Körfubolti

Arnar sér eftir orðum sínum: „Ó­geðs­lega lé­legt af mér“

Aron Guðmundsson skrifar
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar Vísir/Hulda Margrét

Arnar Guð­jóns­son, þjálfari kvenna­liðs Stjörnunnar í körfu­bolta, skammast sín fyrir um­mæli í leik­hléi í leik Stjörnunnar og Njarð­víkur í Subway deild kvenna í gær­kvöldi þar sem að hann kallaði leik­mann Njarð­víkur feita. Hann segir ekkert af­saka slíka hegðun, þetta sé honum ekki til fram­dráttar.

„Ég auð­vitað bara skít á bitann. Það er ekkert sem af­sakar svona hegðun,“ segir Arnar í sam­tali við Vísi en um­rædd um­mæli lét hann falla er hann fundaði með leik­mönnum sínum í leik­hléi í þriðja leik­hluta.

„Þetta er eitt­hvað sem maður á ekki að segja. Á ekki að gera. Ég skammast mín fyrir þetta. Það er ó­geðs­lega lé­legt af mér að segja þetta í hita leiksins. Þetta er mér ekki til fram­dráttar. Þetta er bara djöfulli lé­legt af mér.

Ég er að eðlis­fari frekar ó­nær­gætinn í mál­fari. Það er leiðin­legt og mér finnst mjög leiðin­legt að hafa sært ein­hvern. Þannig er staðan. Mér líður illa yfir því að hafa gert þetta. Líður ömur­lega yfir því að hafa valdið öðrum van­líðan.“

Að­spurður hvort hann hafi sett sig í sam­band við Njarð­víkinga vegna málsins svarar Arnar því játandi.

„Ég talaði við Rúnar Inga, þjálfara Njarð­víkur í gær­kvöldi og þetta er allt í ferli.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×