„Ef við ætlum að gera eitthvað þá þurfum við að hætta að vera svona krúttlegir“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 20. október 2023 22:15 Jóhann Þór Ólafsson með skýr skilaboð til sinna manna. Vísir/Anton Brink „Ég er svekktur bara, eðlilega,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, eftir afar súrt tap gegn Tindastóli í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík var lengst af með yfirhöndina í leiknum en Stólarnir voru aldrei langt undan. Leikurinn fór í framlengingu og þar voru gestirnir mun sterkari. „Við vorum ekki langt frá þessu en niðurstaðan er samt tap og það er grautfúlt. Það er svona það sem situr í manni.“ Grindavík hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum en það eru klárlega mikil vonbrigði fyrir liðið. „Þetta var hörkuleikur á milli tveggja góðra liða. Þetta var næstum því og allt það, sem er orðið frekar þreytt. Við getum alveg talað um það þegar þeir setja fimmtu villuna á Dedrick (Basile), tæknivillu í hita leiksins. Það var dýrt fyrir okkur. Leikurinn fór svo sem ekki þar. Við fengum tækifæri til að klára þetta venjulegum leiktíma. Skot sem detta ekki, en þannig er bara körfubolti og allt það. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað, þá þurfum við að stíga upp og hætta að vera svona krúttlegir. Þegar sigrarnir eru fyrir framan nefið á okkur, þá þurfum við að hirða þá.“ „Það eru ljósir punktar í þessu og frammistaðan var heilt yfir nokkuð góð. Arnór (Helgason) sýndi það að hann getur spilað í efstu deild sem er geggjað. Það breikkar róteringuna okkar. Það eru jákvæðir punktar, en það er fullþreytt að vera alltaf svona næstum því. Við þurfum að setja kassann út og taka það sem er fyrir framan okkur, éta það sem á borðið er lagt.“ Það er í skoðun að styrkja leikmannahópinn en það er leikmaður mættur til félagsins á reynslu. „Við erum með einn mann á reynslu sem mætir á fyrstu æfingu sína á morgun. Það kemur í ljós hvernig það kemur út. Þessi Bosman bransi er mjög erfiður, að finna þetta púsl sem okkur vantar. Okkur vantar ekki 34-35 ára karl sem kemur inn til að ‘casha’ út síðustu metrana. Við þurfum mann sem er tilbúinn að leggja á sig, ruslakarl sem er tilbúin að taka fráköst og búa til screen. Það er erfitt að finna þannig gæja.“ Að lokum var Jóhann spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af stöðu mála eftir þessa erfiðu byrjun. Við þeirri spurningu sagði hann: „Já, og nei. Eins og Villi vinur minn segir þá er ekki verið að semja bréfið. Ég hef ekkert áhyggjur af því. Þetta er mjög jöfn deild og hvert stig telur… En til að svara spurningunni þinni, þá já og nei.“ Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Grindavík var lengst af með yfirhöndina í leiknum en Stólarnir voru aldrei langt undan. Leikurinn fór í framlengingu og þar voru gestirnir mun sterkari. „Við vorum ekki langt frá þessu en niðurstaðan er samt tap og það er grautfúlt. Það er svona það sem situr í manni.“ Grindavík hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum en það eru klárlega mikil vonbrigði fyrir liðið. „Þetta var hörkuleikur á milli tveggja góðra liða. Þetta var næstum því og allt það, sem er orðið frekar þreytt. Við getum alveg talað um það þegar þeir setja fimmtu villuna á Dedrick (Basile), tæknivillu í hita leiksins. Það var dýrt fyrir okkur. Leikurinn fór svo sem ekki þar. Við fengum tækifæri til að klára þetta venjulegum leiktíma. Skot sem detta ekki, en þannig er bara körfubolti og allt það. Ef við ætlum okkur að gera eitthvað, þá þurfum við að stíga upp og hætta að vera svona krúttlegir. Þegar sigrarnir eru fyrir framan nefið á okkur, þá þurfum við að hirða þá.“ „Það eru ljósir punktar í þessu og frammistaðan var heilt yfir nokkuð góð. Arnór (Helgason) sýndi það að hann getur spilað í efstu deild sem er geggjað. Það breikkar róteringuna okkar. Það eru jákvæðir punktar, en það er fullþreytt að vera alltaf svona næstum því. Við þurfum að setja kassann út og taka það sem er fyrir framan okkur, éta það sem á borðið er lagt.“ Það er í skoðun að styrkja leikmannahópinn en það er leikmaður mættur til félagsins á reynslu. „Við erum með einn mann á reynslu sem mætir á fyrstu æfingu sína á morgun. Það kemur í ljós hvernig það kemur út. Þessi Bosman bransi er mjög erfiður, að finna þetta púsl sem okkur vantar. Okkur vantar ekki 34-35 ára karl sem kemur inn til að ‘casha’ út síðustu metrana. Við þurfum mann sem er tilbúinn að leggja á sig, ruslakarl sem er tilbúin að taka fráköst og búa til screen. Það er erfitt að finna þannig gæja.“ Að lokum var Jóhann spurður að því hvort hann hefði áhyggjur af stöðu mála eftir þessa erfiðu byrjun. Við þeirri spurningu sagði hann: „Já, og nei. Eins og Villi vinur minn segir þá er ekki verið að semja bréfið. Ég hef ekkert áhyggjur af því. Þetta er mjög jöfn deild og hvert stig telur… En til að svara spurningunni þinni, þá já og nei.“
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira