Viðskipti innlent

Tveir úr peninga­stefnu­nefnd vildu hækka stýri­vexti

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Tilkynnt var í byrjun mánaðar að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verði áfram 9,25 prósent.
Tilkynnt var í byrjun mánaðar að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verði áfram 9,25 prósent. Vísir/Vilhelm

Tveir meðlimir peningastefnunefndar vildu hækka stýrivexti um 0,25 prósent þegar nefndin fundaði í upphafi mánaðar. Nefndin tilkynnti óbreytta stýrivexti þann 4. október síðastliðinn. 

Þetta kemur fram í fundargerð Peningastefnunefndarinnar sem birt var í dag. Þar segir að þeir sem greiddu atkvæði með tillögu um að halda vöxtum óbreyttum voru Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu og Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. 

Þá segir að Ásgerður Ósk Pétursdóttir lektor hafi einnig stutt tillöguna en að hún hefði fremur kosið að hækka þá um 0,25 prósentur. Þá hafi Herdís Steingrímsdóttir dósent greitt atkvæði gegn tillögunni og viljað hækka vexti um 0,25 prósentur. 

Nefndin tilkynnti ákvörðun sína um að halda stýrivöxtum óbreyttum 4. október síðastliðinn. Ákvörðunin kom nokkuð á óvart enda höfðu greiningadeildir bankanna spáð því að vextir yrðu hækkaðir enn á ný eftir rúmlega tveggja ára vaxtahækkunarferli.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×