„Ef við ætlum að gera eitthvað þá þurfum við að hætta að vera svona krúttlegir“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 20. október 2023 22:15 Jóhann Þór Ólafsson með skýr skilaboð til sinna manna. Vísir/Anton Brink „Ég er svekktur bara, eðlilega,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, eftir afar súrt tap gegn Tindastóli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík var lengst af með yfirhöndina í leiknum en Stólarnir voru aldrei langt undan. Leikurinn fór í framlengingu og þar voru gestirnir mun sterkari. „Við vorum ekki langt frá þessu en niðurstaðan er samt tap og það er grautfúlt. Það er svona það sem situr í manni.“ Grindavík hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum en það eru klárlega mikil vonbrigði fyrir liðið. „Þetta var hörkuleikur á milli tveggja góðra liða. Þetta var næstum því og allt það, sem er orðið frekar þreytt. Við getum alveg talað um það þegar þeir setja fimmtu villuna á Dedrick (Basile), tæknivillu í hita leiksins. Það var dýrt fyrir okkur. Leikurinn fór svo sem ekki þar. Við fengum tækifæri til að klára þetta venjulegum leiktíma. Skot sem detta ekki, en þannig er bara körfubolti og allt það. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað, þá þurfum við að stíga upp og hætta að vera svona krúttlegir. Þegar sigrarnir eru fyrir framan nefið á okkur, þá þurfum við að hirða þá.“ „Það eru ljósir punktar í þessu og frammistaðan var heilt yfir nokkuð góð. Arnór (Helgason) sýndi það að hann getur spilað í efstu deild sem er geggjað. Það breikkar róteringuna okkar. Það eru jákvæðir punktar, en það er fullþreytt að vera alltaf svona næstum því. Við þurfum að setja kassann út og taka það sem er fyrir framan okkur, éta það sem á borðið er lagt.“ Það er í skoðun að styrkja leikmannahópinn en það er leikmaður mættur til félagsins á reynslu. „Við erum með einn mann á reynslu sem mætir á fyrstu æfingu sína á morgun. Það kemur í ljós hvernig það kemur út. Þessi Bosman bransi er mjög erfiður, að finna þetta púsl sem okkur vantar. Okkur vantar ekki 34-35 ára karl sem kemur inn til að ‘casha’ út síðustu metrana. Við þurfum mann sem er tilbúinn að leggja á sig, ruslakarl sem er tilbúin að taka fráköst og búa til screen. Það er erfitt að finna þannig gæja.“ Að lokum var Jóhann spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af stöðu mála eftir þessa erfiðu byrjun. Við þeirri spurningu sagði hann: „Já, og nei. Eins og Villi vinur minn segir þá er ekki verið að semja bréfið. Ég hef ekkert áhyggjur af því. Þetta er mjög jöfn deild og hvert stig telur… En til að svara spurningunni þinni, þá já og nei.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Sjá meira
Grindavík var lengst af með yfirhöndina í leiknum en Stólarnir voru aldrei langt undan. Leikurinn fór í framlengingu og þar voru gestirnir mun sterkari. „Við vorum ekki langt frá þessu en niðurstaðan er samt tap og það er grautfúlt. Það er svona það sem situr í manni.“ Grindavík hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum en það eru klárlega mikil vonbrigði fyrir liðið. „Þetta var hörkuleikur á milli tveggja góðra liða. Þetta var næstum því og allt það, sem er orðið frekar þreytt. Við getum alveg talað um það þegar þeir setja fimmtu villuna á Dedrick (Basile), tæknivillu í hita leiksins. Það var dýrt fyrir okkur. Leikurinn fór svo sem ekki þar. Við fengum tækifæri til að klára þetta venjulegum leiktíma. Skot sem detta ekki, en þannig er bara körfubolti og allt það. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað, þá þurfum við að stíga upp og hætta að vera svona krúttlegir. Þegar sigrarnir eru fyrir framan nefið á okkur, þá þurfum við að hirða þá.“ „Það eru ljósir punktar í þessu og frammistaðan var heilt yfir nokkuð góð. Arnór (Helgason) sýndi það að hann getur spilað í efstu deild sem er geggjað. Það breikkar róteringuna okkar. Það eru jákvæðir punktar, en það er fullþreytt að vera alltaf svona næstum því. Við þurfum að setja kassann út og taka það sem er fyrir framan okkur, éta það sem á borðið er lagt.“ Það er í skoðun að styrkja leikmannahópinn en það er leikmaður mættur til félagsins á reynslu. „Við erum með einn mann á reynslu sem mætir á fyrstu æfingu sína á morgun. Það kemur í ljós hvernig það kemur út. Þessi Bosman bransi er mjög erfiður, að finna þetta púsl sem okkur vantar. Okkur vantar ekki 34-35 ára karl sem kemur inn til að ‘casha’ út síðustu metrana. Við þurfum mann sem er tilbúinn að leggja á sig, ruslakarl sem er tilbúin að taka fráköst og búa til screen. Það er erfitt að finna þannig gæja.“ Að lokum var Jóhann spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af stöðu mála eftir þessa erfiðu byrjun. Við þeirri spurningu sagði hann: „Já, og nei. Eins og Villi vinur minn segir þá er ekki verið að semja bréfið. Ég hef ekkert áhyggjur af því. Þetta er mjög jöfn deild og hvert stig telur… En til að svara spurningunni þinni, þá já og nei.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Spáin fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Sjá meira