá­bæra starfs­­menn. Það er því sér­­stakt af­rek að í þess­um mikla vexti hef­ur okk­ur tek­ist að hækka ein­inga­­tekj­ur okk­ar um­­tals­vert, skila hagnaði, á­samt því að byggja upp heil­brigða lausa­fjár­­stöðu.“

Ætla ekki að vaxa eins hratt á næsta ári

Hann segir svo hraðan vöxt þó mjög dýran og setja mikið álag á inn­viði fyrir­tækisins. Það ætli sér ekki að vaxa eins hratt á næsta ári, heldur ein­beita sér að því að fín­stilla starf­semina á öllum sviðum og há­marka þannig af­komuna af rekstrinum.

„Við vit­um að það mun skila sér í sterk­ara og arð­bær­ara fyr­ir­­tæki og mun und­ir­búa okk­ur fyr­ir næsta vaxta­­tíma­bil sem hefst árið 2025 þegar við tök­um inn enn fleiri flug­­vél­ar, sem sum­ar hafa nú þegar verið pantaðar, og stækk­um og þétt­um leiðar­­kerfið enn frek­ar,“ segir Birgir.

„Við leggj­um allt kapp á að halda kostnaðinum í lág­­marki og hef­ur það tek­ist vel hingað til enda er það al­­gjör­­lega nauð­syn­­legt til þess að ná ár­angri í flug­rekstri. Þetta er við­var­andi verk­efni sem þarf að stöðugt að vaka yfir, ekki síst á verð­bólgu­­tím­um, og því er sér­­­stök á­stæða til að þakka mínu frá­bæra teymi fyr­ir þenn­an góðan ár­ang­ur. Allt starfs­­fólk Play hef­ur staðið sig eins og hetj­urn­ar sem þau eru á þess­um fjórðungi og ég er sann­­færður um að ekk­ert get­ur stoppað þau þegar þau halda á­fram að spila til sig­urs í fram­tíðinni.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×